Færsluflokkur: Sjónvarp

Ókeypis skemmtun.

 

Hversu óþekkur getur einn hundur verið ?

.

Ég sagði við hann í gær:

Segðu voff.

Segðu voff.

Segðu voff.

Og þá sagði hann:

Mamma. 

W00t

.

Annars höfðum við mjög gaman af hundinum fyrir nokkrum dögum.  Fjölskyldan hafði ákveðið að leigja mynd á Skjánum.  Við fundum mynd og horfðum á sýnishorn af henni.  Sýnishornið byrjaði með dyrabjölluhringingu....... ding dong........

...... og hundurinn hljóp geltandi til dyra.

Það fannst okkur svo fyndið að við spiluðum sýnishornið 20 sinnum í röð.  LoL

Á endanum var hundurinn farinn að fatta að eitthvað var bogið við þetta allt saman.  Hann sá auðvitað að við hlógum og hlógum í staðinn fyrir að fara til dyra.

Við erum nefnilega vön að fara til dyra.  Halo

Hann hætti að gelta en rak til málamynda upp smá bofs...... in case

..... ef einhver væri nú að hringja dyrabjöllunni.

.

hundur 

.

Þarna uppgötvuðum við að skemmtun þarf ekki að kosta neitt.

Það kostar sko ekkert að horfa á sýnishornin á Skjánum.  Wink

.

 


Breyttu bróður þínum......

Í gærkvöldi horfði ég á myndina Rush Hour 3.

Hún byrjaði frekar leiðinlega en dóttir mín sagði að hún væri fyndin, svo ég sat áfram.

Sem betur fer.

Myndin fjallar m.a. um tvo bræður.  Annar þeirra er bófi en hinn lögga.  Þeir elda grátt silfur saman.

Í einu atriði myndarinnar eru bræðurnir að skylmast og má ekki á milli sjá hvor mun hafa betur.

Lögreglubróðirinn hefur félaga sinn, aðra löggu, með sér og félaginn hvetur hann grimmt áfram í bardaganum.

.

rush-hour-3-jackie-and-chris 

.

Eitt hvatningarópið var;

 

"Breyttu bróður þínum í systur þína" !

 


Spaugstofan frábær.

 

Spaugstofumenn fóru á kostum í gær.  LoL

Fyrir þá sem misstu af þættinum, er hér linkur á hann.

Ekki missa af góðu gríni.  Wizard

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431773

.

file2807314

.


Barnssálin er viðkvæm.

 

Árið er 1972.  Ég er úti að leika mér í bílaleik, búin að gera vegi sem hefðu sæmt hvaða Vegagerð ríkisins sem er.  Þar sem ég er að keyra "matsbox" bílinn, heyri ég gný.  Ég lít upp og sé flugvél í fjarska.  Ég hendist upp og hleyp eins hratt og litlu fæturnir bera mig ofan í næsta skurð.  Þar fel ég mig í grasinu og held höndunum yfir höfuðið.  Skyldi hún koma ?  Sprengjan.

Litla 8 ára gamla stúlkan var búin að sjá of margar bíómyndir, þar sem sprengjum var kastað úr flugvélum.  Pinch  Hún var næstum viss um að flugvélin léti eins og eina sprengju falla.  Það tók stúlkuna nokkur ár að sannfærast um að ekki væri hætta á ferðum.

.

3d%20canberra%20bombing 

.

Þetta sama barn var ekki síður skelkað þegar minnst var á heimsendi og kjarnorkuvá í fréttatíma.

Barnssálin er viðkvæm. 


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband