Færsluflokkur: Spil og leikir

Tískuþáttur.

 

Tíska er orð sem ég hef ekki lagt nokkurn skilning í,  só far.

Og stakur sokkur er staðreynd.

Þvottavélin á heimilinu þarf auðvitað næringu.  Hún þarf þvottaduft, mýkingarefni og sokk. 

Það kemur alltaf stakur sokkur út úr henni og svo er ló í sigtinu.  Það þarf engan snilling til að sjá að ló er sokkur sem hefur farið í gegnum meltingarfæri þvottavélar.

Undanfarið hefur ekki farið framhjá mér að dætur mínar ganga dag eftir dag í ósamstæðum sokkum.  Fjólublár sokkur á hægri fæti og bleikur á þeim vinstri.  Og það þykir flott !

Þvílík eðaltíska.  InLove

.

lmm1 

.

Nú er aldeilis öldin önnur heldur en hún var á síðustu öld.

Ég er orðin tískufrík.  Wink


Addi.

 

Einu sinni voru nokkrir strákar á rúntinum og Addi keyrði.

Skyndilega kemur dekk skoppandi og tekur framúr þeim.

Þá segir Addi:

Strákar, sjáiði hjólið.

Síðan heyrist í honum:

Strákar, þetta er hjólið okkar.  W00t

-----------------------------------------------

Skömmu síðar var Addi að keyra á þjóðvegi eitt.

Við vegkantinn standa tveir hestar, sitthvoru megin.

Þá segir einn strákanna: 

Addi, passaðu þig á hestunum.

Addi svarar um hæl:

Þetta er allt í lagi, ég keyri bara í miðjan hópinn.

.

lucky_luke[1] 

.


Markmið og framtíðarplön.

 

Ég á mér draum.  Joyful

.

Það langar flestalla að standa sig í stykkinu.  Nútímakonan á stundum erfitt með að vera góð í öllu.  Maður leggur sig fram í vinnunni, reynir að aga börnin, jafnframt því að sýna þeim ástúð.  Drjúgur frítími fer í að halda heimilinu í góðu lagi og svo taka áhugamálin sitt pláss.  Talandi um áhugamál;  Svakalega var gaman að við Manchester-leikmenn skyldum komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar núna áðan.   Víííííííííííí.  Wizard

.

En aftur að efninu.  Ég legg mig fram um að hafa ávallt heitan kvöldmat fyrir fjölskylduna.  En það er eitt vandamál hjá nútímakonunni mér.  Þegar ég fæ gesti, á ég nákvæmlega ekkert með kaffinu. Pouty

Svona vandamál er þó hægt að leysa.

Þegar ég verð stór, ætla ég að kaupa mér frystikistu.  Síðan baka ég átján myndarlegar hnallþórur, skreyti þær fagurlega og set í frystinn.  Þá er mér ekkert að vanbúnaði.

Þegar gestir banka uppá, sæki ég allar hnallþórurnar átján og skelli þeim á borðið.  Djö..... er ég þá myndarleg,  svo ekki sé nú meira sagt.  Joyful

.

tertur-stor 

.

Það eina sem þarf að passa, er að rjómaterturnar, súkkulaðiterturnar og marengsterturnar, séu almennilega frosnar, svo að gestirnir fari nú ekki að borða þær.

Með þessu móti, mun ég teljast hin vænsta húsmóðir, árum saman.


Spakmæli sem vert er að halda í heiðri.

.

Mikið væri dásamlegt að gera ekki neitt.....

.....og hvíla sig svo vel á eftir.  Sleeping

.

ragsdale-zzzz


Sigmenn Íslands.

 

Nú fer að styttast í það að maður fái sér svartfuglsegg.  Mikið lifandi skelfing eru þau góð.

Það minnir mig á hjónin sem bjuggu á Langanesi, eitt sinn.  Hann hét Þorvaldur og var alltaf kallaður Valdi.  Konan hét Urður.  Þau voru bæði sigmenn og sóttu egg í bjargið.

.

Þessi hjón voru aldrei kölluð annað en Sig-Valdi og Sig-Urður.

.

8c07647r 

.


Enskan - allt í gúddí þar.

 

Þar sem utanlandsferð stendur fyrir dyrum, hef ég auðvitað þurft að æfa mig í ensku.

Þegar ég var ung og vitlaus, var ég ekki alveg nógu góð í ensku.

Meðfylgjandi er kennslumyndband sem ég hef verið að nota til að æfa mig. 

Nú er ég fær í flestan sjó.  Wink 

.


Spyr sú sem ekki veit;

 

.

Af hverju þarf fólk að hafa svaramenn þegar það giftir sig ?  Hverju á að svara og skiptir einhverju máli að vera snöggur að svara ?  Hvað svo ef maður svarar vitlaust ?  Gasp

Og af hverju brúðarmeyjar en ekki brúðgumasveinar ?  

Hvers vegna biðja menn "um hönd konu".  Af hverju er ekki beðið um allan pakkann bara ?  Og hvað á svo að gera við hina höndina ? 

.

dog-wedding 

.


Þessar dömur hvísluðu því að mér að......

 

samræður Adams og Evu voru hreint ekki auðveldar.

Þau höfðu engan að tala um.

b05

og að ekkert okkar getur stært sig af siðgæði forfeðra okkar.

Það er hvergi skjalfest að Adam og Eva hafi verið gift.

.


Axlar - Björn.

Fyrir þá sem ekki vita, er ég hreinræktaður Snæfellingur.  Það er gjarnan sagt að Snæfellingar séu komnir af vondu fólki undan Jökli.  Einna verstur ættfeðra minna var Axlar-Björn en hann myrti 18 manns, bara sisvona.  Ekki veit ég nákvæmlega hvernig ég tengist honum en dettur þó helst í hug ............ FootinMouth .......... axlabönd.

 

Eftirfarandi er úrdráttur úr ævi Axlar-Bjarnar.  Í fyrri hluta er skýrt frá því, er móðir hans var þunguð af honum.   Síðari hluti fjallar um ódæði og örlög Bjössa frá Öxl.

.

"Eftir þetta varð kona Péturs með barni. Er þá sagt að henni setti fáleika mikinn með þeim hætti að henni fannst hún gæti ekki komist af nema hún bergði mannsblóði. Við þessa ílöngun átti hún lengi að berjast án þess nokkur vissi en loksins getur hún ekki leynt henni fyrir manni sínum.

Af því samfarir þeirra hjóna voru góðar og Pétur mátti ekkert móti henni láta sem hann gat veitt henni vökvaði hann sér blóð á fæti og lét hana bergja. Þegar þessi ílöngun var stillt barst konu þessari í drauma ýms óhæfa sem ekki er á orði hafandi og gat hún þess við vinnukonu sína að hún væri hrædd um að barn það sem hún gengi með mundi verða frábrugðið í ýmsu öðrum mönnum og gott ef það yrði ekki einhver óskapaskepna".

c_documents_and_settings_admin_desktop_malgagnid_svinabondinn 

Axlar-Björn. 

.

"Sagt hefur það verið að gestur einn norðlenskur gisti hjá Birni og var honum um kvöldið vísað til rúms frammi í skálahúsi í bænum. Þegar hann var lagstur fyrir varð honum ekki svefnsamt og fór ofan. Varð honum það þá fyrir að hann þreifaði undir rúmið og fann þar mann dauðan. Við það varð honum ákaflega bilt en tók þó það ráð að hann lagði hinn dauða upp í rúmið og breiddi rúmfötin yfir. En sjálfur lagðist hann undir rúmið þar sem dauði maðurinn lá áður.

Þegar eftir var þriðjungur nætur hér um bil komu þau Björn og kona hans í skálann. Hafði Björn öxi í hendi og lagði gegnum þann sem í rúminu lá því hann ætlaði að það væri gesturinn og skyldi hann ekki frá tíðindum segja.

Kona Bjarnar segir: "Því eru svo lítil eða engin fjörbrot hans?"

Björn svarar: "Í honum krimti, dæstur var hann en ósleitulega til lagt, kerling."

.

Líður nú nokkur tími.

.

"Síðan var Steinunn kona Bjarnar sótt og sett í varðhald á Stapa. Meðkenndi Björn þá fyrir lögmanni að hann hefði drepið og myrt átján menn alls og þeirra fyrstan fjósamanninn á Knerri. Væri hann dysjaður þar undir flórnum en hina seytján hefði hann fólgið í Ígultjörn og bundið steina við líkin og hefði konan sín verið í vitorði og aðbeiningu með sér.

Þau Björn og Steinunn voru bæði dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi 1596. Skyldi fyrst beinbrjóta Björn á öllum útlimum og síðan afhöfða en lífláti Steinunnar var frestað því hún var þunguð.

Ungur maður sem Ólafur hét og var náskyldur Birni var fenginn til að beinbrjóta hann og höggva. Voru leggirnir brotnir með trésleggju og haft lint undir svo kvölin yrði því meiri.

Björn varð karlmannlega við dauða sínum og pyntingum, viknaði hvorki né kveinkaði sér. Einu sinni meðan bein hans voru brotin sagði hann:

"Sjaldan brotnar vel bein á huldu, Ólafur frændi."

Þegar allir útlimir Bjarnar voru brotnir sagði kona hans við aðra þá sem við voru staddir:

"Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns."

Gegndi þá Björn til og sagði: "Einn er þó enn eftir og væri hann betur af," og var hann þá höggvinn.

Dys Bjarnar sést enn í dag hjá túninu á Laugarbrekku, á Laugarholti sem kallað er, þar sem kirkjuvegir skiptast frá Laugarbrekku að Hellnum og Stapa. Er dysin úr grjóti og orðin grasi vaxin að neðan og kölluð Axlar-Bjarnardys".

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 343369

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband