Komin út úr skápnum.

 

 

 

Ég hef bloggað í hálft ár.  Hingað til hef ég haft tveggja ára gamlar myndir af mér í höfundarboxi.  Það var með vilja gert.  Vildi kynnast þessu samfélagi bloggara, áður en ég ætti á hættu að fólk þekkti mig úti í búð eða á götu. 

.

Eftir 6 mánaða veru hérna, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þið, bloggvinir mínir, eruð upp til hópa gott og frábært fólk.  Smile  Þessvegna hef ég sett inn nýja mynd af mér.... u.þ.b. 10 mínútna gamla og nú er því ekkert til fyrirstöðu að þið rjúkið á mig í Bónus og knúsið mig eins og aldagamla vinkonu.

.

Ég er farin út í búð !  LoL

pssssssst..... muna að styrkja Gillí frænku mína, elskurnar.  Sjá næstu færslu.

.

 

Einn..... tveir....... og ............ þrír !  Hér kem ég.  Wink

.

 

Albúm 001

 

 


Láttu gott af þér leiða.

 

Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu í langan tíma, vita að ég á frænku sem er með "ólæknandi" krabbamein.  Gillí frænka er ótrúleg kona.  Hún er svo dugleg að það er næstum því ekki fyndið.LoL    

Hún ætlar og skal, sigrast á þessu meini.  Í september fer hún til Bretlands að heimsækja Matthew Manning, breskan heilara, sem getið hefur sér gott orð fyrir að hjálpa veiku fólki...........    www.matthewmanning.com

 

 

g_st_2007_030_sized 

 

Hér er Gillí með barnabörnunum á splunkunýrri mynd.   Ég hnuplaði myndinni frá henni í skjóli nætur og hún hefur ekki hugmynd um hvað ég er að bralla hérna.  Joyful 

 

Kerfið okkar íslenska, býður langveiku fólki ekki upp á digra sjóði til að spila úr.  Þessvegna hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Gillí.  Hún vill sjálf bara að fyrirtæki styrki hana.... en mér finnst eiginlega, að það sé sama hvaðan gott kemur.  Wink

 

Þessvegna bið ég ykkur, kæru bloggvinir..... að leggja þúsundkall eða tvo inn á þennan reikning

kt. 120161-5559
nr: 513-14-607627

 

og sleppa því að panta pizzu um helgina,  ha !  InLove

 

ÁSTARÞAKKIR !

 

 


Bloggfærslur 24. ágúst 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband