Helena Björnsdóttir.

 

Helena er góð bloggvinkona mín.  Hún er ein af þessum persónum, sem fá mann til að undrast hversu fjölbreytilegt lífið getur verið.  Helena hefur misst sjónina en samt getur hún málað hreinustu listaverk.  Það er mér alveg óskiljanlegt. 

Reyndar segir hún sjálf, að hún hafi ekki getað teiknað Óla prik skammlaust, meðan hún hafði sjón.  Helena gerir oft grín að sjálfri sér og stundum er hún svo djúp að ég kveiki ekki fyrr en mörgum klukkutímum síðar.  Smile

"Mig dreymir um að hafa efni á að leigja mér lítið verkstæði (ætti varla að kosta mikið, ég þarf ekki einu sinni glugga :o) )"  segir hún.

Mörgum klukkutímum eftir að ég las þetta, var ég að láta mig dreyma um verkstæðið hennar Helenu.  Í mínum huga var það bjart og fallegt, með dásamlegu útsýni.  Ég undraðist í huganum, hvers vegna hún gerði ekki kröfur um glugga.  Woundering  Fattlaus og vitlaus ég ! Blush

.

hugljuf                        mynd_fyrir_lindu                                                                               

Myndin mín, HUGLJÚF.          REYKJAVÍK Í HUGA MÉR.        

 

eilif                        hpim0956                  hpim0756             

EILÍFÐIN                       FLJÓTT SKIPAST VEÐUR.        LÍFSTRÉÐ.           

                  

hugmynd                                blaebryg_i

HUGMYND                                     BLÆBRIGÐI. 

.

.

Undanfarin 5 ár, hef ég haft það fyrir reglu, að kaupa eins lítið af drasli og ég get... en í staðinn kaupi ég einu sinni á ári, eitthvað sem mig virkilega langar í.

Árið 2007 varð myndin Hugljúf eftir Helenu fyrir valinu.

.

Ég held að mér sé óhætt að segja, að fimm af myndunum hérna fyrir ofan séu til sölu (ekki tvær efstu) og þær fást fyrir aðeins 25 þúsund.  Þú leiðréttir mig Helena, ef ég er að bulla.  (það væri þá heldur ekki í fyrsta skiptið).  Wink

.

Helena vinkona !   þú ert ekki bloggvinkona mín af þeirri ástæðu að þú málar flottar myndir, né af því að þú átt svo fluggáfaðan hund  Grin....... heldur einfaldlega af því að húmorinn þinn er óborganlegur.

 

 


Bloggfærslur 21. september 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband