Færsluflokkur: Spil og leikir

Uppskrift óskast.

 

s_175      Nú er bolludagurinn á morgun og ég ætla að gera nokkrar tebollur.

      Kann einhver uppskrift að tebollum,  hvað á að nota mikið te ?  FootinMouth


Hestarnir.

.

Ívar

. koníak

 

 

 

 

 

 

.

 

.

Má ég kynna:  Ívar, móálóttur litföróttur og Koníak, jarpskjóttur... úr minni eigin hrossarækt.  Wink

Hestarnir voru teknir á hús í dag.  Ég komst að því í leiðinni að mig vantar kúlu.  Þegar ég ætlaði að hengja hestakerruna aftan í bílinn, greip ég í tómt.  Engin kúla !!  Svik og prettir að selja manni kúlulausan bíl.  Pouty  Jæja, skítt með það... Smile

Mig langaði bara að sýna ykkur myndir af mínum gullfallegu gæðingum. 

.

hest . hestur

 


Þýðir voff alltaf voff ?

 

Allir hundar segja Voff.  En ætli þeir skilji hver annan ?  Ef íslenskur fjárhundur hittir kínverskan smáhund og sá kínverski geltir,.... skyldi sá íslenski skilja geltið eða er þetta kínverskt Voff ?

Ég gerði einu sinni smá tilraun í Danmörku.  Var inni á dönsku heimili og þar var labradorhundur.  Hann hlýddi skipun eiganda síns um að setjast.  Hann hlýddi mér líka þegar ég sagði honum að setjast á dönsku.  Ef ég hins vegar notaði sama látbragð en sagði "sestu" á mínu ylhýra máli,  þá horfði hann bara á mig með heimskulegum hundasvip og gerði ekki neitt.  Hann skildi ekki íslenskuna.

 

En er Voff alþjóðlegt ?  FootinMouth

.

f-v.0.9-eu-46be7c2c0fda446be7c2c14bb8    factbox-v.0.9-eu-46c7a05b0615946c7a05b0af78 

 


Vinir mínir.

 

g_sjalf_303937

.

Ragnheiður er risavaxin sál
rjómablogg hún matreiðir hvern dag 
Einstök er hún, alveg eins og nál 
en heystakkurinn er í næsta brag

___________________________

.

halldor-mynd

.

Núna verð um heystakkinn að semja
ekki var það ætlun mín, ó Guð
Halldór kann á lyklaborð að lemja
svona líka ómetanlegt tuð.

____________________________

.

16-01-2008_411021

.

Bloggvinina vel ég kann að meta
og einn þeirra mér innilega kær.
Af hverju ?  Jú, reynið bara að geta...
hann yljar gjarnan mínar köldu tær  InLove

.


Ástæða fyrir öllu.

 

Það kyngdi niður snjó í dag.... líklega einum 7-8 cm. í viðbót við það sem fyrir var. 

.

20050107-02-snow-in-backyard-1-1

.

En það eru ekki tíðindin í þessu bloggi heldur það, að ef nágrannarnir hafa á einhverjum tímapunkti, velt því fyrir sér hvort ég væri ekki með öllum mjalla, þá fengu þeir óyggjandi
svar við því í dag.

Þegar ég kom heim úr vinnunni, tók ég nýja kústinn minn, smellti mér út á bílastæði og fór að sópa snjónum.  Ég sópaði og sópaði...... og munaði minnstu að ég skúraði líka.  Wink

Svipurinn á nágrannakonunni  var svona  ég-trúi-ekki-mínum-eigin-augum-svipur,   þar sem hún stóð með nefið þjappað við gluggann, í stofunni heima hjá sér.  Heil hersing mætti með nefið á stofugluggann.  

.

window_1 

En manni er nú nokk sama hvað fólk hugsar.... enda er það eitthvað sem ekki er hægt að ráða við.
Ég hélt áfram að sópa og sópa..... alveg þangað til ég fann síma dóttur minnar undir snjónum. Smile
Hún hafði týnt símanum í morgun og maður kann nú að leita.

__________________________________

Það er oftast ástæða fyrir undarlegri hegðun.  Cool

 


Furðulegur draumur.

 

Nú reynir á draumspekinga.  Wink

 

Mig dreymdi í nótt að ég var með eitthvað í hálsinum, sem að meiddi mig.  Ég kastaði upp og þá komu glerbrot út úr mér,  glerbrot eins og koma af óbrjótanlegum glösum.  Aftur og aftur kastaði ég upp glerbrotum og fannst mér eins og það væru u.þ.b. tvö glös, sem ég losaði mig við. 

Hvad i himmelen þýðir þetta ?

Ekki spyrja mig hvernig glösin komust inn í mig ?  Pouty

 


Eins gott !

.

Alvöru vini má þekkja á því að þótt þú hafir

gert þig að algjöru fífli, finnst þeim þér samt

við bjargandi.

.

head4714b5fb005c2

.


Sparisjóður grínista og nágrennis - uppgjör.

 

Sparisjóðurinn var stofnaður í mars 2007 og hefur reksturinn gengið bærilega.  

Eins og staðan er núna, erum við í frjálsu falli, samkvæmt nánasta ráðgjafa sjóðsins, Bobotov.  Takið eftir bloggvinalistanum hans.  Wink  Sparisjóðsstjórinn hefur sérstakar mætur á fólki sem hefur svona afburðagóðan smekk.  Joyful

Eruð þið búin að kíkja á Bobo ?

------------------------------------

Ok, þá held ég áfram. 

SGON fjárfesti í málverki á árinu, eins og Sparisjóða er siður, venja og hefð.

.

hugljuf

.

Það held ég nú.  Smile  Þessa mynd málaði vinkona mín, Helena.   Klíkuskapur og ekkert annað, eins og fyrirtækja er siður, venja og hefð.  Grin

--------------------------------------

Sparisjóðurinn opnaði tvö útibú erlendis á árinu.  Annað útibúið er í Noregi og þar réð ég auðvitað vinkonu mína, hana Helenu.  Blush 

Hitt útibúið er rekið í Svíþjóð,  af Gunnari Svíafara.  Gunnar þroskaðist mikið í starfi á árinu.  Reyndar leit hann út eins og tveggja ára þegar ég réð hann..... síðan breyttist hann, nánast yfir nótt.  Það er áhyggjuefni fyrir Sparisjóðinn því með þessu áframhaldi verður hann orðinn ellilífeyrisþegi um mitt árið.  Pouty  Verkefni Gunnars eru aðallega að laga útlit og virkni bloggsins fyrir Sjóðinn, auk þess sem honum er gert að benda á skemmtileg spil og leiki.  Cool

---------------------------------------

Eins og önnur fyrirtæki, ætlar Sparisjóðurinn að gera meira og meira og alltaf miklu meira en nokkurn tíma hefur áður þekkst. 

Í bígerð er að fjárfesta í fleiri myndum og horfir SGON hýrum augum á myndirnar hjá Maddý.  sem er besti fuglaljósmyndari í öllum heiminum.  Happy    Jafnvel hefur komið upp sú hugmynd að fá eins og eina Kríu í LOGO sjóðsins.    Það eru tilmæli sjóðsins að viðskiptavinir skelli sér á síðuna hjá Maddý og smelli þar á þessa mynd.  Þá verður Maddý vinsæl í útlöndum og myndirnar verðmætari, sem er hagur sjóðsins ef af viðskiptum verður.  Wink  

.

kría

.

Eiginfjárstaða mín persónulega er allgóð en Sparisjóðurinn á lítið grín á lager.  Eiginlega bara einn brandara.  Blush   Ég biðla því til viðskiptavina að vera duglega að leggja inn spaug og spaug.

Sjaldan fellur grínið langt frá brandaranum.

 

Maður er það sem maður hugsar.

.

Þegar snjór er yfir öllu og dagarnir dimmir, er gott að grafa upp mynd af fögru íslensku landslagi, tekna að sumarlagi......... og láta sig dreyma.  Sleeping

Ég vildi gjarnan vera stödd þarna, með tjald við árbakkann,  liggja í grasinu og  skoða himininn, lygna svo aftur augunum og anda að mér fersku fjallaloftinu.   That is life !  Joyful

.

iceland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 343525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband