Þegar ég var ung og vitlaus....

 

Skrásetning æskuminninga áður en þær falla í gleymsku.........

 -------------------

-Fékk lánaða regnhlíf systur minnar, sem hún hafði fengið í jólagjöf, örstuttu áður.  Það var rok og ein hviðan reif af mér regnhlífina og hún hvarf út í buskann á ógnarhraða.

Þá uppgötvaði ég í fyrsta skipti að sumt hverfur og kemur aldrei aftur. 

-------------------- 

-Það var íþróttamót á Breiðabliki.  Kúluvarparinn kastaði kúlunni eitthvað ónákvæmt.  Hún lenti í höfðinu á bróður hans pabba.  Ég man rosalega mikið blóð.

Þá uppgötvaði ég í fyrsta skipti að fullorðnir menn geta líka fellt tár.

--------------------- 

-Pabbi var búinn að breyta ryksugumótor í smergel.  Hann var alltaf að finna eitthvað upp.  Síðan fór hann að sýna þetta undratæki.  Smergelskífan fór af og tók þumalfingurinn af pabba.  Aftur mikið blóð.

Þá gerðist ég fréttakona...... hljóp á næstu bæi og gólaði: "pabbi missti putta, pabbi missti putta" !

---------------------- 

-Það var dansleikur á Breiðabliki.  Hljómsveitin Stykk.  Ég var 11 ára gömul og bróðir minn 12 og vinkona mín, 11 ára var líka með okkur.  Okkur langaði á ball en gátum ekki spurt, því það var enginn heima.  Svo við fórum bara...   Grin .....á puttanum.  

Á ballinu sá ég frænku mína í sleik við einhvern strák.  Ojj barasta. 

---------------------- 

-Við vorum með eitt allsherjar búó í Dal.  Kofa, potta og pönnur, vegi og bíla, felgu sem við notuðum sem klósett...... allt til alls.  Þangað til pabbi kom einu sinni, vippaði felgunni upp á öxlina og gekk með hana í burtu.

Þá kom skrítinn svipur á okkur krakkana.  LoL

----------------------- 

-Afi hjó hausinn af hananum og haninn hljóp út um allt, hauslaus.

Það var rosalegt.

----------------------- 

-Við vorum í grunnskólanum.  Frænka mín fullyrti að ég kæmist ekki ofan í skúffu sem var í botni skáps.  Ég hélt nú það.  Skreið ofan í skúffuna og hún renndi skúffunni inn og lokaði skápnum pent. 

Þarna uppgötvaði ég að ég gat verið vitlaus.  Grin

------------------------ 

-Amma gaf okkur "kaffi sykur brauð og mjólk" en afi gaf okkur í nefið frá 7 ára aldri.

Þetta var fyrir tíma ESB samningsins.  Wink

------------------------ 

 Svona var nú lífið í gamla daga.   Joyful

.

Já...... og nú er ég bara ung og ekkert vitlaus... eða þannig. 

 

 


Bloggfærslur 22. ágúst 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband