Færsluflokkur: Spaugilegt
7.4.2010 | 22:10
Kæruleysistaflan.
Þar sem minn maður er tölvulaus á spítala, get ég alveg bloggað um vitleysuna sem valt upp úr honum í dag.
Forsaga málsins er sú að verið var að fjarlægja gallana úr honum og kom þá í ljós að þeir reyndust óvenjulega stórir. Gallarnir höfðu safnast saman í eins konar steina.
Áður en aðgerðin hófst, urðu hjúkrunarkonunni á þau mistök að gefa honum kæruleysistöflu.
Það hefði hún ekki átt að gera.
Taflan var ekki fyrr farin að virka en minn maður fór að tala um starfsfólk spítalans.
"Það eru allt eintómir vitleysingar sem vinna hérna" sagði hann drafandi röddu.
"Þau fara fram til að sækja sultu en koma svo til baka með lýsi. Fimm lítra dunk" !
.
.
Minn maður var í hörku vímu.
Hann sagði ýmislegt sem ég vil ekki setja á blað af ótta við að skemma mannorð hans.
En það er ekki að furða þótt maðurinn hafi bullað ef rétt reynist sem hann sagði:
"Hjúkrunarkonan ætlaði að gefa mér þrjár Paratabs og eina kæruleysistöflu...... en hún gaf mér þrjár kæruleysistöflur og eina Paratabs".
Og svo brosti hann eins og engill.
.
4.3.2010 | 13:06
Storkurinn.
Mamma hennar svarar með þekktum frasa: "Nú, storkurinn kom með þig elskan." "Og kom hann með þig líka mamma?" heldur hún áfram. "Já elskan, hann gerði það.""Og pabba, ömmu og afa og langömmu og langafa líka?""Já elskan, storkurinn kom með þau öll."
Litla stelpan hristir hausinn vonsvikin. "Það er ekkert skrýtið að a...a...llir... séu svona geðvondir. Það hefur ekki verið stundað kynlíf í fjölskyldunni í yfir 200 ár...
.
.
12.1.2010 | 10:46
Það eru allir hættir að lesa Moggann !
Það eru bókstaflega allir hættir að lesa þennan snepil.
Líka þeir sem skrifa fréttirnar.
Og ritstjórinn !
Í nýrri frétt Mbl. stendur;
"Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að í byrjun ársins hafi nýja árinu hafa hefur leitt til þess að þeir mynda meirihluta en Borgarlisti situr einn í minnihluta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu".
.
.
Páfagaukur hefði gert þetta betur.
.
Nýr meirihluti í Borgarbyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.10.2009 | 19:49
Ferlega fyndin frásögn.
Einn bloggvina minna, Jóhannes á fóðurbílnum (konungur þjóðveganna), birti eftirfarandi sögu á blogginu sínu og gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta hana:
(Kærar þakkir Jóhannes, fyrir gott innlegg í Sparisjóð grínista. )
.....................................................................................................
Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg, mörg ár. En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi (það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr mosanum) en ekkert dugði. Í júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja blettinn algjörlega með sandi.
Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að kæmi í stóru fiskikari) og svo þyrfti bara að ferja sandinn í hjólbörum inn í garð og dreifa. Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið. Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri. Mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur, svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn.
Hann var af stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það var alls ekkert kar, heldur var sandurinn inni í bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast,...Frábært!....sagði ég við mömmu, þetta verður auðvelt....engar fjandans hjólbörur. Þú byrjar bara?....sagði ég og fékk mér sæti við kaffiborðið.
Mamma hélt í slönguna og kallinn hvarf inn í bíl. Fyrst í stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman. Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á, annars yrðum við í allan dag að þessu. Nú!....sagði hann, ég set þá á meiri kraft....já töluvert meiri sagði ég.
Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna, sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunarverð, lyftast pinnstífa meter frá jörðu. Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!! Ég hentist af stað og inn í garð.
Guð minn góður, þarna var litla, sextuga móðir mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekktu kústskafti og ríghélt sér í slönguna. Auðvitað hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu....ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu, brotlenti rétt fyrir framan mig. Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði: hva va a ske????(mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.) Hún leit út eins og litli svarti sambó....kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum. Ég missti mig alveg, ég hló svo mikið að ég var alveg óundirbúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir. Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt....algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn. Þetta var ekki lengur spurning um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast.
Ekki veit ég hvað að mér var, sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun....en ég bara gat ekki hætt að hlægja og til að kóróna allt pissaði ég í mig. Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sandslöngu. Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins og fáviti (sem hann sjálfsagt er) og spurði:hvar er allur sandurinn?.....Ég var skítug, sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og veltist um af hlátri. Ég leit í kringum mig....kaffiborðið var horfið og stólarnir líka, fallega Gullregnið hennar mömmu sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var, var að það var nánast enginn sandur í garðinum.
Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu. Aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á svalirnar og í nærliggjandi garða. Borðið stólarnir og kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við aldrei. Það var 4 mtr.á hæð og 3 mtr. í þvermál.
.
.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2009 | 10:24
Fimmaurinn...
Dvergur og svertingi hittust í lyftu og ákvað svertinginn að vera kurteis og kynna sig. Blessaður. Ég er tveir og tíu á hæð, 120 kíló, atvinnumaður í körfubolta, er með 60 sentimetra kvikindi undir mér og heiti Turner Brown.
Skipti engu en að það steinleið yfir dverginn.
Turner beygði sig yfir hann alveg eyðilagður. Er ekki í lagi með þig spurði hann þegar dvergurinn komst til meðvitundar. Viltu endurtaka það sem þú sagðir stundi dvergurinn. Ég er tveir og tíu á hæð, 120 kíló, atvinnumaður í körfubolta, er með 60 sentimetra kvikindi undir mér og heiti Turner Brown.
Guð sé lof. Mér heyrðist þú segja: turn around,,,,,,
.
.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2009 | 11:29
Þegar maður man ekki hverju maður hefur gleymt.
Thomas A. Edison sagði eitt sinn
"Ég veit ekki milljónasta hluta úr einu prósenti um nokkurn hlut"
Og fyrst að hann vissi það ekki, hvernig á ég þá að vita það ?
Ég, sem man ekki einu sinni hverju ég hef gleymt !
.
Besti brandari sem ég hef heyrt var sagður af vinnufélaga mínum, Guðrúnu Björk, fyrir mörgum árum.
Brandarinn tók margar mínútur í frásögn. Mikill stígandi í frásögninni, hástemmd lýsingarorð og uppbygging öll hin besta. Ég var farin að flissa af spenningi. Góður brandari er alltaf fyndnastur í endann.
En hún mundi ekki hvernig brandarinn endaði !
Það var það fyndnasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt.
Ég grét úr hlátri. Hahahahahahaha.
Ég meina....... hver segir brandara í 5 mínútur sem vantar botninn í ?
.
.
24.3.2009 | 22:14
Hann getur haldið ættarmót - einn.
Ekki er ég viss um að ég myndi þekkja þennan mann aftur, sæi ég hann á götu.
Það eru svo rosalega mörg andlit sem maður þarf að muna.
.
.
19.3.2009 | 15:55
Þessi er alveg þess virði að lesa. :-)
Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum sínum. Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og lokst sátu einungis þeir þaulsetnustu eftir. Þegar þeir höfðu ekkert meira að tala um fóru þeir að segja hetjusögur af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu.
Einn Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á móti sjúklingi sem missti hendina í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu.
Rússnenskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem lent hafði inní kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inná skurðborðið til sín, græddu á það höfuð, búk og útlimi. Þessi maður varð svo góður verkmaður þegar hann snéri aftur til starfa að hægt var að segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá.
Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. "Ég var einu sinni staddur niðrí Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi hana í poka og brunaði með hana uppá Borgarspítala og skellti henni á skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð, útlimi og enduðum með að setja krullur ofaná þetta allt saman. Úr þessu varð Davíð Oddsson og hann er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá".
31.1.2009 | 22:48
Bara ef allir væru svona kátir....
.
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði