Drottningar-réttinda-baráttan - tileinkuð Hugarflugu.

 

content_rubylee

.

.

Þegar sumarið kom yfir sæinn

þá flugan mín bauð góðan daginn

Taktu kallinn minn, Anna mín góða

ég nenn´ekk´að eig´ennan slóða

Hann lyftir ei væng eða fæti

það eina sem hann kannski gæti

er að opna sinn munn til að borða

og maka sig við mig.... án orða  Whistling

.

Og saman við suðuðum allar

nú gerið þið gagn, flugukallar

Bzzzzzz  bzzzzzz sögðu þeir þá  (bzzzzz-a mátulega lengi svo passi inn í sönginn)

og flugu í hringi, eina tvo þrjá

.

Og síðan þeir biðu kófsveittir

og opnuðu munninn sinn þreyttir

það er erfitt að vera karlfluga

að opna, það ætti að duga.

(nú byrjar Hugarfluga aftur)

Hann lyftir ei væng eða fæti

það eina sem hann kannski gæti

er að opna sinn munn til að borða

og maka sig við mig.... án orða.  Whistling

 

 

 


Það hlýtur að vera afar vont............

 

 

 ............. að vera gíraffi með hálsbólgu.

.

.

250px-Giraffe_standing

 

.

........ eða fíll með eyrnabólgu, kvef og magapínu.

.

Stórt vandamál !

.

 

elephant3


Hrós dagsins fá íslenskir karlmenn.

 

Ertu stór eða lítill,   duglegur eða latur,   klaufi eða laghentur  ?

.

Það fer auðvitað alltaf eftir því við hvað er miðað.

.

Íslenskir karlmenn eru ÓTRÚLEGA duglegir ........... miðað við karlkyns býflugur.

.

bombus_lucorum_220205

.

Karlkyns býflugur hafa í raun engu hlutverki að gegna í búinu, gera s.s. ekki neitt.  Þeir sjá ekki um að fóðra lirfurnar eða drottninguna, ekki um að ræsta búið, ekki um að verja búið, enda hafa þeir engan sting og enn síður afla þeir björg í bú.  Lífið hjá þeim er því frekar notalegt.  Þeir sjá um að hafa opinn kjaftinn þegar kvenflugurnar fóðra þá, þeir makast við drottninguna og taka einstaka viðrunarflug í kring um búið þegar þeir þurfa að hreyfa sig. 

.

Kannski ætla ég að verða karl-býfluga í næsta lífi.  Wink

.

Samt svolítið puð að þurfa að opna munninn til að borða.  FootinMouth


Bloggfærslur 26. júlí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband