Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.5.2010 | 15:49
Vanhæfir flokkar.
Þegar íslenska handboltalandsliðið spilar á heimsmeistaramótum, stendur þjóðin öll á bakvið strákana. Þá stöndum við saman, Íslendingar. En það er u.þ.b. í eina skiptið sem þjóðin stendur saman.
Við rekstur okkar sameiginlega fyrirtækis, ríkisins, er hver höndin upp á móti annarri.
Nokkrir flokkar sjá um að reka "fyrirtækið" Ísland og þeir gera það ekki í neinni sátt. Leðjuslagur á milli flokka yfirtekur alla umræðu á Alþingi og hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir hagsmunum flokkanna.
Hvaða vit er í svona rekstri ?
.
.
Hefur engum dottið í hug að reka samfélagið eins og fyrirtæki ?
Við kjósum okkur framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og stjórn og þau ráða síðan inn hæfa sérfræðinga til að leysa ýmis flókin mál í rekstrinum. Þau myndu vera - ólíkt núverandi skipulagi - öll í sama liði.
Hagsmunir þjóðarinnar væri sameiginlegt markmið þeirra.
Nú segja einhverjir að þetta sé ekki hægt. En flest er framkvæmanlegt, sé til þess vilji. Og við erum komin á þann tímapunkt að við verðum að breyta.
Tíunda stærsta fyrirtæki heims árið 2009 er fyrirtækið Toyota í Japan. Þar starfa 320.000 manns. Svipaður fjöldi og öll íslenska þjóðin. Smæðin í íslensku samfélagi hefur reynst okkur dýrkeypt en við getum líka nýtt okkur hana á jákvæðan hátt.
Breytum stjórnarháttum á Íslandi og förum að standa saman.
Leggjum niður flokkakerfið.
.
.
Hér er afar áhugaverð grein Illuga Jökulssonar um klíkuskap.
Hér skrifar Daði Ingólfsson en hann var gestur í Silfri Egils um helgina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2010 | 11:08
FORRÉTTINDI ALDREI LÁTIN AF HENDI ÁTAKALAUST
Þorvaldur Logason, meistaragráðunemi í félagsfræði, kynnti áhugavert sjónarhorn á spillingu í Silfri Egils um helgina.
Þorvaldur talaði um kerfislæga og kapítalíska spillingu.
.
.
Hún gengur yfirleitt alltaf út á það sama:
Að vernda séreignarréttinn.
Að hamla gegn almannavaldi yfir auðlindum.
Að tryggja útvöldum einhver gæði með valdboði lýðræðiskerfisins eða efnahagslegu valdi á markaði.
Að ná tökum á framkvæmdavaldinu.
Að manna dómskerfið sínum mönnum.
Að tryggja forréttndahópum / valdahópum refsileysi (þeir lifa ofar lögum og stígvélaþjófar og eiturlyfjaneytendur fylla fangelsin.)
Alls kyns aðstöðubrask og jafnvel lagasetning utan um sérhagsmuni er síðan dulbúin og sveipuð einhverju stagli töskuberanna sem bíða eftir að molar hrjóti af borðum forréttindastéttarinnar. Sérhagsmunir eru kynntir sem almannahagsmunir með pöntuðum álitum sérfræðinga.
Afraksturinn er að þriðjungur þjóðarinnar vill kjósa yfir sig ræningjana sem aldrei iðrast.
Engum blöðum er um það að fletta að Sjálfstæðisflokkurinn var um áratuga skeið brjóstvörn, sverð og skjöldur þeirra sem stunduðu sjálftöku tekna og eigna.
Þeir notuðu meira að segja opinbert skattfé til að launa leppum sínum með þóknunum eða embættum.
Þessir sömu sjálfstæðismenn vilja ekki greiða erlendar skuldir sínar en vilja engu að síður að lágt launaður almenningur hjálpi þeim við að niðurgreiða skuldir nú.
Munum, að þeir sem búa við forréttindi láta þau aldrei af hendi átakalaust.
.
8.1.2010 | 12:28
Skylduhlustun.
Í dag er ég dálítið komin niður á jörðina aftur og tel að hattaátið mitt í gær hafi stafað af óeðlilega miklu bjartsýniskasti þess sem vonar að allt verði aftur með eðlilegum hætti á Íslandi, eins og var fyrir u.þ.b. 20 árum.
Í miðju stormsins er ekki auðvelt að vita hvaðan á sig stendur veðrið.
Fárviðrið í íslenskri pólitík er þvílíkt að maður skilur oft ekkert hvað snýr upp og hvað snýr niður.
En mér finnst ég mikils vísari eftir hlustun á Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur í Speglinum. (neðst á síðunni hjá Láru Hönnu)
Skylduhlustun fyrir þá sem vilja gera sér grein fyrir hvaða meðölum valdaklíkurnar beita.
.
.
Ef við kjósum að loka bæði augum og eyrum gæti farið svona fyrir okkur:
(tekið úr kommentum við norska blaðagrein)
.
Vi skaper ett land med 6 landsdeler: Oslofjord-området, Innlandet, Sørlandet, Vestlandet, Midt-Norge, Nord-Norge og Island. Island er fulle av ressurser både til lands og til havs og det passer godt med våre kunnskaper og næringer. Og vi har masse penger som nettopp kunne brukes til denne fantastiske investeringen til spottpris nå. Så lar vi islandingene stemme over det, og vi kommer til å få et rungende JA! Jeg gjentar: den beste investeringen Norge noensinne får sjansen til å gjøre.
.
Vennlig hilsen,
Anna Einarsdóttir
Islandsk Afdölum nummer 89,
Norge.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2010 | 11:33
Ég er Ragnar Reykás í þessu máli.
Eru heilladísirnar að snúast á sveif með okkur Íslendingum ?
Það skyldi þó aldrei vera að ég þyrfti að éta hattinn minn og viðurkenna mistök mín þegar að ég hélt forseta vera að klúðra feitt með synjun undirskriftar á lögin um Icesave.
En mögulega verður þessi óvenjulega aðgerð forsetans til þess að vekja svo mikla athygli umheimsins á okkur og okkar málstað að af hljótist eitthvað gott.
Síðan má náttúrulega nudda Bretum upp úr þeirri staðreynd að sjónarmið Breta hafi verið önnur í deilu við yfirvöld á Ermasundseyjunum Mön og Guernsey þar sem breska ríkisstjórnin neitaði að ábyrgjast innistæður breskra útibúa, meðal annars vegna þess að þeir hefðu ekki notið fjármagnstekna af þeim en Breska ríkisstjórnin hirti einmitt 40% fjármagnstekjuskatt af Icesave reikningunum í Bretlandi.
.
Nú verð ég að hætta........ þarf að éta hattinn minn.
.
.
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
5.1.2010 | 16:38
Ég er miður mín yfir atburðum dagsins.
Og ég spyr sjálfa mig;
Er þetta vonlaus barátta hins heiðarlega íslendings fyrir mannsæmandi lífi við gríðarlega spillta valdaklíku sem hefur sankað að sér auðlindum og fé samborgaranna ?
Ég var alltaf á móti pólitískum forseta en hef sýnt honum virðingu fram að þessu.
Hvað er hann búinn að gera þjóð sinni ?
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/05/hollenskir_stjornmalamenn_hardordir/
http://www.visir.is/article/20100105/VIDSKIPTI06/986037520/-1
.
.
4.1.2010 | 12:08
Hverjar verða hugsanlega afleiðingarnar ef Icesave verður hafnað ?
Ég hef verið að vafra um netið og lesa skoðanir fólks um Icesave.
Þjóðin er klofin, það er ljóst.
Mér finnst athyglisvert ef rétt reynist að fulltrúar Indefence, þeir átta karlmenn sem hittu forsetann, eru fjórir flokksbundnir Framsóknarmenn og fjórir flokksbundnir Sjálfstæðismenn.
En kæmi svosem ekki á óvart. Það er bullandi valdabarátta í gangi.
.
Mbl.is/Ómar.
.
Eina athugasemd las ég, sem mér þótti verulega þess virði að ígrunda;
.
"Það liggur algjörlega ljóst fyrir og það er hreint ótrúlegt hvað fólk er heimskt að skilja það ekki að ef að samning um Icesave er hafnað jafngildir það greiðslufalli. Það þýðir junk bond status á alla fjármálagerninga með ábyrgð íslenska ríkisins. Það þýðir hrun Landsvirkjunar, Orkuveitunnar, lokun á gjaldeyrisviðskipti við útlönd og í kjölfar spark út úr EES sem þýðir að við getum ekki einu sinni selt fiskinn sem við veiðum á sómasamlegum verðum.
Það er hreint ótrúlegt að ábyrgðaleysi hjá Sigmundi Davíð og pakkinu í kringum hann að ætla að taka áhættu á að koma þessari atburðarrás af stað".
.
Erum við að sigla inn í allrosalega kreppu ?
Vonandi ekki.
.
Ekkert við frestinum að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.12.2009 | 13:01
Örþrifaráð gerenda hrunsins.
Mér virðist sem farið sé að hitna undir þeim er áttu hvað mesta sök á efnahagshruni þjóðarinnar enda einungis mánuður þar til skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á að birtast.
Eins og Björn Valur Gíslason bendir á, á Vísi.is eru bein og sterk tengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og Björgólfsfeðganna:
Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu af hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær.
Björn Valur fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi. Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna. Það er ekki mjög traustvekjandi."
.
.
Við, réttsýnir íslendingar, megum ekki láta blekkjast af pólitísku upphlaupi stjórnarandstöðunnar. Komist Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, þeir sem "seldu" bankana til þáverandi og núverandi vina sinna, til valda núna, þá þykir mér sýnt að rannsókn á verkum þeirra verði aldrei birt. Og þá munu þeir væntanlega hylma yfir með vinum sínum, útrásarvíkingunum.
.
Það má ekki gerast. Við verðum að uppræta spillinguna. Annars er allt unnið fyrir gýg.
.
Vilja sjá tölvupóstana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2009 | 11:21
Maybe I should have.
Stikla úr heimildarmynd Gunnars Sigurðssonar og Lilju Skaftadóttur.
Og Lára Hanna skrifar athyglisverðan pistil um Rödd og raddleysi almennings á Íslandi.
Lára Hanna er að mínu viti langbesti bloggari landsins og ég er líklega ekki ein um það álit, þar sem hún er efst á vinsældarlista Moggabloggsins.
Svo spillir ekki fyrir að ég er nánast undantekningarlaust sammála henni.
Mér finnst ég og Lára Hanna hafa réttar skoðanir.
Ætli þeim sem hafa vitlausar skoðanir, finnist það aldrei sjálfum ?
Það má nefnilega skipta um skoðun !
.
20.10.2009 | 20:38
Icesave á mannamáli.
Ég er ekki að fatta fyrirbrigðin í Sjálfstæðisflokknum.
Icesave málið er nokkurn veginn svona skv. mínum skilningi í einföldu máli;
Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn landsins í 18 ár og notar þann tíma m.a. til að rýmka um reglur er lúta að ábyrgð á eigin atvinnustarfsemi, sbr. innleiðing eignarhaldsfélaga.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn selja einkavinum sínum bankana.
Bankarnir þenjast út og talsmaður Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn heldur sérstök námskeið þar sem hann mærir útrásina.
Vinur hans, Davíð, hrópar jafnframt HÚRRA fyrir bankamönnunum.
Bankarnir hrynja.
Í nóvember, um það leyti sem skrifað er undir lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands, undirrita Davíð Oddsson og Árni Matthiesen viljayfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."
Samningur þeirra Sjálfstæðismanna hljóðaði upp á 1300 milljarða að frádregnum eigum Landsbankans gamla og rúmlega 6% vexti, auk styttri samningstíma.
Núverandi ríkisstjórn hefur náð samningi sem hljóðar upp á 600 milljarða að frádregnum eigum Landsbankans gamla og rúmlega 5% vexti, auk lengri samningstíma.
.
Ávinningur af þrotlausu starfi núverandi ríkisstjórnar fyrir íslenska þjóð, er því 700 milljarðar auk lækkunar vaxta ! Geri aðrir betur. Þegar eignir gamla Landsbanka hafa verið teknar upp í, ásamt vöxtum, er áætlað að við greiðum 250-300 milljarða af þessu bévítans Icesave.
Mig dreymir um að stór hluti þess náist til baka þegar við handtökum útrásarvíkingana sem hafa ekki einungis stolið frá okkur, heldur eyðilagt orðspor Íslands með taumlausri græðgi sinni.
En þá komum við að því sem ég ekki skil.
Hvernig í ósköpunum geta Sjálfstæðismenn látið út úr sér þá vitleysu að þeir beri enga ábyrgð á óförum íslensku þjóðarinnar ?
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eiga Icesave !
Þeir væla þessa dagana um að ekki megi ræða fortíðina... Þeir nota uppnefni og upphrópanir eins og nornaveiðar - Heilög Jóhanna - Steingarmur - kommúnistar - bla bla bla............
Verum á verði.
Sjálfstæðismenn eru að gera tilraun til að endurskrifa söguna og í þeirra útgáfu er Rauðhetta orðin landráðamaður en úlfurinn er bara strípaður hani.
.
.
Icesave ekki á dagskrá í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2009 | 11:50
Matreiðslumeistararnir Davíð og Jón Ásgeir.
I am back.
Átti einn viðburðarríkasta mánuð ævi minnar sem innihélt yndislegar gleðistundir en einnig sorgarstundir. Eignaðist frábæran mann en missti afskaplega góðhjartaðan og skemmtilegan tengdaföður.
En svona er jú lífið...... blanda af gleði og sorg.
--------------
Það var afar gott að sleppa við íslenskar fréttir í tvær vikur. Íslenskar fréttir sem annars vegar eru "matreiddar" af Davíð Oddssyni og hins vegar af Jóni Ásgeiri. Hvað hefur breyst á Íslandi ?
Ég er ekki áskrifandi af Morgunblaðinu en les það endrum og eins. Mér fannst föstudagsblaðið síðasta vera öðruvísi blað heldur en þau sem ég las fyrir mánuði. Það var LITAÐ.
Hvernig í veröldinni á íslensk alþjóð að geta myndað sér heilbrigðar skoðanir á stjórnmálunum meðan fréttir eru afbakaðar og matreiddar af stjórnmálaflokkum og útrásarvíkingum ofan í fólk ?
-------------
Tökum t.d. Icesave málið. Þingmenn okkar eru sumir hverjir ekki að vinna að hag landsins eins og þeim ber. Nei, þeir taka eigin vinsældir framyfir allt annað og segja ekki endilega sannleikann til að afla sér vinsældanna.
Svona er minn skilningur á Icesave-málinu en það tók mig langan tíma að fá þennan skilning og hann varð ekki til í gegnum fjölmiðla;
Útrásarfíflin komu okkur í 1300 milljarða króna skuld á örfáum mánuðum. Sjálfstæðismenn skrifuðu upp á það, fyrir u.þ.b. ári síðan, að við Íslendingar myndum greiða þessa skuld. Síðan koma kosningar og ný ríkisstjórn. Steingrímur og félagar ná að semja skuldina niður í ca. 600 milljarða, mínus einhverjar eignir gamla Landsbanka. Alþingi samþykkir samninginn með ákveðnum fyrirvörum. Meðal annars að greiðslubyrði sé aldrei meiri en 6% af hagvexti. Þá er farið og rætt við Hollendinga/Breta. Þeir fallast ekki á alla fyrirvarana og sérstaklega fer fyrir brjóstið á þeim fyrirvarinn um að ríkisábyrgð falli niður árið 2024. Þeir spyrja sig; "Munu ekki íslendingar sjá til þess að hagvöxtur sé 0% fram til ársins 2024 og þannig komast hjá því að greiða"? Það er eðlilegt að þeir vilji tryggja sig því ríkissjóður þeirra hefur þegar greitt peningana út til fólksins, þ.e. Breta og Hollendinga. Fyrirtæki og félagasamtök fengu ekkert.
Nú er það þannig að Icesave gjaldfellur eftir 3 vikur. Gjaldfalli það, skuldum við alla 1300 milljarðana. Þá munu lánalínur lokast. Hugsanlega enginn innflutningur, ekkert internet o.s.frv.
Við verðum skv. mínum skilningi útskúfuð þjóð.
Nú skulum við fylgjast vel með þingmönnum okkar næstu vikurnar.
Munu þeir velja leiðina; 1300 milljarða skuld, gjaldfallin strax + útskúfun úr alþjóðlegu samfélagi með tilheyrandi einangrun og kreppu ? (því skuldin þeirra Landsbankamanna; Sigurjóns Þ. Árnasonar, Halldórs J. Kristjánssonar og Kjartans Gunnarssonar sem vill nú svo til að er einkavinur Davíðs Oddssonar, fer ekkert hvort sem okkur líkar betur eða verr)
Eða munu þeir velja leiðina; 600 milljarða skuld mínus eignir gamla Landsbanka + tími og tækifæri til að vinna þjóðina upp úr kreppunni + áframhaldandi samskipti við aðrar þjóðir + innflutningur á lyfjum, matvælum o.fl. ?
Hversu langt aftur í fortíð erum við tilbúin að fara ?
.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2009 kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði