Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fariđ varlega.

 

Margir Íslendingar eiga um sárt ađ binda, vegna fjölmargra slysa undanfarna daga.

Međ hluttekningu kveiki ég á kerti og biđ ykkur jafnframt um ađ fara varlega í umferđinni.

.

candle 

.


Gillí - kveđja.

 

Elsku Gillí mín.

Ég skrifa ţér bréf, vegna ţess ađ viđ rćddum um líf eftir dauđann, ţú og ég, og vorum sammála um ađ svo hlyti ađ vera.  Áttum samtal um sálina og ódauđleika hennar.  Ađ hafa ţá trú er hjálparmeđal í andstreymi og áföllum lífsins.   

Mínar fyrstu minningar um ţig voru ţegar ég heyrđi einhvern segja ađ ţú borđađir flugur ţegar ţú varst lítil.  Ţađ fannst mér, líklega sex ára gamalli, alveg stórmerkilegt og ég horfđi á ţig međ andukt.  Ađeins síđar á ćvinni fékkstu gleraugu.  Ţau voru líka tilefni mikilla heilabrota og fannst okkur krökkunum ţú verđa ögn merkilegri en viđ, međ ţennan útbúnađ.  Ekki ţekkti ég ţig svo náiđ á ţessum árum, enda ţriggja ára aldursmunur og á međan ţú lékst ţér viđ Ţorbjörgu, lék ég viđ Rósu, Halldór og Ţorgeir.  Tíminn leiđ, viđ urđum eldri og áttum okkar líf á sitt hvorum stađnum.

Áriđ 2000 stofnuđu ţú og Palli, Ţorgeir og fleiri, Golfklúbb Guttorms tudda.  Ţar byrjuđum viđ ađ endurnýja kynnin Gillí mín.  Viđ hittumst í keilu og billjard, badminton, félagsvist og á árshátíđum.  Ţarna naust ţú ţín vel enda varstu sérlega góđ í hinum ýmsu íţróttagreinum og viđ hlógum oft ađ miklu keppnisskapi hvorrar annarrar.  Ţú lifđir mjög heilbrigđu lífi og ţađ varst líka langoftast ţú sem hampađir Stássuhorninu, verđlaunum fyrir bestan samanlagđan árangur í íţróttum ársins innan Guttorms.  Ţú varst gjaldkeri og skipulagđir árshátíđir og varst ćtíđ hrókur alls fagnađar.  Ţađ má segja ađ í Golfklúbbnum hafi notiđ sín flestir ţínir bestu eiginleikar; dugnađur, kraftur, skipulagshćfileikar, leikni í hinum ýmsu íţróttagreinum, glađlyndi og gott skopskyn.  Ţú varst nćstum alltaf brosandi ţínu fallega brosi. 

.

Gillí_brudkaup

.

Mest kynntumst viđ ţetta síđasta ár Gillí, ţegar ţú leiddir mig inn í heim bloggsins.  Á ţeim vettvangi áttum viđ nánast dagleg samskipti.  Gefandi, skemmtileg samskipti.  Ţú hafđir mjög ákveđnar skođanir á málum og ađ mínu mati heilbrigđar, varst fljúgandi góđur penni og kímnigáfan skein í gegn.  Ţú skrifađir um baráttu ţína af ţvílíku ćđruleysi og svo heiđarlega, hreint og beint, ađ eftir var tekiđ.  Ţú varst gríđarleg baráttukona Gillí mín og fyrir ţađ áttu ađdáun margra. 

Ferđinni okkar til Barcelona í sumar, gleymi ég aldrei.  Sú ferđ verđur stađsett međ öđrum perlum í minningasjóđi okkar samferđamannanna.  Í minningasjóđnum á brúđkaupsdagur ykkar Palla líka heiđurssess, sem og kvöldiđ sem viđ sátum, ţú og ég, og rćddum um lífiđ, tilveruna og dauđann. Nú kveđ ég ţig í bili Gillí mín, međ miklum söknuđi.  Ţú varst einstök í ţessu lífi.  Viđ hittumst svo síđar.

Stórt knús frá lítilli frćnku. 

.

Gillí_blogg


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband