25.6.2007 | 21:43
Þú hefur verið blekkt/ur.
Maður á að miðla af reynslu sinni.
Nú vill svo til að ég er kona með reynslu af höfuðhöggi.
Þar með vil ég koma því á framfæri að það er bara plat að fólk sjái stjörnur við þessar aðstæður.
Ekki ein einasta stjarna.
24.6.2007 | 22:31
Sex spor.
Ég vann ferðina til Vestmannaeyja og hún varð vendipunktur í mínu lífi. Í sakleysi mínu var ég að dansa þegar kona dettur beint fyrir aftan mig og kippti undan mér fótunum þannig að ég flaug á hnakkann og úps !!! GAT á hausinn minn.
Þá komu þrjár löggur og handtóku mig. Það var frekar gaman. Löggan keyrði mig á spítalann. Síðan var stefnumót við lækninn sem því miður var kvenkyns. Já, maður fær ekki öllu ráðið. Ekki á óskalistanum. Jæja, daman setti sex spor í hausinn á mér og núna er ég sem ný.
Í gær tróð ég svo upp með Árna Johnsen. Hann kom og spilaði fyrir okkur kjellurnar. Ég hafði fjárfest í gítar einum, fyrr um daginn. Svona pínulitlum gítar en samt nógu stórum til að taka lagið með stráknum. Núna erum við búin að stofna dúett - eða hljómsveit. Allir sem eru fúlir út í strák fyrir þjófnað, hætti því strax. Kallinn er húmoristi og þá má hann eiginlega allt. Það er bara þannig. Skemmtilegur kall.
Eigum við að kjósa aftur ?
Spil og leikir | Breytt 27.6.2007 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
21.6.2007 | 17:29
Glæsileg verðlaun.
Í tilefni af tuttuguþúsundustu flettingunni á bullinu, verða nú veitt vegleg verðlaun.
Hinn heppni hlýtur ferð fyrir einn til Vestmannaeyja í fyrramálið. Innifalin er hótelgisting í tvær nætur, skoðunarferðir, veislumatur, hellaskoðun og eintóm gleði.
Og sá heppni eeeeer..... trommusóló, bomm bomm bomm...... ANNA EINARSDÓTTIR !
Þvílík endemis lukka.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.6.2007 | 08:38
Bloggvinabálkur....
Svampur Sveinsson ægilegur
en stundum var hann þægilegur
oft kerlingar frusu
er fengu á sig gusu
mér fannst kauði hlægilegur.
Hugarfluga fallegt fljóð
finnst mér vænt um hana
á hún skilið ástarljóð
er prýði meðal svana
Sæmundur er gamall granni
gat hann alveg teflt
segi því með fullum sanni
sá hafi andann eflt.
Gillí frænka er ferlega klár
og fyndin, ættgengt mun það vera.
Ég vona að hún lifi í 100 ár
því endalaust er hún gott að gera.
Jenný mín hún bloggar margt
mig setur hún á gat
pistlar fjórir fyrripart
og fimm svo eftir mat
Af bloggvinum á Heiða hauga
en hefur engan mann.
Gæskan er með glóðarauga
hver gaf henni á´ann ?
Ef ég Eva hitti þig
er geng ég niður veginn
skaltu kjella knúsa mig
og kyssa báðum megin
Bratti ég lofa litlu kvæði
því ljóðelskur karlinn er
maðurinn er algjört æði
í uppáhaldi hjá mér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.6.2007 | 20:17
Fann dóna !
Hér er það netlögreglan sem ritar.
Í dag kom ég upp um dóna.
Ég var að leita að ákveðnum aðila á blogginu í dag og tek það fram, svo ekki komist af stað einhver útbreiddur misskilningur, að maðurinn er líklega á sjötugsaldri, frekar en áttræðis. Áhugi minn á honum var altså bundinn við hans bundna mál.
Jæja, þar sem ég mundi bara fyrra nafnið mannsins sem ég leitaði og hann er ekki einn af mínum bloggvinum, smellti ég mér í bloggleit. Það leiddi til þess að ég datt alveg óvart inn á nýstofnaða klámsíðu. Ojojojoojjjjj. Svona gera menn bara ekki.
Ég auðvitað skoðaði hana vel og vandlega til að vera viss um að þetta væri klám en ekki erótík. Ekki var um að villast. Þá sendi ég póst á mbl-stjórann og var augljóslega fyrst með fréttirnar. Ekki fékk ég nú fundarverðlaun eða neitt svoleiðis. Núna er ég að reyna að láta ekki valdið stíga mér til höfuðs.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2007 | 20:08
Vinkona mín.
Besta vinkona mín fór í heilaskanna um daginn og þeir fundu ekkert. Já, trúið mér bara, þeir fundu AKKÚRAT EKKERT ! Ekki eina baun.
Við erum ekkert smá mikið búnar að hlægja að þessu, vinkonurnar. Við erum þá ekki að hlægja að henni. Nei nei, það er bara mesta furða hvað stelpan er, miðað við tómahljóðið í höfði hennar.
Fyrir mig er málið öllu verr vaxið. Að ég skuli hafa átt bestu vinkonu í 30 ár og aldrei tekið eftir því að hún er með EKKERT í kollinum, er vissulega áfellisdómur yfir dómgreind minni.
Ég er örugglega ljóska inn við beinið.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2007 | 00:24
Ábót á róbótasögu.
Þegar ég átti afmæli síðast, gaf mamma mér sóp-róbót í afmælisgjöf. Það gerði hún líklega af vorkunsemi við mig. Ómögulegt að dóttirin þurfi alein að sjá um öll húsverkin. Enda kom það á daginn að ég var hæstánægð. Mér fannst svo heimilislegt að hlusta á "kallinn" minn sinna húsverkunum meðan ég lá í baði og svoleiðis.
Já, ég var ánægð í einhvern tíma. Síðan lá leið mín til Reykjavíkurhrepps. Í Kringlunni sá ég aðra tegund af sóp-róbót. Sá var þeim eiginleikum gæddur að hann ekki bara sópaði rusli og ló saman, hann ryksugaði beinlínis allt upp. Ó ó ! Ekki get ég nú sagt að mamma hafi haft mikinn metnað fyrir dótturinnar hönd.
Hún gaf mér VERKAMANNA-SÓP-RÓBÓT ! En þarna sá ég VERKFRÆÐINGS-SÓP-RÓBÓT.
MAMMA !!! Hvað ertu að pæla !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2007 | 19:58
LEIKUR... og hættiði svo að tuða um flokkunina !
Í gær fór ég í Laugardalshöllina og sá strákana mína vinna Serbalufsurnar. Það var sko enginn vandi. Eitthvað var farið að hitna í hamsinum á fólkinu því allir voru komnir í sandala og ermalausa boli. Ég fór reyndar úr mínum bol en var svo heppin að vera í öðrum innanundir. Þið hefðuð átt að sjá vonbrigðin á ásjónu gæjanna fyrir aftan mig þegar sú staðreynd blasti við þeim.
Greyin,, alltaf að tapa.
Í fyrri hálfleik hvatti ég strákana mína ;
"Ísland" klapp klapp klapp og "Áááááfram Ísland" klapp klapp klapp klapp klapp. Það var alveg sama hvað ég hrópaði, ég heyrði ekki einu sinni í sjálfri mér, hvað þá að mér hafi dottið sú vitleysa í hug að strákarnir heyrðu Íslandið mitt.
Hins vegar kom annað hljóð í litla kroppinn í síðari hálfleik. Þá varð ég svo æst eitthvað að ég orgaði eins og ljón. Uppgötvaði þennan líka fína barítón í sjálfri mér. Held að það hafi verið þá sem við sigldum framúr lufsunum og náðum sex marka forskoti.
Nú er næsta skref að sækja um inngöngu í karlakórinn Heimi og karlakór Hreppamanna til vara. Þar á ég væntanlega eftir að slá í gegn á ýmsum sviðum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.6.2007 | 12:15
Anna, Þór og Heiður.
Ég hef aldrei getað skilið af hverju mér er alltaf kennt um þegar fólk hefur ekki tíma.
"Nei, ég hef ekki komist í þetta vegna anna."
Það eru heldur ekki sældardagar hjá Þór greyinu, löggan tekur hvern einasta ökuÞór sem á vegi þeirra verður.
Svo minnist maður ekki ógrátandi á Heiði.
Hversu margir hafa ekki sagst hafa farið uppá hana ?
Spil og leikir | Breytt 18.6.2007 kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.6.2007 | 23:25
Snjall kall.
Tveir félagar voru á gangi niður Laugaveginn. Skyndilega kemur ræningi og heimtar alla peningana þeirra. Þeir byrja að tæma vasa og telja uppúr veskjum sínum. Rétt áður en þeir afhenda féð, snýr annar sér að hinum, réttir honum tíuþúsundkall og segir: "hérna er það sem ég skuldaði þér".
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði