Hvurskonar viðskiptasiðferði !

 

Fyrirtækið Samson lánar eigendum sínum peninga, m.a. til að kaupa annað fyrirtæki, rétt áður en það fer í þrot.

Hvurskonar viðskiptasiðferði er það ?  Angry

........................

Eins og flestir vita stofnaði Baugur fyrirtækið Hagar og færði allar Bónus verslanir sínar yfir í Haga áður en Baugur varð gjaldþrota.

Ekki nóg með það heldur hefur heyrst að þeir hafi stofnað annað fyrirtæki sem yfirtók skuldir Bónusverslana.

Samkvæmt því eiga Hagar eignir Bónusverslana og eitthvað annað fyrirtæki á skuldir þess.

Debet í einu og kredit í öðru !

Hvurskonar viðskiptasiðferði er það ?  Angry

............................

Ef einhver stjórnmálamaður rekur nefið inn á þessa síðu, þá skora ég á viðkomandi að leggja fram lagabreytingu þess efnis að "Verði eignarhaldsfélag gjaldþrota megi viðkomandi stofnendur þess ekki stofna fyrirtæki næstu 2-3 árin"  og  "Að hver maður megi aðeins eiga eitt fyrirtæki - nema með sérstökum undanþágum frá Fjármálaeftirliti eftir ýtarlega skoðun".

.

Og mér er nett sama um allt frelsiskjaftæði.   Þeir sem berjast fyrir slíku fyrir fjármálamenn ættu frekar að einbeita sér að búðarþjófum.  Veita þeim þá líka frelsi til athafna.  Wink

Það þarf eitthvað að gera til að stöðva menn sem rústa fyrirtækjum eins og ekkert sé á kostnað landsmanna og stofna svo bara ný...... og ný......... og ný....

.

enron_ken 

.

Mér var kennt þegar ég var lítil að maður bæri ábyrgð á sínum skuldbindingum.  Punktur !

.

P.S.  

Ég er veik (og þessvegna læt ég svona)  en kvarta ekki,  því krónan er veikari.  
Hefði líka getað komið í veg fyrir veikindin með góðri vírusvörn.  Whistling

.

 


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband