Færsluflokkur: Spil og leikir

Lögmálin.

 

Blogg dagsins er hér.  SMELLA HÉRNA SKO

.

hawai

Gáta dagsins:  Er þessi mynd tekin í Borgarnesi ?


Veðrið.

 

Er hægt að blogga um eitthvað annað en veður núna ?  Held varla.  Undir Hafnarfjalli mældust hviður 61 m.sek. um hálfsjöleytið.  Og veðrið á ekkert að vera sérstaklega vont fyrr en um níuleytið en á landið stefnir lægð sem er 934 millibör.  Gasp  Mér verður hugsað til grísanna sem byggðu húsin sín ýmist úr stráum, spýtum eða múrsteini.  Skyldi spýtukofinn minn halda í kvöld þegar úlfurinn blæs ?

Ef ekki, má búast við að ég fjúki út á hafsauga.... en ég held reyndar að hafsauga sé ekki til.  Joyful

Rafmagnið hefur verið að blikka í kvöld og þar sem ég hef nú þegar upplýst alþjóð um hræðslu mína við að vera svöng... get ég svosem alveg eins sagt ykkur að ég eldaði ógurlega hratt klukkan 6 í kvöld.  Ætlaði sko að vera södd ef rafmagnið færi.  Og ég er södd og sæl.  Happy

Héðan verða fluttar nánari fréttir um leið og þær berast.

Sérstaklega ef það verður rafmagnslaust og ég hef ekkert annað að gera.  Sideways


Hvaða Nova bull er þetta á bloggsíðunni ?

 

Innbrot hefur verið framið í Sparisjóð grínista og nágrennis.  Police 

Einhver NOVA óð inn í sjóðinn og kom sér fyrir, án vitundar og vilja Sparisjóðsstjóra.

NOVA er að trufla mig og ég óska hér með eftir að Moggablogga-stjórarnir hirði þennan óboðna gest og stingi honum í næsta snjóskafl.

TAKK.  Kissing


Verð að eiga mat.

 

Alveg er ég sannfærð um að í einhverju fyrra lífi varð ég svöng.  Hef hugsanlega orðið glorhungruð eða jafnvel soltið til bana.

Þessi sannfæring mín er tilkomin vegna þess að mig dreymdi svo oft, þegar ég var unglingur, að það væri að koma stríð og ég var á fullu að hamstra mat.  Aftur og aftur var ég með fangið fullt af grjónum og haframjöli í draumum mínum.

Svo þegar kemur vont veður eins og er þessa dagana... og þá er ég að tala um að ég er vakandi... líður mér ekki vel fyrr en ég hef farið í búð og hamstrað mat.   Núna er ísskápurinn fullur af mat.  Cool  Og mér líður ljómandi vel.  Grin

.

getGalImg

.

Hugsanlega er þetta bara skynsemi af því að ég yrði fyrst til að hríðfalla úr hor í hungursneið.


Áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins malar.

 

Langt er síðan mér datt í hug að í Valhöll sæti maður eða jafnvel menn og brugguðu áróðursorð til að níða niður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í pólitík. 

Ég rakst á þetta fyrir tæra tilviljun og það verður gaman að sjá hversu margir Ósjálfstæðismenn fara eftir fyrirmælum og blogga ........ "SAUMAKLÚBBUR SVANDÍSAR SKILAR AF SÉR".

 

Hér með birti ég sönnunargagn númer eitt í málinu;

Saumaklúbbur Svandísar skilar af sér.

Og sönnunargagn númer tvö;

Saumaklúbbur Svandísar skilar af sér.

 

Hí á ykkur... getið ekki hugsað sjálfir. W00t


Fjósakonan.

 

Ég vaknaði í morgun, sem eru stórtíðindi út af fyrir sig, og klæddi mig í öskudagsbúning.  

Þetta árið ákvað ég að vera Fjósakonan.  Mér fannst það virðulegt.... minnti á Fjallkonuna.  Smile

.

Þegar í búninginn var komin, fór ég í vinnuna.  Ég var rekin heim. 

.

Ekki fór ég þó heim, heldur gekk í búðir og söng fyrir alla sem heyra vildu.  Það vildi enginn heyra.  Eftir fyrsta tóninn var skutlað í mig sælgæti og ég rekin út. 

  GetLost

Þegar ég hafði fyllt sælgætispoka á örskömmum tíma, fór ég heim. 

.

Ég var rekin í bað.

 

Mér var sagt að það væri vond lykt af mér. 

 

Og ég sem keypti hana sérstaklega í tilefni dagsins !!!!   Gasp

 

 

 

012

.


Bridge.

 

Þessi færsla er fyrir briddsara.  Wink

Eitt eftirminnilegasta spil sem ég hef spilað, var á móti tveimur stelpum, 12-13 ára.

Eftir nokkra sagnhringi, enduðum ég og makker minn í 6 spöðum á mína hendi í austur.

SUÐUR doblar.  Spilið byrjar og ég sé strax að ég á öll spilin, nema hvað mig vantar laufaás og spaðadrottningu.  Við makker minn erum með 9 spaða.  

Jahá.... svona ung stelpa doblar ekki nema hún eigi allt sem mig vantar.  LoL  Þetta spil liggur svo augljóst fyrir að ég er að springa úr hlátri.

Ég spila laufi og NORÐUR drepur á laufaás.  Ó !  Blush      Aha... LoL .... ég hlæ enn meira inni í mér.       Nú er algerlega borðleggjandi að doblarinn á spaðadrottningu, annaðhvort þriðju eða fjórðu. 

Þá er að vinda sér í verkefnið...... spila spaðagosa og síðan tíu... og svína.  Skítlétt !

Þá gerðist hið óvænta.........  NORÐUR drap á spaðadrottningu.  Frown  Norður átti báða slagina.  Blush

Þær léku laglega á mig.  Suður doblaði með nákvæmlega ekkert....... sem varð til þess að ég spilaði spilinu niður.  Hefði engin doblað, þá tek ég tvo hæstu í trompi og drottningin dettur í.

Maður skyldi aldrei vanmeta unga fólkið.


Yfir mig.

 

images       

      Ég svaf yfir mig í morgun.

 

 

 

homerII

 

 

Í hádeginu fór ég heim og borðaði yfir mig.

 

 

 

simp

 

 

 


Vatnsdeigslangloka.

 

Loksins, loksins slæ ég í gegn.  Cool

Í dag fann ég upp dálítið mjög sérstakt, óvenjulegt og merkilegt.

VATNSDEIGSLANGLOKAN hefur litið dagsins ljós í alfyrsta skipti í allri veröldinni;

.

vatnsdeigslangloka 

.

Ég mun verða virt og dáð um alla framtíð...allavega svona einn dag á ári...FootinMouth... eftir hádegi.

Er þetta ekki frábært ?!

Næsta skref er að frá einkaleyfi á gripinn.  Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 343524

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband