Færsluflokkur: Spil og leikir
17.4.2007 | 13:59
Fyrst með fréttirnar
Nú um hádegisbil kviknaði í splunkunýrri flotbryggju í Borgarnesi. Eldurinn barst í bryggjuna þegar verið var að logsjóða nálægt henni. Slökkvilið, tækjabíll og lögregla komu á staðinn, ásamt fulltrúa tryggingafélagsins. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en bryggjan mun vera gjörónýt.
Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum. (ég fréttaþulan (á ekki annars að brosa svona ?)).
16.4.2007 | 17:19
efnileg daman.
nú er það aftur bara vinstri og litlir stafir. doktorinn sagði að ég væri óþekk að hvíla ekki hendina og setti mig í gips. hef ekki verið svona óþekk síðan ég var tekin með tyggjó á strákaganginum í den, tvöfalt agabrot og mikil skömm sem ég er ennþá að reyna að vinna úr.
við eldri dóttir mín vorum að spjalla áðan og hún sagðist vera farin að borða róstabív samloku og að hún fengi stundum tillöngun í eitthvað nýtt. þetta fannst mér dáldið skemmtilegt. eða eins og sigga beinteins myndi segja: hún tekur orðin og gerir þau að sínum. Það er sjálfgefið að hún er efniviður til setu í nýyrðanefnd stelpan.
16.4.2007 | 12:33
Draumur og veruleiki.
Það eru tvö mál á dagskrá í dag.
Í fyrsta lagi: Mig dreymdi í nótt að ég var stödd í USA og hitti þar fyrir tilviljun heilan hóp af Staðsveitungum -sem nýlega voru þar á ferð í alvörunni - þótt ég hafi ekki hitt þau fyrr en núna - eftir að þau eru komin heim. Ég varð voða glöð og sagði "Nei góðan daginn"
Ekki einn einasti svaraði kveðju minni. Fararstjórinn, útlendingur muldraði þó kveðju. Ekki veit ég hvort þessi draumur táknar eitthvað merkilegt, nema kannski að ég sé sérlega leiðinleg, en kalla eftir ráðningum. En mér finnst að þeir Staðsveitungar sem hugsanlega kynnu að lesa þetta, megi sjá sóma sinn í því að biðja mig opinberlega afsökunar á dónaskapnum.
Í annan stað: Það fór auðvitað svo að stelpan gerði sér glaðan dag í Reykjavíkurhreppi, fyrst hún á annað borð var komin á staðinn. Kíkti á Grand hotel - aþþí maður er svo grand áðí. Nú vill svo óheppilega til að uppáhalds-skemmtistaða-drykkurinn minn, fyrir utan einn ískaldan, heitir Fullnæging. Þetta er snafs gerður úr Bailys og Mintulíkjör,, obboslega gott. Þegar ég kom á barinn og ætlaði að fá mér einn slíkan vildi nú ekki betur til en svo að maðurinn sem afgreiddi mig talaði ensku. Alltaf lendi ég í einhverju svona. Ég hikaði og vissi ekki alveg hvað til bragðs skyldi taka en lét svo vaða....... "can i have an orgaism, please" ? *þögn* Ég roðna dálítið. Annaðhvort skildi maðurinn mig ekki eða vildi ekki skilja mig. Ég þori ekki að endurtaka pöntunina en gefst ekki svo auðveldlega upp. Lét hann því sækja Bailysflöskuna og mintulíkjörinn og snafsglas. Svo blandaði ég bara sjálf. Hvað mynduð þið kalla þann drykk ?
Hmmmmmm.... ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér datt í hug af því þessi síða er opin almenningi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 20:31
X-S
Frábær landsfundur Samfylkingarinnar að baki og við ÆTLUM að skipta um ríkisstjórn.
Ég tók inn síðustu bláu og hvítu töfluna mína í dag. Þessar sem áttu að leiðbeina sininni í hendinni minni aftur á sinn stað eftir ólöglega parkeringu en sinin er þrjósk og vill sig hvergi hreyfa enda alltaf gaman að kanna nýjar slóðir. Hún neitar því að fara aftur í gamla slíðrið sitt. Um það leyti sem ég kyngi, verður mér litið á pakkann og sé þá að á honum stendur: "Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá". Ó ó ó.... ég var búin að sýna systurdóttur minni pakkann, hvað hafði ég eiginlega gert ? Sennilega öruggast að bruna með stelpuna á bráðamóttökuna og segja þeim að hún hefði séð lyfjapakkann minn. Lyfjapakkinn er hálfur gulur og hálfur grænn, ógurlega ljótur. Örugglega mjög hættulegt fyrir ung augu. Núna skammast ég mín bara helling. Hvað annað get ég gert ?
13.4.2007 | 12:48
Vink vink.
Fram fram Samfylking, forðum okkur hættu frá, því Geiri og Grani vilja öllu ná.
Núna ætlar stelpan á Landsþing Samfylkingarinnar. Ekkert bull í gangi þessa helgi, enda á þeirri skoðun að stundum sé nóg nóg.
Eigið yndislegt líf um helgina
12.4.2007 | 21:32
Boðflenna.
Stundum undra ég mig á því, í lýðræðisþjóðfélagi, hvað fólk fær misjafna meðhöndlun. Tek sem dæmi að fyrir mörgum árum fletti ég sjálfri mér upp í símaskrá á netinu. Hef sennilega verið að kanna hvaða titil ég bar. Upp á skjáinn komu þáverandi eiginmaður minn, einhver kona og ég. HA ! Vorum við orðin þrjú og ég hafði ekki tekið eftir því ? Aha, viðhaldið orðið dáldið kræft fannst mér.
Einhverra hluta vegna hafði ég ekki húmor fyrir þessu svo ég hringdi í Símann og tilkynnti þeim að þessi kona byggi ekki með mér. Maðurinn í símanum sagðist ekkert geta gert að því. Fólk mætti bara skrá sig þar sem það vildi.
Ég var sem betur fer fljót að hugsa á þessum árum og sagði við hann. "Já er það ? Þá ætla ég að biðja þig að skrá mig til heimilis að Bessastöðum."
Maðurinn breytti reglum símafyrirtækisins á nóinu og flutti aukakonuna af heimilinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2007 | 08:38
Smá klúður í viðbót.



Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 22:29
Leiðbeiningar hvað ?
Vinkona mín var í heimsókn. Hún spurði hvort ég hefði ekki lesið leiðbeiningarnar á bláu og hvítu töflunum mínum. Nei ! Til hvers? Held ég kunni allt sko. Stundum kann ég samt ekki aaalveg allt. Þegar ég fór á kosningavöku við síðustu bæjarstjórnarkosningar, langaði mig aðeins að punta mig. Ég keypti mér brúnkuklút. Svo var planið að fara í bað, bera á sig brúnkuna og mála sig smá og vera sætust. Eftir baðið tók ég klútinn úr bréfinu og bar á mig mjög vandlega en merkilegt nokk, ekkert gerðist. Fór þá aðra umferð, aðeins fastari strokur en allt kom fyrir ekki.
Hmmmm..... jæja, lét mig þá hafa það að lesa miðann: Berist á jafnt og þétt. Virkar eftir 4 tíma.
Klukkutíma seinna mætti ég í partýið snjóhvít en yfirgaf samkvæmið brún eins og indíáni. Vil ekki vita hvað fólkið hugsaði.
11.4.2007 | 19:52
Bara spyr.
Er einhver að dáðst að því hvað ég er orðin flink með vinstri ??
11.4.2007 | 18:43
Hollt fyrir sálina.
Ég hef lært... að besta kennslustofa í heimi er við fótskör eldra fólks. |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði