Færsluflokkur: Ljóð
6.12.2009 | 14:36
Eðal kveðskapur.
Afi minn hefði farið á honum Rauð
ef átt hefði hann bara hesta
en hann átti kindur og stakan sauð
sitt af hvoru tagi.
Er ekki allt í lagi ?
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.4.2009 | 20:09
Í kjörklefanum.
.
Kjörklefinn er kannski góður
Þar krota ég við einhvern X
Á seðlinum er skíta ljóður
Sjálfstæðið,, hreint alveg kex
Mín stærsta martröð er að krossa
Með stóru ex-i á rangan stað
Þá skal mig flengja fast á bossa
Og fleygja mér svo út á hlað
Ég kjörseðil mun kryfja vel
Svo krossinn ekki á Dé-ið rati
Því sálu mína ei ég sel
Sko ! Ég er lítill stelpu-krati.
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.3.2009 | 11:23
Ísland.
Íslandið með ægifögur
fjöll og gamlar góðar bögur
fósturjörðin sem að mér var gefin
Sólroðar á tinda skína
Ísland þú átt elsku mína
stolt ég raula Íslendingastefin.
Úfið hraunið, lundur, lækur
fornleifar og gamlar bækur
allt er byggðu afar okkar forðum
Ég elska loftið hreina tæra
Íslandið, þig vil ég mæra
en kem ei að því nógu góðum orðum.
Höf. Anna Einarsdóttir.
.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.2.2009 | 11:59
Innhverf íhugun.
Ofurfalleg er náttúra landans.
Að horfa á litina, unun er hrein.
Að kafa í sjálfið og innbyrða andans
orku, það læknar hvert eitt lítið mein.
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2008 | 22:03
Ferlega góð limra :-)
.
Þegar Steinn var að yrkja til Stínu
öll stefin úr hjarta sínu,
þá varð honum það
til þrautar að
hann þurfti að minnast á svo miklu
fleira í lokin en nokkurt viðlit var að segja í síðustu línu.
Höfundur; Hrólfur Sveinsson.
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2008 | 21:28
Vísnakeppni.
Hér kemur fyrripartur........
Enginn fæst ábyrgð til að axla
og áfram á himni skín tungl
.
.
Og botna svo !
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.10.2008 | 17:16
Þegar vorar.
Halldór, uppáhaldsfrændi minn, sendi mér ljóð í tölvupósti;
Þegar kemur hrímkalt haust
og húmið leggst á dalinn
elskast næstum endalaust
ærnar, kýr og smalinn.
.
Mér finnst vísan mjög góð.
En síðan fór ég að hugsa um afleiðingar þess að "elskast næstum endalaust" og þá datt þetta út um fingurna og á lyklaborðið;
Er vorið aftur birtist hér
og grænkar undan hjarni
kýrin getur af sér smér
en smali á von á barni.
.
.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 21:47
Stefnuræða sparisjóðsstjóra.
Jakkaklæddir keyptu þeir jeppa
og jólin líka héldu með stæl
en síðan er komin víst kreppa
þá kóngarnir reka upp væl.
.
Það gagnast ei neinum að góla
og garga; "við höfum það skítt"
þótt krónan sé farin að dóla
sér niður.....þá brosum við blítt.
.
Að bíta á jaxlinn og brosa
það besta er viðbragð í nauð
og krónuna reynum að tosa
upp aftur..uns verðum við rauð.
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.8.2008 | 23:00
Ljóð.
.
.
Guðdómlegir litir ljóma
ljúfir tónar birtast mér á ný
Skyldu englaraddir óma
á bakvið gullin himnaský ?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.8.2008 | 22:07
Móðurást.
.
.
Svo sterk sú taug á milli barns og móður
magnaðir þræðir - ósýnilegur fjársjóður
móðurást sem regnbogans fegurstu litir
Ég elska þig - og gjarnan vil þú vitir.
Elskið líka ykkur sjálf, makann, náunga ykkar, nágranna og skattstjóra. (Alltaf fer ég yfir strikið)
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði