Komin út úr skápnum.

 

 

 

Ég hef bloggað í hálft ár.  Hingað til hef ég haft tveggja ára gamlar myndir af mér í höfundarboxi.  Það var með vilja gert.  Vildi kynnast þessu samfélagi bloggara, áður en ég ætti á hættu að fólk þekkti mig úti í búð eða á götu. 

.

Eftir 6 mánaða veru hérna, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þið, bloggvinir mínir, eruð upp til hópa gott og frábært fólk.  Smile  Þessvegna hef ég sett inn nýja mynd af mér.... u.þ.b. 10 mínútna gamla og nú er því ekkert til fyrirstöðu að þið rjúkið á mig í Bónus og knúsið mig eins og aldagamla vinkonu.

.

Ég er farin út í búð !  LoL

pssssssst..... muna að styrkja Gillí frænku mína, elskurnar.  Sjá næstu færslu.

.

 

Einn..... tveir....... og ............ þrír !  Hér kem ég.  Wink

.

 

Albúm 001

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott mynd, knús á þig þó ég sjái þig ekki úti í búð.

Bjarndís Helena Mitchell, 24.8.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjööög flott mynd Anna og glæsileg þú sjálf. 

Marta B Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hinar myndirnar voru ekkert líkar þér, þarna ertu komin eins og ég man eftir þér norður í Hrútafirði sl. vetur. Ekki fara samt bara í BLÁTT!  Þetta er allavega liturinn okkar þriggja Ægis og okkar

Edda Agnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: kloi

Hvaða unga dama er þetta, farinn að sjá illa.  Ha, er þetta Anna Einars, sú er ungleg. Bæ farinn út í búð

kloi, 24.8.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Glæsileg mynd af þér. Sammála Ægi með bláa litinn. Fer þér vel. Svona blú-s eins og ég sagði um daginn, um tárin og fossana og allt það. (Gleymi ekki Gillí)

Farinn á hátíð í Mosó. Rosastemming alla helgina.Stuðmenn og Gildran í gær og úr nógu að moða alla helgina. 

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2007 kl. 17:55

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég sé þig í BÓNUS

Brynjar Jóhannsson, 24.8.2007 kl. 18:04

7 identicon

sjáumst á hestbaki

Björg F (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:23

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað er að ykkur, það á alltaf að segju satt!

Anna, jú jú þú ert nú ansi sæt, en réttu almennilega úr þér.  Ég hélt að þeir sem eru sunnan af Nesinu, bæru sig betur.  Þú vinnur mig ekki við taflborðið ef þú réttir ekki úr kútnum.  En svona í alvöru elskan, Í hvaða Bónus verlsun verslar þú?  

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.8.2007 kl. 18:26

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þið eruð krútt.    Imba... sérðu ekki að ef ég rétti úr mér... þá er ég komin útfyrir myndina ?

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 18:31

10 Smámynd: Brattur

... æðisleg mynd af Önnu litlu, þú ert bara flott hvort sem þú ert bein eða bogin... í bláu eða rauðu...það er alveg klárt mál, en engin hætta á að við hittumst í Bónus... versla aldrei í þeim búðum... trúarbrögð sjáðu... ætli ég verði ekki að fara að skoða myndina af mér í kjölfarið... það halda allir að ég gangi alltaf með járnkarl og erfitt að þekkja mig án hans hmm....

Brattur, 24.8.2007 kl. 18:52

11 identicon

Ja, hérna þú hefur bara lítið breyst í þessi 30+ ár sem ég hef þekkt þig. Kíki oft á bloggið þitt og hef alltaf jafn gaman að.

Bryndís (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 19:18

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Auðvitað, fyrirgefðu mér.

Ég er sammála Bratti, þú ert æðisleg. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.8.2007 kl. 19:22

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sæt og mikil dúlla en þú varst líka krúttleg á hinni.  Svona prakkaraormur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 19:31

14 Smámynd: Hugarfluga

Jú ar vonn fæn húttsí momma!!!

Hugarfluga, 24.8.2007 kl. 19:34

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk krúslurnar mínar fyrir hrós og strokur.     Þetta er svo skemmtilegt að ég kem örugglega með aðra mynd á morgun. 

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 20:01

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hæ Anna sæta;)

Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 20:37

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hæ Heiða fræga. 

Heiða var sko í sjónvarpinu í kvöld...... bíðið aðeins...... já, þið getið séð það  hérna.....

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 21:18

18 Smámynd: Hugarfluga

Hirru ... ég var að adda þér á msn ... ef það er í lagi. Notaði hotmail addressuna sem þú gefur upp á blogginu.

Hugarfluga, 24.8.2007 kl. 21:31

19 Smámynd: Ragnheiður

Þið Gíllí eruð báðar stórfallegar, takk fyrir að sýna sjálfa þig í réttu ljósi...

Ragnheiður , 24.8.2007 kl. 21:40

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hugarfluga..... allt í besta. 

Ragga.... Takk takk.    Ég vona að við hittumst síðar, mín kæra.

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 21:55

21 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Anna kúl...og sæt...eins og alltaf, ekkert breyst. Brattur, járnkarl, ég hélt að þú værir....Brattur stökk á stöng....lítur ekki öðruvísi út fyrir mér á þessari mynd.

Gíslína Erlendsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:11

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það trúir heldur enginn að þú sért AMMA Gillí.      Ömmur líta bara ekki svona út !

Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:22

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hei...þú ert allt öðruvísi en ég hélt, hefði sko ekki þekkt þig svo plottið var alveg að ganga

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 00:20

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jæts hvað fólk villir á sér heimildir á þessum haus-myndum hérna á blogginu. Þú ert sæt. Gaman að sjá þig loksins.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 01:48

25 Smámynd: Þröstur Unnar

Vil vita meira um Hrútafjörðinn.....

Þori ekki að kommenta á gellumyndir

Þröstur Unnar, 25.8.2007 kl. 17:26

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Viltu vita um Hrútafjörðinn ?    Hvað ?

Þú þorir víst...... ég sá kommentið hjá Björgu. 

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 342803

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband