Færsluflokkur: Spil og leikir
10.4.2007 | 11:00
ólögleg parkering.

9.4.2007 | 10:32
Pétur kaddlinn.
Í árdaga bloggsins míns, fyrir tæpum mánuði, rifjaði ég lauslega upp orð Péturs Blöndal en hann mælti svo í útvarpi á síðasta ári: "Það er ekki hægt að lækka virðisaukaskatt á matvæli því það myndi auka svo á offituvanda þjóðarinnar". Nú hinir sjálfstæðis-kaddlarnir hlustuðu ekkert á þessi góðu ráð Péturs og nú er allt að fitna nema peningabuddan mín. Dúa bloggvinkona t.d., hún er núna bara flott að framan og aftan en ekki allan hringinn. Ömmuhundurinn minn hefur svo greinilega bætt á sig.
Sjáiði hlussuna
En eitt er mjög dularfullt. Ég er ennþá ekki farin að fitna og það er kominn apríl.
Mér finnst þetta ekkert sniðugt. Það er aðeins hægt að lesa eitt út úr þessum niðurstöðum. Verslanir í Borgarnesi hafa ekki lækkað verðin eins og þeim bar. Skammisti ykkar bara búðir !
Ef ég verð ekki farin að fitna um nokkur kíló í maí, hringi ég í Samkeppnisstofnun.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 02:02
Surprice !
Nei góðan daginn. Nú geng ég út frá því að málshátturinn í gær hafi aðeins gilt í einn dag og því sé mér frjálst að tjá mig á útopnu án þess að vera stimpluð heimsk..... ótrúlegt hvað ég er stundum bjartsýn.
Um daginn sat ég á hárgreiðslustofu og las brandara meðan ég beið. Mér finnast reyndar þessir blaða-brandarar oftast heldur þunnir en einn var þó svo góður að mínu mati að ég hló eins og hálfviti, alein úti í horni. Hann var eitthvað á þessa leið:
Kona nokkur var nýbúin að eignast kærasta. Hún vildi gera allt til að ganga í augun á gæjanum og hætti því alveg að borða bakaðar baunir, sem hún hafði alla tíð verið mjög veik fyrir. Allt gekk fínt hjá þeim og dag einn er hún gekk niður aðalgötuna fann hún kunnuglega lykt. Bakaðar baunir. Hún hugsaði með sér að það hlyti að vera í lagi að gera eina undantekningu, tölti sér inn á veitingastaðinn og borðaði þrjá skammta af baunum. Síðar þennan sama dag átti hún stefnumót við kærastann. Hún gekk heim til hans og leysti dálítinn vind á leiðinni. Áleit svo að hún væri orðin nokkurn veginn í lagi þegar hún hringdi dyrabjöllunni. Hann kom til dyra, brosti ofurhuggulega og sagði henni að hennar biði dálítið óvænt, batt svo fyrir augun á henni og leiddi inn í borðstofu. Þá hringdi síminn í næsta herbergi. Hann bað hana aðeins að hinkra og svo heyrir hún í fjarska þegar hann talar í símann. Hún ákveður að nota tækifærið og losa aðeins meira. Lyftir annarri rasskinninni og lætur vaða. Óskapleg fýla gýs upp en dömunni létti við þetta. Hún ákveður að klára málið..... rekur við svo mikið að það virðist engan endi ætla að taka og veifar svo klút til að reyna að dreifa ólyktinni áður en hennar heittelskaði kemur til baka. Þegar hann svo lýkur samtalinu nokkrum mínútum seinna og kemur til hennar, brosir hún sínu blíðasta og hann losar klútinn frá augum hennar.
Það sem við henni blasti voru tólf manns sem setið höfðu alveg þöglir við borðstofuborðið. Nýja tengdafjölskyldan.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 10:54
Silence is golden....
Málshátturinn minn:
Þögn er visku tákn
en mælgi heimsku mark.
Ég þekki einn mann sem segir nánast aldrei orð. Hann er mjöööög gáfaður. Hann talar ekki einu sinni af sér þegar hann er fullur..... maður sér það bara vegna þess að þá brosir hann aðeins meira.
Og segi ekki orð meira í dag.
7.4.2007 | 23:17
Eins og gömul rolla.

6.4.2007 | 14:45
Með munninn hennar mömmu.
Eldri dóttir mín fæddist afskaplega matvönd. Hún var strax farin að skyrpa út úr sér barnamaukinu þegar hún var fjögurra mánaða, kannski skiljanlega. Eitt af fjölmörgu sem henni fannst ekki þess vert að borða voru egg. Þegar hún var þriggja ára datt mér í hug að stríða henni oggolítið. Ég sem stríði aldrei neinum. Rétt fyrir páska spurði ég hana hvort hún þyrfti nokkuð páskaegg þar sem hún borðaði ekki egg. Það stóð ekki á svari hjá þeirri stuttu.
"En ég borða alveg pásk".
5.4.2007 | 13:19
Ryk.

4.4.2007 | 21:12
Halló !
Hver vill eiga konu sem kann að fúaverja ??
mmmmmmm.......það er greinilegt að byggingariðnaðurinn er í lægð
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2007 | 19:03
Vinkonur ;)
Jíhaaaaaaaa. Ég er búin að eignast tvær splunkunýjar bloggvinkonur. Er strax farin að hugsa um möguleikana sem gætu opnast í kjölfarið. Við gætum t.d. stofnað félagsskap því þar sem fleiri en tveir koma saman, þar er hópur. Svo skörunglega mælti Guðni Ágústsson um svipað leyti og hann smellti heitum kossi á Búkollu.... minnir mig. Annars er ég að uppgötva að Búkolla var langt á undan sinni samtíð. Hún var farin að plokka sig löngu á undan öllum dömum. Munið þið ekki: "taktu hár úr hala mínum"? Þetta er stórkostlegt ! Núna mega þeir sem umgangast mig búast við því að ég mæli svo: "taktu hár úr augabrún minni og leggðu það á jörðina". Endalaust hagsýn húsmóðir ég, alltaf að sjá nýjar sparnaðarleiðir !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.4.2007 | 18:19
Saga fyrir briddsara.
Það er ekki fallegt að gera grín að öðrum en ég er nú ekki alveg fullkomin svo ég ætla að leyfa mér að gera pínulítið grín að manni einum ónafngreindum.
Maður þessi spilar bridge, er nýbyrjaður og annálaður fyrir að vera lítið skemmtilegur. Ég var satt að segja búin að hlakka dálítið til að spila við hann og sjá hvort hann væri eins leiðinlegur og af var látið. Fyrir þá sem ekki þekkja bridge, þá er EITT LAUF lægsta sögn sem til er og hún þýðir að það er lauf tromp og sagnhafi á að taka sjö slagi. Nú, þessi maður sagði eitt lauf og það var sagt pass allan hringinn. Svo spilar hann spilið og tautar allan tímann við sjálfan sig: "nú læt ég hjartaáttuna" "já, ég drep með tíguldrottningu" "þú setur spaðatvistinn" "Nú svína ég og set hjartagosann".......... en þetta er auðvitað kostur því maður getur verið staurblindur að spila við karl með svona nákvæmri lýsingu á öllu sem gerist við borðið. Jæja, hann spilar sitt eina lauf, fær bara fimm slagi og segir þá þessa brilljant setningu:
"Það er heldur ekki hægt að ætlast til að maður standi svona GLANNASÖGN" !!
Ég gat ekki með nokkru móti þurrkað af mér glottið meðan ég spilaði við karl. Þetta heitir að vera skemmtilega leiðinlegur.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði