Ég komst á kelerí í gær.

 

Mér finnst gaman að umgangast mér eldra fólk.

 

Í gærkvöld fékk ég í heimsókn fjórar konur með meðalaldur nálægt sjötíu árum.

Við hlógum allar og skemmtum okkur mjög vel.

Eldra fólk er almennt umburðarlyndara en það yngra.

Það er líka þroskaðra og veit svo margt.

 

Þegar þær fóru,  knúsuðu þær mig allar eina bunu.

Og þegar tvær þeirra tóku utan um mig aftur, gat ég ekki orða bundist:

"Þetta fer að verða kelerí stelpur"  Blush

 

Allt er betra en ekkert !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér finnst það flott hjá þér að komast á kelerí, ég hinsvegar, opnaði 4 bjóra í gærkvöldi til að fagna 4. bloggfélaga mínum sem ég var fljót að setja í 2. sæti.

Ég fór samt ekki á fyllerý, fékk frumburðinn og hennar ekta maka til að hjálpa mér. Ók, ég drakk 2, því minn heitt elskaði er hættur.  

Hvernig verður þetta hjá ykkur í sundkeppninni, verður þetta ekki ein allsherjar orgía?  Nefnilega, spurnig hvort ég eigi að skrá mig. Var sunddrottning skólans hérna um árið (líka skákdrottning).  Ég er auðvitað „snillingur“ skiluru þessvegna vil ég ekki opinbera mig fyrir alþrjóð skiluru. Tek stundum Sylvíu nótt á þetta til að villa á mér heimildir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó Ingibjörg !  Það má ekki nefna orð eins og (ætla að skrifa það afturábak svo ég nefni það ekki líka)  aígro go ýrellyf  á mínu bloggi.  Ég er að reyna að hafa bloggið mitt hreint og fagurt.    Oftast !

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gersamlega og algjörlega skilið, mun aldrei nefna þetta aftur og eins og kerlingin sem  hét því að verða hundrað ára eða deyja ella, heiti ég þér því.

Ertu farin að auglýsa landsleikinn annaðkvöld ??????

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 14:45

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú mátt sjá um það gæskan...... ég er farin í sólbað. 

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mikið er ég fegin að þú skulir geta tekið þér frí frá blogginu gæska.

EN ég á svo fáa bloggvini, getur þú ekki sent á alla í einu.

 Það er engin sól hjá mér, hvar býrðu? ef ég skyldi kíkja  við

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2007 kl. 16:24

6 identicon

Mamma mín er ein af þessum keleríkonum og hún er í sæluvímu hvað þú varst yndisleg. Þú átt miklar þakkir skildar fyrir hvað þú ert þessum gömlu sveitungum þínum góð.  Ferfalt húrra fyrir þér

Bryndís (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 17:38

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó, takk Bryndís.   Enn einn gullmolinn á borðið mitt í dag.  Málið er að ég hef mjög gaman af þessu sjálf. 

Anna Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 342839

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband