Færsluflokkur: Spil og leikir

Ég fékk hnefann í andlitið.

 

Það voru heljarinnar læti hérna í gær.  Pinch

Þannig var að ég leit í spegil.  Vissi ég þá ekki fyrr en ég fékk hnefann beint í andlitið.  Crying

Síðan skipti engum togum en að næst fékk ég kinnhest, þvínæst fékk ég einn á´ann og svo var ég barin sundur og saman, kýld og slegin. 

Slamm, spling, krass, bojjjngg  &%&%/&%/& !!!  Shocking

Sambærileg slagsmál hef ég aldrei upplifað. 

.

3-monkeys 

.

Ég var að berjast við hrukkurnar.


Tískuþáttur.

 

Tíska er orð sem ég hef ekki lagt nokkurn skilning í,  só far.

Og stakur sokkur er staðreynd.

Þvottavélin á heimilinu þarf auðvitað næringu.  Hún þarf þvottaduft, mýkingarefni og sokk. 

Það kemur alltaf stakur sokkur út úr henni og svo er ló í sigtinu.  Það þarf engan snilling til að sjá að ló er sokkur sem hefur farið í gegnum meltingarfæri þvottavélar.

Undanfarið hefur ekki farið framhjá mér að dætur mínar ganga dag eftir dag í ósamstæðum sokkum.  Fjólublár sokkur á hægri fæti og bleikur á þeim vinstri.  Og það þykir flott !

Þvílík eðaltíska.  InLove

.

lmm1 

.

Nú er aldeilis öldin önnur heldur en hún var á síðustu öld.

Ég er orðin tískufrík.  Wink


Addi.

 

Einu sinni voru nokkrir strákar á rúntinum og Addi keyrði.

Skyndilega kemur dekk skoppandi og tekur framúr þeim.

Þá segir Addi:

Strákar, sjáiði hjólið.

Síðan heyrist í honum:

Strákar, þetta er hjólið okkar.  W00t

-----------------------------------------------

Skömmu síðar var Addi að keyra á þjóðvegi eitt.

Við vegkantinn standa tveir hestar, sitthvoru megin.

Þá segir einn strákanna: 

Addi, passaðu þig á hestunum.

Addi svarar um hæl:

Þetta er allt í lagi, ég keyri bara í miðjan hópinn.

.

lucky_luke[1] 

.


Markmið og framtíðarplön.

 

Ég á mér draum.  Joyful

.

Það langar flestalla að standa sig í stykkinu.  Nútímakonan á stundum erfitt með að vera góð í öllu.  Maður leggur sig fram í vinnunni, reynir að aga börnin, jafnframt því að sýna þeim ástúð.  Drjúgur frítími fer í að halda heimilinu í góðu lagi og svo taka áhugamálin sitt pláss.  Talandi um áhugamál;  Svakalega var gaman að við Manchester-leikmenn skyldum komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar núna áðan.   Víííííííííííí.  Wizard

.

En aftur að efninu.  Ég legg mig fram um að hafa ávallt heitan kvöldmat fyrir fjölskylduna.  En það er eitt vandamál hjá nútímakonunni mér.  Þegar ég fæ gesti, á ég nákvæmlega ekkert með kaffinu. Pouty

Svona vandamál er þó hægt að leysa.

Þegar ég verð stór, ætla ég að kaupa mér frystikistu.  Síðan baka ég átján myndarlegar hnallþórur, skreyti þær fagurlega og set í frystinn.  Þá er mér ekkert að vanbúnaði.

Þegar gestir banka uppá, sæki ég allar hnallþórurnar átján og skelli þeim á borðið.  Djö..... er ég þá myndarleg,  svo ekki sé nú meira sagt.  Joyful

.

tertur-stor 

.

Það eina sem þarf að passa, er að rjómaterturnar, súkkulaðiterturnar og marengsterturnar, séu almennilega frosnar, svo að gestirnir fari nú ekki að borða þær.

Með þessu móti, mun ég teljast hin vænsta húsmóðir, árum saman.


Spakmæli sem vert er að halda í heiðri.

.

Mikið væri dásamlegt að gera ekki neitt.....

.....og hvíla sig svo vel á eftir.  Sleeping

.

ragsdale-zzzz


Sigmenn Íslands.

 

Nú fer að styttast í það að maður fái sér svartfuglsegg.  Mikið lifandi skelfing eru þau góð.

Það minnir mig á hjónin sem bjuggu á Langanesi, eitt sinn.  Hann hét Þorvaldur og var alltaf kallaður Valdi.  Konan hét Urður.  Þau voru bæði sigmenn og sóttu egg í bjargið.

.

Þessi hjón voru aldrei kölluð annað en Sig-Valdi og Sig-Urður.

.

8c07647r 

.


Enskan - allt í gúddí þar.

 

Þar sem utanlandsferð stendur fyrir dyrum, hef ég auðvitað þurft að æfa mig í ensku.

Þegar ég var ung og vitlaus, var ég ekki alveg nógu góð í ensku.

Meðfylgjandi er kennslumyndband sem ég hef verið að nota til að æfa mig. 

Nú er ég fær í flestan sjó.  Wink 

.


Spyr sú sem ekki veit;

 

.

Af hverju þarf fólk að hafa svaramenn þegar það giftir sig ?  Hverju á að svara og skiptir einhverju máli að vera snöggur að svara ?  Hvað svo ef maður svarar vitlaust ?  Gasp

Og af hverju brúðarmeyjar en ekki brúðgumasveinar ?  

Hvers vegna biðja menn "um hönd konu".  Af hverju er ekki beðið um allan pakkann bara ?  Og hvað á svo að gera við hina höndina ? 

.

dog-wedding 

.


Þessar dömur hvísluðu því að mér að......

 

samræður Adams og Evu voru hreint ekki auðveldar.

Þau höfðu engan að tala um.

b05

og að ekkert okkar getur stært sig af siðgæði forfeðra okkar.

Það er hvergi skjalfest að Adam og Eva hafi verið gift.

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 343505

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband