Tveir dagar í fyrsta mót sinnar tegundar sem haldið hefur verið í öllum heiminum... Skákmót bloggara með tattoo.

 

Skákmótið okkar bloggara er eftir tvo daga.  Grin   Það viðurkennist hér með að ég hef talið niður dagana, líkt og jólin séu að koma. 

Hugsanir mínar hafa snúist dálítið um undirbúning.  Ég hef ákveðið að undirbúa mig þannig, að æfa mig ekkert.... treysta á byrjendaheppni... sem reynst hefur mörgum hin mesta búbót.

Síðan er planið að tefla villt og galið.......  

.   

 

                  indianfighter_chess

.

 

Í fyrsta leik í öllum skákum, ætla ég að leika riddara Gunnar 1 til Finnur 3,  ef ég er með hvítt.... en með svart er það riddari Bjarni 8 til Ceres 6.    SKÁK !  LoL  Nei, smá spaug til að hræða andstæðingana.

Já,  riddarasóknin er ákveðin.... bara til að sýna mótherjunum að hestarnir mínir eru ótamdir og að það er við öllu að búast af þeim.   Það heitir að tefla villt.   Þau fá síðan að kynnast því hvernig ég tefli galið, þegar þar að kemur...... um nánari útfærslu á því,  þegi ég eins og herforingi.

.

Brattur er búinn að setja upp töfluna, sem segir til um hver á að tefla við hvern.  Í fyrstu umferð á ég að mæta tilvonandi sigurvegaranum, sjálfri Kristjönu.  Blush  Þetta er slóttugt kænskubragð hjá Bratti, sem mér finnst fyllsta ástæða fyrir Halldór eftirlitsdómara að skoða betur.  Kristjana nýtur Dragdrottningarinnar..... þ.e. að ég þarf að taka mína drottningu út af borðinu og setja hana í áhorfendastúku,  meðan sú skák er tefld.  Ég held að ég eigi eftir að sakna drottningarinnar.  Frown

.

 image?id=16167&rendTypeId=4

.

Í skákmótum, skiptir mun meira máli hvernig maður slær á klukkuna, heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir.   Það er hægt að slá fast og ákveðið, jafnvel frekjulega, eins og mig grunar að karlkeppendur eigi eftir að gera...... nú eða mjúkt og lipurt..... þið vitið....

Við klukkusláttinn,  mun ég nýta mér það út í hörgul, að vera skyld Bjarna töframanni. 

Hókus pókus, fílarókus...........Wizard  Ging gang gúllí gúllí.... ging gang gúúú......

.

.

Greyin þegar þau uppgötva að þau eru fallin...... með minna en þrjá.  LoL

 

 

 


Rómantískasta brauð sem ég hef séð.

 

Undanfarnir dagar hafa verið alveg lausir við bull og er nú svo komið að ég er með fráhvörf.  Úr því verður nú bætt….. Rómantík hefur ekki verið stór þáttur í mínu lífi undanfarið.  Tja, nema þegar (róman)-tíkin nuddar sér upp við mig og horfir á mig ástaraugum.  InLoveÞegar þannig er ástatt… þ.e. rómantíkurlítið líf….. þá er rétti tíminn til að rifja upp gamlar minningar.   Rómantík þarf ekki endilega að tengjast ástarsambandi…. hún getur líka tengst vináttu.  Því er a.m.k. þannig farið í tilfellinu sem ég ætla að rifja upp núna.

Vinur minn einn, útlendingur, bauð mér í kaffi í ársbyrjun 2006.  Þessi strákur er lífvörðurinn minn…. eða svo segir hann.   Mér líkar vel við nokkra útlendinga.... en viðurkenni alveg að ég er skeptísk á allan þennan straum erlends vinnuafls, á svo stuttum tíma.  Held að þetta endi með því að við töpum sérkennum okkar, Íslendingar.   Þá ætla ég að flytja til Vestfjarða. Wink    Jæja.... aftur að efninu; 

Ekki er nú ákaflega fréttnæmt að vera boðið í kaffi…. en ég er viss um að ekki hafa margir fengið meðlæti, sambærilegt við það sem hann gaf mér þarna.

.

 Ætla að sýna ykkur……….   .

.

Mynd(25)

Maður er það sem maður borðar....

.

Lífvörðurinn minn á kærustu og ég vona að hún fái svona kræsingar á hverjum degi.  Krúttilegt ! 


Þakkir.

 

Gillí frænka mín bað mig að skila innilegu þakklæti til ykkar allra, sem voruð svo dugleg að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar, til að átakið hlyti umfjöllun í fjölmiðlum.... og vonandi innan ríkisstjórnarinnar líka.

.

Það er styrkur okkar sem fámennrar þjóðar, að okkur er svo eiginlegt og eðlilegt að standa saman þegar á þarf að halda. 

Nú hætti ég..... er farin að hljóma eins og forsetinn !

.

Við ætlum svo að horfa á fréttirnar í kvöld.....

.

.

Albúm 255

.

.

Ég hef komist að því undanfarna daga, að Ísland er stútfullt af kvenhetjum.

Gillí og Þórdís Tinna eru þvílíkar hetjur.  Það er einnig bloggvinkona mín, hún Ragnheiður.

Ragnheiður missti son sinn nýlega.  Hún á samúð mína alla.  

Það er ótrúleg kona, sem tekur þátt í að  vekja athygli á kjörum annarra, daginn fyrir útför sonar síns, eins og hún gerði í gær.  Innilegar þakkir Ragnheiður.  Heart  Þú ert engri lík.

.

Ég bið ykkur að fara inn á síðuna hennar og kveikja á kertum, fyrir son hennar, Hilmar.

.

Albúm 21

 

 


Vinsamlega sendið eftirfarandi texta á póstföngin hér fyrir neðan kl. 10-12 þann 4. september 2007.

 

....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... 

Meðfylgjandi eru slóðir á tvær, alvarlega veikar, ungar konur........... sem þurfa í ofanálag að kljást við verulega tekjuskerðingu.  

 

http://www.blog.central.is/gislina 

http://thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/

 

.

------------------------------------------------------

síðan er bara að senda þetta á:

.

postur@fel.stjr.is

postur@htr.stjr.is

gudlaugurthor@althingi.is

 

ÞÚSUND OG EITT TAKK FYRIR AÐ VERA MEÐ.  WinkInLove  Kissing


Áskorun.....

Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir á hversu gott við höfum það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.

Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.

Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er  Gíslína Erlendsdóttir  með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi  milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt  tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi  texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.

Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd að þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færslur Þórdísar Tinnu og Gíslínu.

 Póstfang félagsmálaráðuneytis er  postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is

Kommmmma sooooo krakkar. Verum skynsöm og sýnum samstöðu í verki. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.



Raja Yoga hugleiðsla.

 

Í dag kynntist ég nýjum fræðum..... Raja Yoga.... á þriggja tíma námskeiði í Reykholtsdalnum.  Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun...... og þessvegna er ég að deila því með ykkur hér.   Afar hollt fyrir sálina.....

.

Brahma%20Kumaris%20Sunset 

.

 

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklings á sínu innra sjálfi og eiginleikum þess í gegnum þögn. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Þið getið haft samband við Lótushús eða skoðað heimasíðu þeirra.... 

 http://www.lotushus.is/index.htm

 

 

 


Hann stakk mig af.

 

 

Í gærkvöldi fór ég á Ljósanótt, eins og 39.999 aðrir.  Fór ein með sjálfri mér.  Af tónleikunum fannst mér þrír flytjendur mjög góðir...... Ljótu hálfvitarnir....... hljómsveit sem ég kæmist aldrei í, þar sem ég er hvorki ljót né hálfviti.......Jógvan og svo súperstjarnan Garðar Thor Cortes.  Hann er ótrúlega góður....alveg megagóður.   Reyndar varð ég fyrir truflun þegar hann var að syngja.  Fullorðinn maður kom og tók sér stöðu rétt hjá mér.  Ég tók eftir því að hann hélt um höfuðið og var að spá í hvort hann væri meiddur eða eitthvað.  Síðan fór hann að baða út öllum öngum.  Hann stjórnaði Garðari á köflum, klappaði saman höndunum, setti hendurnar upp eins og hann væri að ákalla himininn og svo brást það ekki að þegar hæstu tónarnir komu frá herra Cortes, þá greip maðurinn um höfuð sér..... svona eins og hann væri að reyna að ýta tónunum inn í kollinn...... því hærri tónar, því fastar þrýsti hann á hausinn.   Svo mikið handapat var um tíma á manninum að ég þurfti að færa mig, til að verða ekki lamin.  Þessi maður truflaði semsagt mig og alla aðra í kringum sig...... en samt var ekki annað hægt en að brosa.  Smile  Þvílík innlifun.

.

pic

.

 

Klukkan hálfeitt, ákvað ég að nóg væri komið.  Fór í bílinn og hugsaði með mér að heimkoma yrði um tvöleytið.  Það fór þó ekki svo.  Um tvöleytið var ég við Grindavíkurafleggjara.... fjúff..... einnoghálfan tíma að keyra smáspöl.  Á Reykjanesbrautinni keyrði ég fram hjá gangandi vegfaranda, strák, sem virtist ætla að ganga til Reykjavíkur.  Svo hugsaði ég ekki meira um það...... nema 7-8 mínútum síðar, arkar strákur framúr mér........ og hverfur.  Gasp   Það tók mig heilar 5 mínútur að ná honum aftur !  

 


Unga kynslóðin.

 

Fyrir tilviljun heyrði ég samtal tveggja drengja hérna úti:

.

Strákur A

-Ef ég væri í eyðimörk og það væri bara einn pollur, myndi ég pottþétt drekka hann allan.

Strákur B

- Ekki ef pollurinn væri rosalega stór !

.

Síðan hjóluðu þeir í burtu......

Miklar pælingar í gangi greinilega.  Smile

.

desert-saoudien

 


Verðlaunin - Riddari með regnhlíf.

 

Nú er slétt vika, þar til skákmót bloggara með tattoo fer fram með pompi og prakt.  Hver pompar ?  Ég held að það verði Edda.  Það er hefð fyrir því hjá fegurðardrottningum, og jafnvel alheimsfegurðardrottningum, að pompa á rassinn.

.

Mér er bæði ljúft og nátengt að upplýsa,, enn og aftur, að verðlaun á skákmóti bloggara með tattoo, eiga að vera af lakara taginu.  Heimatilbúin eða hugarsmíð, veidd eða sungin.

.

Mín verðlaun standa vissulega undir því, að vera af allökustu tegund.  Þau eru svo ljót að ég sárvorkenni þeim sem þau hlýtur.  Veit samt ekki ennþá hver verður svo óheppinn.  LoL

.

Hahahahahaha...... LoL...... afsakið....... er að jafna mig.

.

Jæja...... saga verðlaunagrips míns, sem heitir Riddari með regnhlíf, er harla ómerkileg.  Hún hefst þegar ég,,  ung stúlka í grunnskóla, kemst að því að listamannshæfileikar mínir eru langt undir eðlilegum mörkum.  Og hún endar á þeim tímapunkti, þegar óheyrilega miklir stríðnistaktar taka völdin fyrir viku síðan...... og ég ákveð að mála mynd í verðlaun.

.

Ætla að sækja draslið........

.

erro.preview

.

Æ, ekki þessi.  Mér fannst hún eitthvað svo ruglingsleg og ég hef sennilega verið undir fullmiklum áhrifum frá Erro..... svo ég gerði aðra...........

.

.

.Albúm 0026

.

Listamannslufsan setti þarna á striga riddara, sem  tengingu við skáklistina og skírskotar einnig í hestamannseðli hönnuðar.  Þar sem óvenjumikil rigningartíð hefur verið undanfarið, þótti við hæfi að setja regnhlíf þannig að verkið samsamaði sér í tíma og rúmi.   Blái liturinn táknar allt nema Sjálfstæðisflokkinn.

 

 


Hjálp í viðlögum.

 

Hrækja skal á mann......

.

Bag

.

.

 

....... þegar það er kviknað í skegginu hans.

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband