Færsluflokkur: Bækur

Það má láta sig dreyma.

 

Oft óska ég þess að mér hlotnaðist sú náðargáfa að geta komið frá mér ritmáli sem væri svo fagurt, vandað og sérstakt að lesendur tækju andköf við lesturinn.

Að mér tækist að raða orðunum saman á einhvern undursamlega fullkominn hátt.    

Hæfileikar mínir hingað til, kalla í besta falli fram að lesendur hósti við lesturinn.  Pouty 

.

LifeWriter06

.

En ég hugsa samt stundum;  "Leynist mögulega í mér örlítill rithöfundur" ?  
Já, maður má nú alveg hugsa út fyrir rammann og láta sig dreyma um hið ólíklega.

Undanfarið hafa farið fram rökræður í kolli mínum:

Rithöfundur ?
Nei maður.  LoL  
Hvernig gæti ég bullað út heila bók ?
Þú gætir haft stórt letur.
Hvað með barnabók ?
Ég veit ekki.  Woundering
Um hvað ætti bókin svosem að fjalla ?
Bullárin á blogginu ?  Tounge 
Er ekki búið að skrifa um allt sem hægt er að skrifa um ?
Nei Anna, það er ekki búið.
Það vantar ekki að mig langi dálítið að prófa.
Af hverju dett ég ekki niður á hina fullkomnu hugmynd ? 
Kannski gerist það einhvern daginn.
Kannski ekki.
Sjáum til.

Mér finnst eiginlega best í þessu öllu, að ég stend mig að heilu samræðunum við sjálfa mig í huganum.  Og ekki bara um þetta mál, heldur ýmsar aðrar hugdettur sem ég fæ.

Bullandi innra spjall, megnið af deginum.  Gasp

.

art_quiet 

.

En maður talar þá ekki af sér á meðan.  Wink

 


Orð skulu standa.

 

Undanfarnar vikur hef ég verið að lesa bókina "Orð skulu standa" eftir Jón Helgason.

Bókin fjallar um nokkuð merkilegan mann en hún er skrifuð á svo sérstakan hátt að hún gæti svæft gíraffa á stundinni.   Ég steinsofna alltaf á annarri eða þriðju blaðsíðu.  Það hefur því tekið mig allar þessar vikur að komast á blaðsíðu 95.

Ég verð að mæla með þessari bók fyrir fólk sem liggur stundum andvaka.

Hér er úrdráttur úr bókinni án leyfis höfundar;

"Þarna voru aðdrættir langir og erfiðir, því að viður í brýrnar var fluttur í drögum af Vopnafirði og sement reitt í kössum.  Nákvæmlega reiknaði Páll, hvað hver brú kostaði, sem og aðrar vegabætur og varð dýrust brúin á Gilsá, átta hundruð og átta krónur og fimmtíu og einn eyrir, enda tuttugu og tveggja metra löng.  Þetta var bogabrú og beygði Páll tré í hana með skrúfuþvingum og vinduásum.  Að verki loknu virðist hafa verið eins konar vígslusamkoma við brúna og lét Páll þá vega firn af grjóti og bera út á miðja brúna, vissa þyngd á tilsettan flöt og mældi síðan sigið á henni, er reyndist áttundi hluti úr þumlungi......... Sleeping 

.

sleeping_giraffe 

 


Bókmenntir.

 

Rommi var hinn vænsti maður.  Hann var vinmargur en þeir vinirnir höfðu aldrei eldað grátt silfur saman.  Þeir kunnu einfaldlega ekki að elda grátt silfur.  Medium, rare eða well done ?  Það var stóra spurningin.  FootinMouth

Rommi gekk niður hellulagða götuna og leitaði að svölum.  Hann hafði nýlega lesið bók og fengið þrusugóða hugmynd úr henni. 

Að nokkrum tíma liðnum fann Rommi svalirnar sem hann leitaði að.  Hann tók upp gítarinn sinn og söng ljúfa ballöðu.  Whistling  Lallalala la la lala.

Eftir smástund sá hann hreyfingu á svölunum.  Hann hrökk svo við að hann fór út af laginu og yfir í næsta lag.  Loksins, loksins er þetta að koma fyrir mig, hugsaði hann.  InLove

Júlla !!!!  kallaði hann.  JÚLLA !!!  W00t

Hún leit niður og sagði hjáróma;  Varstu að kalla á mig ?

.

Bianca 

.  

Hver stóð á svölunum ?

Úr hvaða bókum koma söguhetjurnar ?

Eftir hverja eru bækurnar ?

Hvað er að mér að skrifa svona bull ?

 

 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband