Kreppuhappadrætti - allir sem taka þátt fá vinning.

 

Dóttir mín, sem lengi hafði suðað um kettling og ávallt fengið neitun, gaf mér kettlinginn í afmælisgjöf í marsmánuði 2008 með þeim fleygu orðum "Til hamingju með afmælið".  Wizard

Fyrir áttum við einn hund og einn kött.

Ekki var kettlingurinn hættur að vera kettlingur (fannst mér) þegar hún dældi út úr sér fjórum nýjum kettlingum í apríl 2009.   Jasso !  Happy    Afmælisgjöfin ávaxtar sig um 400% á ári og ég þarf ekkert að gera nema telja kettlinga að morgni rétt eins og bankastjórar Landsbankans gerðu forðum með innlán Icesave.

En árið er ekki búið !

Afmælisgjöfin,, Katla Gustavsberg, gerir mikinn mannamun og hún lítur til dæmis ekki við mömmu minni.  Það er sennilega of vægt til orða tekið að hún líti ekki við mömmu.  FootinMouth  Sannast sagna hleypur hún í burtu á harðaspretti ef mamma nálgast.  Sem kom sér illa núna í september.

Mamma átti að passa dýrin í tvær vikur - gefa þeim að borða, hleypa hundinum út, og gefa Kötlu pilluna.

En hvernig sem mamma reyndi,  gat hún ekki gefið Kötlu pilluna.  Kisa hljóp hraðar en mamma.

Og nú er Katla Gustavsberg að fara að ávaxta sig meira.  Hún er bomm. Blush

Þegar ein afmælisgjöf ávaxtar sig allt að því tífalt á örfáum mánuðum, bendir það þá ekki til að dóttir mín hafi óendanlega mikið viðskiptavit ?  Ég hefði haldið það.  Joyful

.

Nú, þar sem ég aðhyllist þá skoðun að lífsgæðum skuli skipt nokkuð jafnt á milli manna, efni ég hér með til kreppuhappadrættis og allir sem taka þátt fá vinning. 

Vinningurinn gæti til dæmis litið svona út;

.

Tevez 

.

Og breytist stöðugt - þetta er sko sami kötturinn og hann stillir sér sjálfur upp;

.

tevez 

.

Það er fátt ánægjulegra en að kúra með kött í fanginu fyrir framan sjónvarpið, hlusta á róandi malið og horfa í aðdáunarfull augun.  Whistling

Köttur á heimilið = meiri ást á heimilinu.

.

Tevx 

.

 


Bloggfærslur 9. nóvember 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband