Ég fékk að vita allar réttu lottótölurnar.

 

Á þessum bæ voru áramótin skemmtileg.  Við keyptum fjölskyldupakka af flugeldum, af björgunarsveitinni að sjálfsögðu.  Árið 2007 vorum við bara smápeð í flugeldauppskotum hér í götunni.  Nú skyldi bætt úr því.  Áramótin 2009-2010 ætluðum við okkur að vinna götukeppnina í flugeldasýningu.  Wizard

Til þess að það mætti heppnast þurftum við að beita pínulitlum saklausum brögðum.  Við sátum inni við sjónvarpið þar til gamla árið hvarf og það nýja birtist á skjánum.  Þá tókum við okkur góðan tíma í að kyssa hvort annað gleðilegt nýtt ár.  Kissing  Létum allan tímann sem við sæjum ekki flugelda nágranna okkar. 

Þegar nokkuð var liðið á árið 2010 röltum við okkur út.  Ég og sonur minn settum 6 litlar rakettur upp í einu.  Tendruðum á þremur........ hviss...... paff, paff, paff.  

Þvílík sýning !  Happy 

Síðan, til að agndofa áhorfendur héldu ekki að þetta hefði verið einskær heppni hjá okkur, endurtókum við atriðið.  Tendruðum á þremur........ hviss........ paff, paff, paff.  Wizard

Að okkar mati erum við óumdeilanlega sigurvegarar áramótanna.

.

Eftir flugelda"sýninguna" fór unga fólkið á heimilinu á dansleik.  Heima voru tvær ófermdar dömur og eitt miðaldra sett.  Settið vakti til kl. 03.30 og hlýtur það að teljast góður árangur hjá fólki á þessum aldri.  Tounge

.

Ég vaknaði síðan í morgun við það að ég hristi höfuðið.  Mig dreymdi að einhver var að segja mér allar réttu lottótölurnar en ég vildi ekki sjá þær og sagði nei.  Annaðhvort vinnur maður eða maður vinnur ekki.  Það má ekki segja svona frá........ sagði ég við þau hinumegin.  Halo

.

lotto-2-balls

.

 


Bloggfærslur 1. janúar 2010

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband