10.10.2007 | 10:59
Ég kann svo marga málshætti.
.
Hver er sinnar gæfu smiður.
Hver er sinnar heppni arkitekt.
Hver er sinnar lukku pípulagningamaður.
Hver er sinnar hamingju skrifstofustjóri.
........................
Enginn er verri þótt hann vökni.
Enginn er verri þótt hann þorni aftur.
........................
Þar skall hurð nærri hælum.
Þar skall hurð á tána.
.........................
Að vera með grátstafinn í kverkunum.
Að vera með stafinn A í kverkunum.
Að vera með stafinn B í kverkunum.
.........................
Nú er fokið í flest skjól.
Nú er logn í flestum skjólum.
.......................
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Oft bullar lítil Anna tóma steypu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.10.2007 | 09:38
Ýsa skvísa.
.
Mér er ekki alls varnað.
Í síðustu viku hannaði ég fiskrétt .... sem reyndist vera einn sá besti í heimi og þó víðar væri leitað.
Hér fáið þið uppskriftina, sem er svo auðveld að það er bara sprenghlægilegt..
.
Frosnir ýsubitar lagðir í eldfast mót
Ora lauk og kryddsósa smurð yfir
Osti skutlað yfir það
smá salt.
.
.
Þegar fjölskyldan mín borðaði þennan rétt, var fátt rætt við matarborðið. Það heyrðist bara nammi namm, slurp, smjatt, ummmm.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2007 | 09:09
Já fínt, Já sæll.........
Í tónlistarspilaranum er eitt langbesta lag allra tíma; Já fínt, Já sæll.
.
Textinn er gargandi snilld !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2007 | 15:44
Fóstureyðingar.
Nú ætla ég að hætta mér út á hála braut......
.
Það hefur verið töluverð umræða á blogginu um fóstureyðingar og mér sýnist að ansi margir séu hlynntir þeim. Þó hefur það ekki farið framhjá mörgum að einn aðili er mótfallinn fóstureyðingum, aðili sem hefur heldur öfgafullar skoðanir á málum, sem veldur því - að mínu mati - að betra er heima setið en af stað farið.
.
Þegar ég gekk með frumburðinn, var mér í tvígang boðið upp á fóstureyðingu þegar ég fór í mæðraskoðun ! Já.... tilboð frá ljósmæðrum til mín sem átti ekki mann á þeim tíma - en var fullfær, frísk kona á besta aldri og hafði alla burði til að sjá um barn. Ég hafnaði því að sjálfsögðu og á í dag fallegan tvítugan son fyrir vikið.
.
Mín skoðun er í grundvallaratriðum þessi:
Fóstureyðingu á aðeins að leyfa
... ef lífi móður eða heilsu er stefnt í hættu vegna meðgöngunnar.
... ef barn er barnshafandi.
... ef kona er barnshafandi eftir nauðgun.
... varðandi fæðingargalla á börnum, tel ég að meta eigi hvert tilvik... Þetta finnst mér kannski erfiðast að hafa skoðun á...... og viðurkenni bara vanmátt minn þar.
.
Ég veit dæmi þess að fóstureyðing hafi verið framkvæmd, vegna þess að hjón töldu sig ekki eiga næga peninga í banka ! Þau bjuggu samt saman og voru í góðri vinnu...
.
Mér finnst, að ef kona verður óvart barnshafandi og telur sig ekki tilbúna til að ala barnið upp, af einhverjum ástæðum...... þá beri henni samt að ganga með barnið... þetta eru jú ekki nema 9 mánuðir af ævinni..... og síðan getur hún þá gefið barnið fólki, sem langar í barn en getur ekki eignast það. Það eru því miður margir í þeim sporum.
.
Hvað eru 9 mánuðir af ævinni á móti því að gefa einstaklingi líf ?
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
7.10.2007 | 23:26
Ég keypti mér fé.
.
.
.
Þetta er annað af tveimur málverkum sem ég hef keypt mér um ævina.
Ég horfi á myndina og........
- mig skortir aldrei fé.
- mér finnst eðlilegt að ég sé stundum kindarleg.
- ég er ekki eini sauðurinn á heimilinu.
- það er einhver annar en ég hrútleiðinlegur
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
7.10.2007 | 10:59
Endurtekið efni.
Þessi færsla var áður birt í mars en þar sem ég á marga nýja bloggvini, ætla ég að endurbirta mesta skandal sem ég hef framið.... vonandi ykkur til ánægju.
.
Nú er komið að því. Að segja frá því þegar ég varð mér mest til skammar ever !
.
Þannig var að ég var í útskriftarferð á Mallorca með skólanum mínum fyrir örfáum árum síðan. Nánar tiltekið þegar ég var átján ára gömul. Við krakkarnir fórum fljótlega að venja komur okkar á ákveðinn matsölustað sem skaraði framúr öðrum að okkar mati hvað matseld snerti. Nú, þegar við höfðum komið þar, nokkur kvöld í röð, fengið dýrindis kvöldverð og nokkur eðalvínglös, fannst mér tími til kominn að þakka fyrir mig. Það vita jú allir, sem mig þekkja að ég er óskaplega vel upp alin.
Ég er mjög fín að bjarga mér á enskri tungu, ekki af því ég sé svo flink, heldur af því ég er svo dugleg að búa til orðin sem ég ekki kann.
.
Nema þarna kalla ég á þjóninn og segi "Can i see the cock" ?
Hann horfir á mig stórum augum og spyr "THE COCK" ?!!
YES !! ..... segi ég, afar ánægð með enskukunnáttu þjónsins.
.
Á þessum tímapunkti hins vegar, gat ég ekki skilið hvers vegna krakkarnir við borðið ekki bara hlógu, þau veinuðu og einn henti sér í gólfið og emjaði úr hlátri. Ég hef sennilega verið farin að brosa að háttsemi þeirra en vissi þó ekki hvað olli.
Þjónninn fór þó inn í eldhús og sótti kokkinn og ég þakkaði vel og vandlega fyrir góðan mat.
Þegar krakkarnir gátu stunið upp orði og orði, 10 mínútum seinna, fékk ég að vita hvað ég var raunverulega að biðja þjóninn að sýna mér.
Það er of dónalegt til að segja frá því hérna.
.
Og þetta er ekki bull, þetta er dagsatt.
5.10.2007 | 20:55
Hún vill ekki verða fræg fyrir hor og slummur.
Nú hef ég aðeins verið að velta vöngum og snýta mér......
.
Ef mig langaði nú að verða vinsæl og fræg fyrir eitthvað annað en hrákagjörninga.... hvað kann ég þá svosem ?
Kann að hnoða saman vísu jú.... en verð tæplega fræg fyrir það.
Hugs hugs........Ellý er fræg fyrir erótískar sögur !
.
Kannski gæti ég gefið út phornó-ljóðabók ?
.
5.10.2007 | 12:50
Ég er svo mikil dama.
Í gær vaknaði ég lasin.
Kannski ekki svo mikið að mér annað en hósti, sem engan endi virtist ætla að taka þegar hann á annað borð var byrjaður, og mjög sár.
.
Í einu hóstakastinu fann ég að eitthvað ylvolgt og slímugt kom í munninn á mér.
Ég stökk að bakdyrunum og spýtti slummunni í fögrum boga út á mölina.
.
Síðan þetta gerðist er búið að rigna nánast viðstöðulaust... en enn er slumman þarna, hvít og þykk og bara nokkuð fín...... og komin til að vera.
.
Skyldi hún hafa áhrif á fasteignaverð - og þá til hækkunar eða lækkunar ?
5.10.2007 | 11:40
Og ég tipla á tánum.... tralla lala la.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 343470
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði