Blogg-forystugrein.

 

Ég veit ég er sauður (hrútur) en forystusauður í bloggforystu..... held ekki.  Grin 

Var beðin að birta eftirfarandi texta:

 

Er hægt að biðja bloggforystuna að biðja ALLLLLLLA sem vettlingi geta valdið, að mæta á Laugardagsvellinum annaðkvöld til að styðja unglingalið stúlkna 19 ára í fótbolta. Þær eru að fara að keppa við Noreg.

 

Mér finnst nú samt skrýtið að þurfa að vera í vettlingum í þessu blíðviðri.  Woundering

 

 


Ég komst á kelerí í gær.

 

Mér finnst gaman að umgangast mér eldra fólk.

 

Í gærkvöld fékk ég í heimsókn fjórar konur með meðalaldur nálægt sjötíu árum.

Við hlógum allar og skemmtum okkur mjög vel.

Eldra fólk er almennt umburðarlyndara en það yngra.

Það er líka þroskaðra og veit svo margt.

 

Þegar þær fóru,  knúsuðu þær mig allar eina bunu.

Og þegar tvær þeirra tóku utan um mig aftur, gat ég ekki orða bundist:

"Þetta fer að verða kelerí stelpur"  Blush

 

Allt er betra en ekkert !


Morgunstund gefur gull í mund.

 

 

Með það í huga ríf ég mig upp fyrir allar aldir.

Allar aldir !  Gasp  Hvenær koma þær ?  Hef ég kannski vaknað alltof snemma, ehmmm ?

 

Gull

 

( Skrambans slóð !  Nú sjá allir að ég stal myndinni af netinu en tók hana ekki sjálf. Blush )

 

Aftur að efninu....... nú kem ég með smá orðskýringu í boði hússins

Mund þýðir hönd

Morgunstund með gull í mund þýðir því væntanlega gullmoli í lófa mínum innan skamms.

 

Þetta er stórsniðugt.  Grin

Ef mér þætti ekki gaman í vinnunni, myndi ég hætta að vinna og vakna bara snemma einstaka sinnum,  þegar ég þyrfti smá gullmola.

Allavega er ég vöknuð núna, löngu fyrir aldirnar, þrátt fyrir að vera í sumarfríi svo nú er bara að bíða og sjá.

Skyldi pósturinn henda inn molanum ?

Þessi dagur er gríðarlega spennandi.  Grin

Samt held ég að mig vanti ekkert gull eins og er.  Það verður því annað spennandi dæmi hver fær gullmolann sem kemur kannski í póstinum á eftir.  Wink


Bloggfærslur 17. júlí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband