Færsluflokkur: Spil og leikir

Fyrst með fréttirnar

Nú um hádegisbil kviknaði í splunkunýrri flotbryggju í Borgarnesi.  Eldurinn barst í bryggjuna þegar verið var að logsjóða nálægt henni.  Slökkvilið, tækjabíll og lögregla komu á staðinn, ásamt fulltrúa tryggingafélagsins.  Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en bryggjan mun vera gjörónýt.

Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttumGrin (ég fréttaþulan (á ekki annars að brosa svona ?)).


efnileg daman.

nú er það aftur bara vinstri og litlir stafir.  doktorinn sagði að ég væri óþekk að hvíla ekki hendina og setti mig í gips. Frown  hef ekki verið svona óþekk síðan ég var tekin með tyggjó á strákaganginum í den, tvöfalt agabrot og mikil skömm sem ég er ennþá að reyna að vinna úr. 

við eldri dóttir mín vorum að spjalla áðan og hún sagðist vera farin að borða róstabív samloku og að hún fengi stundum tillöngun í eitthvað nýtt.  þetta fannst mér dáldið skemmtilegt.  eða eins og sigga beinteins myndi segja:  hún tekur orðin og gerir þau að sínum. LoL  Það er sjálfgefið að hún er efniviður til setu í nýyrðanefnd stelpan.

 


Draumur og veruleiki.

Það eru tvö mál á dagskrá í dag.

Í fyrsta lagi:  Mig dreymdi í nótt að ég var stödd í USA og hitti þar fyrir tilviljun heilan hóp af Staðsveitungum -sem nýlega voru þar á ferð í alvörunni - þótt ég hafi ekki hitt þau fyrr en núna - eftir að þau eru komin heim. Sideways  Ég varð voða glöð og sagði "Nei góðan daginn" Smile  Ekki einn einasti svaraði kveðju minni.  Fararstjórinn, útlendingur muldraði þó kveðju.  Ekki veit ég hvort þessi draumur táknar eitthvað merkilegt, nema kannski að ég sé sérlega leiðinleg, en kalla eftir ráðningum.  En mér finnst að þeir Staðsveitungar sem hugsanlega kynnu að lesa þetta, megi sjá sóma sinn í því að biðja mig opinberlega afsökunar á dónaskapnum.

Í annan stað:  Það fór auðvitað svo að stelpan gerði sér glaðan dag í Reykjavíkurhreppi, fyrst hún á annað borð var komin á staðinn.  Kíkti á Grand hotel - aþþí maður er svo grand áðí.  Nú vill svo óheppilega til að uppáhalds-skemmtistaða-drykkurinn minn, fyrir utan einn ískaldan, heitir Fullnæging.  Þetta er snafs gerður úr Bailys og Mintulíkjör,, obboslega gott.  Þegar ég kom á barinn og ætlaði að fá mér einn slíkan vildi nú ekki betur til en svo að maðurinn sem afgreiddi mig talaði ensku.  Alltaf lendi ég í einhverju svona.  Ég hikaði og vissi ekki alveg hvað til bragðs skyldi taka en lét svo vaða.......  "can i have an orgaism, please" ?  *þögn*  Ég roðna dálítið. Blush Annaðhvort skildi maðurinn mig ekki eða vildi ekki skilja mig.  Ég þori ekki að endurtaka pöntunina en gefst ekki svo auðveldlega upp.  Lét hann því sækja Bailysflöskuna og mintulíkjörinn og snafsglas.  Svo blandaði ég bara sjálf.  Hvað mynduð þið kalla þann drykk ?  Grin  Hmmmmmm.... ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér datt í hug af því þessi síða er opin almenningi. 


X-S

Frábær landsfundur Samfylkingarinnar að baki og við ÆTLUM að skipta um ríkisstjórn. Wink

Ég tók inn síðustu bláu og hvítu töfluna mína í dag.  Þessar sem áttu að leiðbeina sininni í hendinni minni aftur á sinn stað eftir ólöglega parkeringu en sinin er þrjósk og vill sig hvergi hreyfa enda alltaf gaman að kanna nýjar slóðir.  Hún neitar því að fara aftur í gamla slíðrið sitt.  Um það leyti sem ég kyngi, verður mér litið á pakkann og sé þá að á honum stendur:  "Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá".  Gasp  Ó ó ó.... ég var búin að sýna systurdóttur minni pakkann, hvað hafði ég eiginlega gert ?   Sennilega öruggast að bruna með stelpuna á bráðamóttökuna og segja þeim að hún hefði séð lyfjapakkann minn.  Lyfjapakkinn er hálfur gulur og hálfur grænn, ógurlega ljótur.  Örugglega mjög hættulegt fyrir ung augu.  Núna skammast ég mín bara helling.  Hvað annað get ég gert ?

 


Vink vink.

Fram fram Samfylking, forðum okkur hættu frá, því Geiri og Grani vilja öllu ná. Whistling

Núna ætlar stelpan á Landsþing Samfylkingarinnar.  Ekkert bull í gangi þessa helgi, enda á þeirri skoðun að stundum sé nóg nóg. 

Eigið yndislegt líf um helgina Wink

 


Boðflenna.

Stundum undra ég mig á því, í lýðræðisþjóðfélagi, hvað fólk fær misjafna meðhöndlun.  Tek sem dæmi að fyrir mörgum árum fletti ég sjálfri mér upp í símaskrá á netinu.  Hef sennilega verið að kanna hvaða titil ég bar. Wink  Upp á skjáinn komu þáverandi eiginmaður minn, einhver kona og ég.  HA !  Vorum við orðin þrjú og ég hafði ekki tekið eftir því ?  Aha, viðhaldið orðið dáldið kræft fannst mér. W00t  Einhverra hluta vegna hafði ég ekki húmor fyrir þessu svo ég hringdi í Símann og tilkynnti þeim að þessi kona byggi ekki með mér.  Maðurinn í símanum sagðist ekkert geta gert að því.  Fólk mætti bara skrá sig þar sem það vildi. 

Ég var sem betur fer fljót að hugsa á þessum árum og sagði við hann.  "Já er það ?  Þá ætla ég að biðja þig að skrá mig til heimilis að Bessastöðum." Grin 

Maðurinn breytti reglum símafyrirtækisins á nóinu og flutti aukakonuna af heimilinu. 

 

 


Smá klúður í viðbót.

Þegar ég var fyrst á gelgjuskeiðinu (er það ennþá) komst ég í málningardót móður minnar.  Þar var margt forvitnilegra hluta.  Þarna ákvað ég að mála mig og prófa að verða "kona". Wink   Gaf mér langan tíma og vandaði mig rosalega.  Nú, svo leit ég í spegil og úps !  Það var ekki allt í andlitinu á mér sem þar átti að vera. Pinch   Ég gekk til mömmu en þegar hún leit á mig fékk hún krampakast.  Held ég hafi ekki séð hana hlægja svona mikið nokkurn tíma nema helst í eina skiptið sem hún var drukkin að mér ásjáandi en þá flissaði hún viðstöðulaust allt kvöldið.  Málið var að ég var varalaus Blush .  Notaði bóluhyljara sem varalit og útkoman var stelpa með augu og nef en ekkert þar fyrir neðan.  Eftir þetta gerðist ég strákastelpa.  Málaði mig næst þegar ég var 24 ára en hef ekki fengist til að nota varalit síðan. 

Leiðbeiningar hvað ?

Vinkona mín var í heimsókn.  Hún spurði hvort ég hefði ekki lesið leiðbeiningarnar á bláu og hvítu töflunum mínum.  Nei !  Til hvers?  Held ég kunni allt sko.  Stundum kann ég samt ekki aaalveg allt.  Þegar ég fór á kosningavöku við síðustu bæjarstjórnarkosningar, langaði mig aðeins að punta mig.  Ég keypti mér brúnkuklút.  Svo var planið að fara í bað, bera á sig brúnkuna og mála sig smá og vera sætust. Wink  Eftir baðið tók ég klútinn úr bréfinu og bar á mig mjög vandlega en merkilegt nokk, ekkert gerðist.  Fór þá aðra umferð, aðeins fastari strokur en allt kom fyrir ekki. Woundering  Hmmmm..... jæja, lét mig þá hafa það að lesa miðann:  Berist á jafnt og þétt.  Virkar eftir 4 tíma. Gasp 

Klukkutíma seinna mætti ég í partýið snjóhvít en yfirgaf samkvæmið brún eins og indíáni. InLove    Vil ekki vita hvað fólkið hugsaði.


Bara spyr.

Er einhver að dáðst að því hvað ég er orðin flink með vinstri ?? Tounge


Hollt fyrir sálina.

Ég hef lært... að besta kennslustofa í heimi er við fótskör eldra fólks.
Ég hef lært... að þegar þú ert ástfanginn, þá sést það.
Ég hef lært... að ef einhver segir við mig: „þú hefur bjargað deginum“, þá bjargar það mínum degi.
Ég hef lært... að barn sem sofnar í faðmi þér er en friðsælasta tilfinning í heimi.
Ég hef lært... að það að vera réttsýnn er mikilvægara en að hafa rétt fyrir sér.
Ég hef lært... að þú skalt aldrei segja nei takk við gjöf frá barni.
Ég hef lært... að ég get alltaf beðið fyrir þeim sem ég hef ekki mátt til að aðstoða á annan hátt.
Ég hef lært... að það er alveg sama hversu alvarlegt líf þitt er, allir þurfa að eiga vin sem þeir geta hagað sér asnalega með.  (ójá!!!)
Ég hef lært... að stundum er hönd til að halda í og hjarta sem skilur allt sem maður þarf. Ég hef lært... að stuttur göngutúr með föður mínum í sveitinni á sumarkveldi þegar ég var barn gerði kraftaverk fyrir mig þegar ég var fullorðinn.
Ég hef lært... að lífið er eins og klósettpappír, þeim mun nær sem dregur að endanum, þeim mun hraðar fer lífið.
Ég hef lært... að við eigum að vera glöð að Guð gaf okkur ekki allt sem við báðum um.
Ég hef lært... að peningar kaupa ekki tíguleika.
Ég hef lært... að það eru þessir litlu daglegu hlutir sem gera lífið sérstakt.
Ég hef lært... að undir hörðum skráp hvers og eins er manneskja sem þráir að vera metin að verðleikum og elskuð.
Ég hef lært... að Guð gerði ekki allt á einum degi. Hvað fær mig til að halda að ég geti það?
Ég hef lært... að það að horfa framhjá staðreyndum, breytir þeim ekki.
Ég hef lært... að þegar þú ætlar að jafna um við einhvern, ertu aðeins að leyfa honum að halda áfram særa þig.
Ég hef lært... að ást, ekki tími, læknar öll sár.
Ég hef lært... að auðveldasta leiðin fyrir mig til að vaxa sem persóna er að umlykja mig með fólki sem er gáfaðra en ég.
Ég hef lært... að allir sem þú hittir verðskulda að vera heilsað með brosi.
Ég hef lært... að ekkert er ljúfara en að sofa hjá barni þínu og finna andardrátt þess við kinnina.
Ég hef lært... að enginn er fullkominn, fyrr en þú verður ástfanginn af honum/henni.
Ég hef lært... að lífið er hart, en ég er harðari.
Ég hef lært... að tækifæri glatast aldrei, einhver mun grípa þau sem þú misstir af.
Ég hef lært... að þegar þú uppskerð biturð, mun hamingjan banka annars staðar.
Ég hef lært... að ég óska þess að ég hefði sagt pabba mínum að ég elskaði hann, áður en hann dó.
Ég hef lært... að maður á að hafa orð sín bæði mjúk og kær því á morgun gæti maður þurft að eta þau ofaní sig.
Ég hef lært... að bros er ódýrasta leiðin til að bæta útlit sitt. 
Ég læri seinna... að þegar nýfætt barnabarn heldur um fingur þinn, þá ert þú fastur á þeim öngli fyrir lífstíð.
Ég hef lært... að allir vilja lifa á toppi fjallsins, en öll hamingja og velferð skapast á meðan þú ert að klífa það.
Ég hef lært... að það er best að gefa góð ráð við aðeins tvær kringumstæður, þegar þeirra er óskað og þegar aðstæður eru lífshættulegar.
Ég hef lært... að ég get ekki valið hvernig mér líður, en ég get valið hvað ég geri í því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband