Færsluflokkur: Spil og leikir
2.5.2007 | 16:36
Æjæjæ.
Umræðuefni dagsins er EKKI Ásta Möller því ég velti mér ekki upp úr óförum annarra. Ætla meira að segja að taka upp hanskann fyrir hana og segja að ÞAÐ ER KVENLEGT AÐ GERA MISTÖK..... þótt þetta hafi nú líklega verið með því allra kvenlegasta sem ég hef séð.
En hún er altså ekki umræðuefnið mitt.
Umræðuefnið er sannsöguleg frásögn af óförum hestamanns. Þannig var að nokkrir kallar fóru saman í reiðtúr og höfðu pela með í för. Þetta var fyrir mörgum árum. Þegar þeir týndust svo heim um nóttina, voru þeir í afar mismunandi ástandi. Það væri ekki fært í stílinn þótt ég leyfði mér að segja að einhverjir voru á skallanum. Einn af þeim sem svo var ástatt um, var með tvo hesta. Sá þurfti að pissa - eins og gengur - og gekk afsíðis með hestana sína. Svo þurfti kall auðvitað að halda í litla manninn svo hann krækti taumunum upp sitthvora hendina og notaði svo báðar hendur til að stýra. Sumir eru óheppnir og það var hann í þetta skiptið. Eitthvað fældi hestana svo þeir stukku í burtu, kipptu um leið kalli á bakið og þá varð til þessi líka myndarlegi gosbrunnur - þegar kall pissaði beint upp í loft og
þið vitið væntanlega að allt sem fer upp kemur niður aftur...................tja nema blaðran hans Palla litla.
Ég kann ekki við að láta mynd fylgja þessari frásögn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.5.2007 | 17:13
Til sölu hreinræktuð hundahár.
Hundurinn minn er verksmiðja. Hann framleiðir hár og losar sig við þau -inni hjá mér - svo dugir í heilu púðana. Fuglaáhugamönnum er bent á að nú er tækifærið til að gefa fuglunum hundadúnsæng í hreiðrið sitt. Þótt kílóið af súpukjöti hafi hækkað í dag er verðið á hundahárunum hið hagstæðasta. Getið jafnvel fengið dúsk gegn loforði um að kjósa S. Já og fengjuð koss í kaupbæti. Kyssi orðið jafnt konur og karla þessa dagana og er farin að hafa áhyggjur af þessari þróun. Neeei, djók Smjúts á línuna.
Hugsanlega verður sköllóttur hundur til sölu síðar
1.5.2007 | 10:59
Númer 115
Eigi mér líst á þróun þessa
Það er komin á mig pressa

Í vinsældum rís á moggabloggi
Er hærren Toggi
Ei með pornó að ég trekki
Ég einfaldlega skil´ðett ekki
Hærr´en Jónína Ben
býð aðeins upp´á alþýðugen
og endalausa hrekki.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2007 | 00:16
Pælingar
Ég er bara aðeins að hugsa og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er stundum fyrsti hver, já eða annar hver og nokkrum sinnum þriðji hver en aldrei fjórði hver.
- þessi sem vinnur í happadrætti.
Hver er fjórði hver ? Maður spyr sig
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 14:52
Ör í hjartað.
Mig dreymdi afar undarlegan draum í nótt.
Ég var í öðrum kvenmannslíkama og yngri. Ég var nýbúin að hitta stóru ástina mína. Við kærustuparið vorum saman í húsi og þá kemur kona inn og skýtur okkur bæði í hjartað með örvum. Ég fann sáran sviða. Síðan fannst mér að við hefðum verið mjög heppin og lifðum þetta af en vorum í gíslingu í húsi þessarar illu konu. Mér fannst ég hafa verið þar í langan tíma þegar dyrabjallan hringir. Ég fer til dyra og þar stendur mamma. Hún var í líki fallegrar rauðhærðrar konu, þ.e. ekki sama móðir og ég á í alvörunni. Mamma bjargaði okkur, mér og kærastanum og það voru æsispennandi augnablik þegar við vorum að komast undan. Svo finnst mér líða dálítill tími, ekki mjög langur, en þá fær kærastinn minn hjartaáfall. Ég hélt honum í fanginu og hann sagði "þetta hefur verið yndislegt yndislegt líf með þér".
Þarna gelti hundurinn minn og vakti mig. Hann geltir nánast aldrei á nóttunni en ég var mjög fegin að vakna..... þvílík átök á einni nóttu. púfferípúff.
psssssst. ég réð drauminn sjálf - sjá athugasemd númer 7.
Tek að mér að ráða drauma fyrir aðeins tvöþúsundkall stykkið.
Spil og leikir | Breytt 1.5.2007 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.4.2007 | 00:08
Hvað viljum við ?
Fundurinn með Jóni Baldvini og Bryndísi var roooosalega góður. Maðurinn hefur hæfileika til að koma aðalatriðunum málsins frá sér þannig að allir skilji. Ekki ætla ég að reyna að koma neinu frá mér í skiljanlegu formi - það væri stílbrot. Hins vegar vil ég segja þetta: Lesið allar greinar Jóns Baldvins sem þið komist yfir fram að kosningum. Hvort flugvöllurinn verður hér eða þar eða hvað skoðanakannanir segja...... það eru algjör aukaatriði. Aðalatriði þessara kosninga er hvert við íslendingar viljum stefna í nánustu framtíð. Viljum við jöfnuð eða ójöfnuð, sérhagsmuni eða almannahagsmuni ?
Ogkomasvo.......X-S.......fyrir skynsemi.
29.4.2007 | 10:47
Fundur.
Hvers konar jafnaðarstefna?
29. apríl kl. 19.30 Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram á opnum stjórnmálafundi um jafnaðarstefnuna.
Fundurinn verður í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Félagsbæ, Borgarnesi.
Rúsínan í pylsuendanum verður svo ég, haldandi á SS pylsu.
Rúsínan skorar á alla sem halda að þeir séu ópólitískir og eru ekki búnir að ákveða hvað þeir ætla að kjósa - að kjósa S fyrir SS pylsa
Á ég að birta þetta - eða ekki - eða láta það fara - eða hvað ?
Stundum finnst mér ég fara aðeins yfir strikið en þá færi ég bara strikið aðeins til
28.4.2007 | 23:14
Ég má líka þaddna.
Mér sýnist á bloggvinkonum mínum að það sé modins að vera með allra handanna gátur. Þar sem mér er í mun að skera mig ekki úr fjöldanum - döööööööh - þá kem ég hérna með eina erfiða.
Hvað er það sem fer rooosalega hratt yfir en kemur samt síðast heim ?
HALLÓ ! Lesendur Dúu og Jennýar..... kíkja aðeins hingað og leysa gátu.
Kem ekki með svarið fyrr en eftir 10 athugasemdafærslur.
Spil og leikir | Breytt 29.4.2007 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.4.2007 | 21:02
Honímún.
Gömlu hjónin voru á leið til Akureyrar í tilefni af 50 ára brúðkaupsafmælinu. Þegar þau voru að nálgast Blönduós, voru þau stoppuð af lögreglunni. Sá gamli skrúfar niður rúðuna.
Löggan: Ertu með ökuskírteini ?
Kerla, sem orðin var heyrardauf, snýr sér að manni sínum: Hvað sagði hann?
Karl: HANN VAR AÐ BIÐJA UM ÖKUSKÍRTEINI.
Löggan: Hvert eruð þið að fara ?
Kerla: Hvað sagði hann ?
Karl: HANN VAR AÐ SPYRJA HVERT VIÐ VÆRUM AÐ FARA.
Karl: Við erum að fara á Akureyri.
Löggan: Akureyri, Þar fékk ég þann versta drátt sem ég hef á ævinni fengið.
Kerla: Hvað sagði hann ?
Karl: HANN SAGÐIST HAFA HITT ÞIG Á AKUREYRI.
Spil og leikir | Breytt 29.4.2007 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 14:32
Stjórnlaus eistu.
Rússar misstu stjórn á mörg hundruð eistum.
Það var sagt frá því í hádegisfréttunum.
Vóóó. ég hefði alveg viljað sjá þetta.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 343552
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði