Færsluflokkur: Mannréttindi
9.1.2010 | 13:03
Sölvi Tryggvason hittir naglann á höfuðið í þessum pistli.
EKKI MEIRA!
.
.
1) Að ákvörðunin valdi ekki enn frekari skotgrafahernaði í samfélagi sem nú þegar er komið niður í botn jarðvegsins af mokstri skotgrafanna. Það verður ólíft hérna ef umræðan verður ennþá árásargjarnari og óvægnari. Þessi liðsskipting í umræðunni er farin að minna á svæsnustu fótboltabullur. Meira að segja stuðningsmenn Milwall gætu verið stoltir. Það er þyngra en tárum taki að horfa á sjálfhverfa og öfgafulla kverúlanta stýra umræðu sem minnir á lélega morfís keppni. Í guðanna bænum reynum að læra af síðustu 15 mánuðum, sem hafa brunnið upp til einskis á báli skítkasts, reiði, siðleysi og eigingirni. Temjum okkur kurteisi og virðingu fyrir öðrum og lærum að hlusta. Þá meina ég ekki hlustun sem felst í því að ranghvolfa augunum og bíða eftir að geta sagt eitthvað miklu gáfulegra en andstæðingurinn
.
16.12.2009 | 23:26
Hann er í slæmum málum, tralla la la laaaaaaa.
Þar sem ég er nýgift, datt mér í hug að rannsaka aðeins hvort sú staðreynd hefði einhver áhrif á þankagang mannsins míns, hvort hann væri eitthvað breyttur í framkomu.
Ég spurði í sakleysi mínu:
"Hefur þú einhverja blogghugmynd fyrir kerlinguna"?
Og sá nýgifti datt þráðbeint í pyttinn.
Jú jú, hann stakk upp á að ég færi að blogga um jólin.
ÉG !
Kerlingin.
Í staðinn fyrir að blogga las ég honum pistilinn eins og ég væri virtur pistlahöfundur og nú er hann svo miður sín að það gerist ekki öllu meira miður.
Menn skyldu aldrei kalla stelpur kerlingar fyrr en þær eru orðnar kerlingar.
.
.
25.11.2009 | 09:11
Ég er búin að fá vinnu.
Þið bloggvinir mínir og lesendur, sem ekki eruð fésbókarvinir, vitið kannski ekki að ég er búin að fá vinnu. Eða jú, nú vitið þið það.
Ég var ekki fyrr búin að hrista af mér Vinnumálastofnun, sem að mínu áliti drepur niður allt sem heitir sjálfstæði og frumkvæði einstaklingsins, þegar mér bauðst vinna og hóf ég störf á föstudaginn var.
.
.
Meðfylgjandi mynd er nú kannski ekki alveg af mér í nýju vinnunni en mér finnst myndin einfaldlega of góð til að láta hana liggja ónotaða á netinu.
Vinnan göfgar manninn og mig líka.
Annars vann ég í nokkur ár með manni, sem sagðist bara sjá eftir einu í lífinu; að hafa byrjað að vinna. Þetta sagði hann reglulega við mig í vinnunni. Og glotti jafnan.
.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2009 | 12:12
Opið bréf til Vinnumálastofnunar.
Vinnumálastofnun,
Stéttarfélag Vesturlands,
Félagsmálaráðherra.
Alla mína starfsævi hef ég lagt metnað í að standa mig vel í vinnu, vera dugleg og mæta vel. Hef jafnvel mætt þótt ég sé lasin eða með hönd í fatla, ef illa stendur á fyrir vinnuveitandann að missa mig. Enda hef ég góð meðmæli frá öllum mínum vinnuveitendum.
Jafnframt hef ég haft þá persónulegu reglu að ef ég get ekki hlakkað til að mæta í vinnuna, þá segi ég upp og finn mér eitthvað annað að gera. Það gerði ég í vor og hætti störfum 1. september s.l.
Strax þá, tjáði ég Vinnumálastofnun að ég hyggðist vera í sumarfríi í september, enda var ég að fara að gifta mig með tilheyrandi undirbúningi og brúðkaupsferð en það hafði verið ákveðið fyrir kreppu.
Þar sem ég segi sjálf upp störfum á ég ekki rétt á atvinnuleysisbótum í næstum tvo mánuði og það vissi ég. Taldi að ég hefði þá tíma til októberloka til að reyna að finna mér vinnu eða huga að stofnun eigin fyrirtækis.
En nei !
Ég kom heim þann 4. október og þá biðu mín nokkur bréf frá Vinnumálastofnun.
- Boðun á bókhaldsnámskeið (ég hef Samvinnuskólapróf og hef unnið sem bókari, ritari, gjaldkeri og skrifstofustjóri, alls í 25 ár, þannig að ég hef litla þörf fyrir slíkt námskeið.)
- Boðun í starfsviðtal, heimaaðhlynning. (með dagssetningu sem var liðin þegar ég kom heim)
- Ákvörðun um frestun greiðslu atvinnuleysisbóta (ég taldi ekki að ég hefði óskað eftir atvinnuleysisbótum fyrr en að loknum biðtíma, hvort eð er) og ástæða fyrrum vinnuveitanda fyrir uppsögn minni. (og tilgreind röng ástæða, byggð á kjaftasögum)
- Boðun á Excel námskeið fyrir byrjendur !
En þetta var bara fyrsta vers.
9. október fæ ég bréf sem inniheldur setninguna Þar sem upplýsingar frá þér um ástæður starfslokanna bárust ekki..... Rangt ! Ég var búin að senda þeim skriflegt svar þann 5. okt. í tölvupósti.
13. október kemur bréf... Það er mat Vinnumálastofnunar að skýringar þínar á ástæðum starfslokanna teljast ekki gildar (bíddu, bíddu, eru þeir að segja að ég sé að segja ósatt? Nei, eftirgrennslan leiddi í ljós að þetta þýddi engar bætur á lögbundnum biðtíma - sem ég vissi nú alveg sjálf.)
15. október..... tvö bréf..... Boðun í starfsviðtal, vinnutími aðra hvora viku til 18.30 og aðra hvora helgi. (Hef ég ekkert um það að segja lengur hvað ég vil starfa og hvort ég vil vinna kvöld og helgarvinnu?) og bréf þar sem ég er beðin um að skýra 7.300 króna tekjur sem fram komu við samkeyrslu tölvugagna Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra en ég hafði ekki tekið fram, þegar ég skilaði inn áætlun um tekjur. (Þessar tekjur voru vegna þátttöku í nefnd á vegum bæjarins, nefnd sem búið er að leggja niður þannig að þaðan var ekki frekari greiðslna að vænta).
.
Nú hef ég verið atvinnuleitandi í tæpar 3 vikur og á þeim tíma hef ég fengið 8 bréf frá Vinnumálastofnun..... og ég er ekki einu sinni byrjuð á atvinnuleysisbótum !.
.
Ekkert tillit er tekið til menntunar eða fyrri starfa minna, við boðanir á námskeið.
Aldrei hef ég verið spurð hvort einhver tiltekinn vinnutími eða starf henti mér ekki.
Er ég orðin eign Vinnumálastofnunar og getur stofnunin ráðstafað mér að vild ?
Mér líður eins og fanga á skilorði.
.
Mig langaði bara að benda ykkur hjá Vinnumálastofnun á, að þessi vinnubrögð gagnvart skjólstæðingum ykkar, gera hvern meðalmann þunglyndan á mettíma..
Og til að forðast það að ég lendi í þeim farvegi, afþakka ég hér með öll afskipti ykkar af mínu lífi og bið um afskráningu hjá Vinnumálastofnun.
Ég er stolt og hef lagt allt kapp á að sjá fyrir mér sjálf, frá því ég var 16 ára.
Það mun ég gera núna líka, einhvern veginn.
Jafnframt bið ég ykkur að íhuga að atvinnuleysið á Íslandi er ekki fólkinu á atvinnuleysisbótum að kenna.
Sýnið fólki lágmarks virðingu.
Borgarnesi, 22. október 2009
Anna Einarsdóttir
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
5.5.2009 | 12:13
Vinna óskast á Selfossi.
Ég sæki hér með um hlutastarf á Selfossi fyrir Hrönn.
Hrönn er með mesta hugmyndaflug norðan Alpafjalla. Henni dettur bókstaflega ALLT í hug.
Því mætti nýta hennar virku heilasellur til uppfinninga.
Hún gæti líka svo vel tekið að sér formennsku starfsmannasjóðs...sem auðvitað er galtómur en það gerir ekkert til, því gott grín er ókeypis.
Hrönn kann að baka og elda og reikna laun og ég veit ekki hvað og hvað.
Hún leikur stundum stór hlutverk í sakamálamyndum og hefur leikið Mjallhvíti eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það veldur mér þó nokkrum vonbrigðum að dvergana vantar á myndina.
.
.
Hrönn er í boði Sparisjóðs grínista og nágrennis. Neeeei......djók.
Ég set upp alvörusvip og staðhæfi að sá sem ræður Hrönn í vinnu verður lukkunnar atvinnurekandi.
Umsóknir um Hrönn sendist á hronns@talnet.is
29.1.2009 | 18:33
Íslendingar svelta.
Mér rann til rifja að lesa Þessa frétt í DV. þar sem fjallað er um eldri mann sem sveltur.
.
.
Þessi sami maður lagði Fjölskylduhjálpinni til aðstoð meðan hann hafði vinnu. Nú þarf hann sjálfur að leita þangað eftir aðstoð, eftir að hann og konan hans misstu bæði vinnuna. Það er illa komið fyrir mörgum fjölskyldum þessa dagana en sárast finnst mér þegar eldra fólk, sem skilað hefur ærnu ævistarfi, þarf að kyngja stoltinu og biðja um hjálp.
Það er skylda okkar sem eigum eitthvað smávegis afgangs að hjálpa þeim Íslendingum sem standa í þessum hræðilegu sporum.
Í dag lagði ég pening inn á Fjölskylduhjálp Íslands og ég skora á ykkur, sem getið, að leggja eitthvað smávegis af mörkum.
0101-26-66090, kennitala 660903-2590.
Það á enginn að þurfa að svelta á Íslandi, sama hversu bágborið annars efnahagsástandið er.
Þetta er bara spurning um að reyna að skipta jafnar á milli.
.
Knús á línuna.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2009 | 18:02
Ólafur hefur hlustað á þjóðina.
Á óvenjulegum tímum gera menn óvenjulega hluti.
Ég er mjög sátt við að forseti Íslands styðji við þjóð sína með þessum hætti. Hann hefur greinilega hlustað vel á kröfur okkar á Austurvelli ásamt því að hann hefur fylgst með umræðum á netinu.
Þau fjögur atriði sem hann tiltekur eru að mínu mati nákvæmlega það haldreipi sem við Íslendingar þurfum í stöðunni.
- Við þurfum frið í þjóðfélaginu.
- Leggja þarf áherslu á að kollsteypa ekki fjölskyldum og atvinnulífi landsins.
- Við þurfum kosningar í vor.
- Skoða þarf hvort ekki sé breytinga þörf til að endurskapa lýðræði á Íslandi.
.
Ég fyllist bjartsýni.
Skapa þarf samfélagslegan frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.1.2009 | 23:44
Þetta er lögreglumál.
Ég ætlaði að einhenda mér í einhver léttari skrif en þá sá ég þetta;
Svona framkoma af engu tilefni, gerir mig dapra.
Er þetta allt í lagi ???
24.1.2009 | 11:47
nyttlydveldi.is
Mig langar að benda á síðuna www.nyttlydveldi.is
Þar stendur m.a.
"Fólkið í landinu þráir nýtt upphaf og nýjar leikreglur ásamt endurreisn þeirra gilda sem þjóðin hefur um aldir lagt rækt við, gilda á borð við heiðarleika, samvinnu, ábyrgð og jöfnuð".
"Íslensk stjórnvöld brugðust þeirri skyldu að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Endanlega ábyrgð á hruninu bera ríkisstjórn og Alþingi. Þess vegna er íslenska lýðveldið í raun dautt. Og öllum má vera ljóst, að stjórnvöld sem hafa brugðist svo hrapallega, geta hvorki rannsakað eða hreinsað til í fortíðinni né varðað veg til framtíðar, enda hafa þau hvorki til þess traust né fylgi og enga framtíðarsýn".
Nýtt lýðveldi leggur fram áskorun til ráðamanna þessa lands um að stofna neyðarstjórn sem á að standa fyrir rannsókn og uppgjöri í kjölfar efnahagshrunsins og nauðsynlegri hreinsun í ákveðnum stofnunum, svo sem Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu sem og að semja algerlega nýja stjórnarskrá.
Neyðarstjórnin mun sitja til bráðabirgða. Þetta er í raun áskorun til Íslendinga um endurheimt lýðræðis með algerlega nýjum og breyttum leikreglum.
Stjórnvöld keyrðu okkur ofan í forarpytt. Ef við viljum komast upp úr honum þurfum við nýjan bílstjóra. Ella hjökkum við í sama farinu.
.
Ég hef þegar skrifað undir þessa áskorun.
.
.
Nú fegurðar oss fáum blund
en förum svo á þennan fund
á laugardag með létta lund
þó land sé farið í kött og hund.
.
.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði