Honum finnst í lagi að gera allt.

 

Ég á því láni að fagna að maðurinn minn er einstaklega duglegur heimafyrir.  Hann er svo duglegur að ég verð að hafa mig alla við svo ég nái að gera helminginn af heimilisverkunum.

Í dag vorum við aðeins að ræða verkaskiptingu.  Hann skúrar yfirleitt á meðan ég þurrka af. 

Nú vill svo til að ég er búin að fá leið á að þurrka af.  Frown  Þessvegna opnaði ég fyrir umræðu sem átti að leiða til þeirrar niðurstöðu að við skiptumst meira á.  Ég myndi skúra næst og hann þurrka af ef allt gengi eftir.    

Rétt þegar umræðan er hafin segir hann;  "Mér finnst eiginlega allt í lagi að gera öll heimilisverk".

.

Nú, ég tók hann auðvitað umsvifalaust á orðinu og sagði að fyrst svo væri, mætti hann gera öll heimilisverk framvegis og ég geri þá bara ekki neitt.  Happy

.

happy-housewife


Bloggfærslur 20. júlí 2009

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband