Færsluflokkur: Spil og leikir
5.6.2008 | 22:43
Sannleikurinn er sagna bestur.
Ég skil ekki fólk sem getur logið.
Undanfarið hef ég þurft að umgangast nánast ókunnugt fólk sem segir tæplega eitt satt orð á dag.
Það hlýtur að vera fjandanum erfiðara að muna hverju maður laug síðast og að hverjum, ef maður ástundar þessa iðju.
Einhvern tíma í lífinu reyndi ég að segja smávegis ósatt en þá komu augun upp um mig.
Samviskan braut sér leið, út um spegil sálarinnar og ég stóð fyrir framan þann sem ég plataði og vissi, að það sást úr kílómeters fjarlægð að ég var að ljúga.
Með þessum vísdómsorðum hér að ofan (að eigin mati) fylgir auðvitað viðeigandi mynd.........
............ lygi er Bullshit.
.
.
2.6.2008 | 22:28
Sumu má ekki gleyma.
MAMMA, MAMMA !!! Fyrirgefðu hvað ég kom seint inn, ég gleymdi mér.... sagði dóttir mín móð og másandi rétt áðan.
.
.
Farðu út aftur, sagði ég.
.
Ha ! Af hverju ?
.
Fyrst þú gleymdir þér, er rétt að þú farir aftur og sækir þig.
28.5.2008 | 20:44
Ég er drullufúl.
Þetta er sko ekkert gamanmál.
Ég þoli ekki nágranna mína.
.
Eftir vinnu í dag lá leið mín á fund, í skóla dóttur minnar.
Að honum loknum, keyri ég heim í mestu makindum.
Gleðin skein úr hverri hrukku í andliti mínu.
Svo gerðist það !
.
Ég opna bílhurðina. Þá skellur á nefi mínu grill-angan frá hverju einasta húsi í götunni.
.
.
Djöfullinn ! (ljótt að blóta) Ég slefa.
.
Matseðill kvöldsins hjá mér hljóðar svona:
Þriggja korna brauð
Smjör
Bananar
Mjólk
.
Nágrannarnir verða kærðir, strax á morgun, fyrir lyktarmengun.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.5.2008 | 15:47
Egyptaland.
.
Komin heim í heilu lagi. Algerlega frábær ferð !
Enginn tími til að blogga núna en set inn nokkrar myndir.
.
.
.
.
11.5.2008 | 22:16
Brúðkaupsferðin.
Jæja folks.
Á morgun förum við í brúðkaupsferðina. Bróðir minn gekk í hnapphelduna í gær og það lukkaðist betur en elstu menn muna. Brúðurin var með eindæmum flott og þau bæði svo lukkuleg að unun var á að horfa og með að fylgjast.
.
Leið okkar mun liggja til London á morgun en á þriðjudagskvöld fljúgum við til Egyptalands. Fyrst þegar brúðhjónin buðu okkur að koma með, héldum við að það væri af þeirri ástæðu einni að við værum svo skemmtileg. En svo fórum við að lesa okkur til um Egyptaland og þá kom ýmislegt í ljós. Það eru 3 tegundir af banvænum snákum í landinu og þeir leynast í sandi, klettum og háu grasi. Ok, þá er skýringin komin. Við eigum að ganga á undan brúðhjónunum, hvert sem þau fara.
.
En það gerir Egyptaland bara ennþá meira spennandi !
.
.
Við ætlum að ríða út á Salemdýrum. Já, nema bróðir minn. Hann fer á Salem light.
Svo þarf auðvitað að skoða þessa frægu þríhyrninga.......
....... og barina.
Það er víst einn þrusugóður bar í Egyptalandi. Hann heitir Ara-bar.
.
Vink vink.
9.5.2008 | 21:20
Breyting vísitölunnar.
Vísitala neysluverðs var 279,9 í nóvember s.l. en er 300,3 í apríl, hálfu ári síðar.
Þetta er skelfileg þróun en samt ekki það, sem ég hef mestar áhyggjur af í augnablikinu.
Ég hef mestar áhyggjur af því hvernig vísitölufjölskyldan lítur út á næsta ári, ef svo heldur fram sem horfir.
.
.
Ef vísitalan hefur hækkað svo mikið, hefur þá ekki að sama skapi vísitölufjölskyldan hækkað ?
Verðum við öll risar ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.5.2008 | 21:06
Nafnagáta.
6.5.2008 | 22:41
Carry on my Wayward son.
Þetta lag nær alveg inn í hjartað mitt og hefur alltaf gert.
Lagið í heild sinni tekur rúmlega fimm mínútur í spilun. Þar sem lesendur mínir eru upp til hópa duglegt fólk sem hefur ekki tíma til að hlusta svo lengi, set ég hér stutta útgáfu með bíómyndarívafi.
Yndislegt !
.
.
Lengri útgáfa lagsins fyrir Hrönn og Guðrúnu Örnu...... súperkonur:
.
Hér átti myndbandið að vera en það gerðist ekki, svo ég gríp til neyðarúrræðis og set slóð.....
http://youtube.com/watch?v=pw6_VXPwm6U
.
Spil og leikir | Breytt 7.5.2008 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2008 | 22:11
Ljóska eða ekki ?
.
Ég fæddist dökkhærð......
.
.
En svo varð ég ljóshærð.......
.
.
Og ennþá meira ljóshærð.........
.
.
........ og nú er ég dökkhærð.
Hvort er ég ljóska eða ekki ?
4.5.2008 | 11:42
Ég fékk hnefann í andlitið.
Það voru heljarinnar læti hérna í gær.
Þannig var að ég leit í spegil. Vissi ég þá ekki fyrr en ég fékk hnefann beint í andlitið.
Síðan skipti engum togum en að næst fékk ég kinnhest, þvínæst fékk ég einn á´ann og svo var ég barin sundur og saman, kýld og slegin.
Slamm, spling, krass, bojjjngg &%&%/&%/& !!!
Sambærileg slagsmál hef ég aldrei upplifað.
.
.
Ég var að berjast við hrukkurnar.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 343369
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði