Pottormurinn.

 

Það er fátt heilbrigðara en að troða sér í heitan náttúrulegan pott úti í guðsgrænni náttúrunni.

Á Snæfellsnesi er einn leynipottur, falinn í hrauni.  Í mörg ár var ég búin að heyra sögur af fólki sem sat heilu sumarkvöldin í pottinum og naut lífsins.

Mig langaði að prófa líka.

Fór því af stað.  Ég vissi nokkurn veginn hvar hann var að finna - þ.e. á hvaða afleggjara ég átti að fara en síðan ekki meira. 

Þegar ég er komin á afleggjarann, hringi ég í bróður minn og læt hann lýsa staðháttum.  Síðan geng ég af stað og leita.  Wink

Eftir nokkurt rölt, hoppa ég upp af kæti !  Þarna er hann, ég sé gufuna.

Arka þangað en verð dálítið hissa þegar ég kem nær.

"Potturinn" var 15 cm. djúpur þar sem hann var dýpstur og nálægt einum fermetra í ummál.  Fyrir ofan hann var svart rör sem dælir heita vatninu ofan í "pottinn".

Tja, ekki eins stórt og ég hélt...en fyrst ég er komin, þá er bara að demba sér ofan í.

Hátta mig og sest í "pottinn".  Áts !  Það er hraun á botninum.  Pinch

Ég reyni að troða mér í dýpsta hlutann en samt nær vatnið ekki alveg upp að nafla.  Þetta var um vetur. 

Brrrrrr..... kalt á öxlunum og vont að sitja en samt - vera jákvæð Smile

Þetta átti að vera svo notalegt sögðu allir.... svo þarna sat ég í klukkutíma og hafði það næstum því sómasamlegt. 

Nokkru seinna, hitti ég vinkonu mína og lýsi undrun minni á smæð "laugarinnar"  og óheppilega hvössum botni.

Hún rekur upp stór augu. Fer svo og sækir myndaalbúm og sýnir mér pottinn. 

HA !  Þetta er ekki sá sami.  Woundering

Ehhhh...... Blush

.

.

Líklega er ég eina manneskjan á Íslandi sem hef baðað mig í þessu bévítans affalli.

Og það er engin mynd til að drullupollinum.  

 

 


Bloggfærslur 31. júlí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband