Að rækta sjálfan sig.

 

Nú þegar líður að vori er vert að huga að vorverkunum.

Það er nú varla að ég þori samt að minnast á helvítis Aspirnar hans Halldórs.  Hann gæti komið hér blótandi og ragnandi og umsvifalaust breytt blogginu mínu í "bannað innan 18".

Ég sleppi því því.

En talandi um vorverkin, þá þarf að huga að ýmiskonar ræktun með vorinu.

Kartöflurnar þrá að komast í mold og eignast helling af kartöflubörnum.  Á síðasta ári fæddust mér bara kartöflu-smábörn.  Bara baunir !   Enda var meðgangan stutt og útsæðið afleitt.   Það má þó alltént hrósa manni fyrir nýjung í matargerð; kartöflusmábaunir.  Whistling

Nú.

Arfinn er ekki eins vitlaus og af er látið og sér sjálfur um útbreiðslu sína.

En ég er þó eins vitlaus og af er látið.  Pouty

Um það getum við verið sammála.

.

Hvernig á ég að rækta sjálfa mig ?

Spurningin er hvort ég eigi að hanga í tré, setja mig niður eða slá mig reglulega ?

En það er ekki nokkur spurning að maður á að rækta sjálfan sig og jafnvel vini sína líka.

.

grow_up_cover 

.


Bloggfærslur 7. mars 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband