Ég er Ragnar Reykás í þessu máli.

 

Eru heilladísirnar að snúast á sveif með okkur Íslendingum ?

Það skyldi þó aldrei vera að ég þyrfti að éta hattinn minn og viðurkenna mistök mín þegar að ég hélt forseta vera að klúðra feitt með synjun undirskriftar á lögin um Icesave.

En mögulega verður þessi óvenjulega aðgerð forsetans til þess að vekja svo mikla athygli umheimsins á okkur og okkar málstað að af hljótist eitthvað gott.

Síðan má náttúrulega nudda Bretum upp úr þeirri staðreynd að sjónarmið Breta hafi verið önnur í deilu við yfirvöld á Ermasundseyjunum Mön og Guernsey þar sem breska ríkisstjórnin neitaði að ábyrgjast innistæður breskra útibúa, meðal annars vegna þess að þeir hefðu ekki notið fjármagnstekna af þeim en Breska ríkisstjórnin hirti einmitt 40% fjármagnstekjuskatt af Icesave reikningunum í Bretlandi.

.

Nú verð ég að hætta........ þarf að éta hattinn minn.  W00t

.

Womens_wool_hat 

.

 


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til marks um heilbrigði að geta skipt um skoðun.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það þarf vit og manndóm til að skipta um skoðun án þess að fá borgað fyrir það.

Til hamingju.

Guðmundur Jónsson, 7.1.2010 kl. 11:51

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef við höldum flokkadrætti frá þessu þá erum við mjög líklega að fara í rétta átt

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2010 kl. 11:57

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nú er ég ánægður með þig Anna - flott færsla hjá þér.  Við íslendingar eigum að sjálfsögðu að sammælast um að halda fram rétti okkar gegn þeim nágrannaþjóðum sem við teljum vera vinaþjóðir okkar, en eru greinilega að reyna að kúga okkur til óásættanlegra samninga í skjóli stærðar sinnar.

Ef í ljós kemur að þú hafðir rangt fyrir þér þá ber ég a.m.k. mikla virðingu fyrir því að þú viðurkennir það, þ.e. ef svo reynist.   Fleiri mættu því taka þig sér til fyrirmyndar !!!

Sigurður Sigurðsson, 7.1.2010 kl. 12:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef við ruggum vagninum nógu mikið gæti þetta orðið þúfan sem veltir hlassinu. Viða um lönd er fólk reitt yfir því að skattpeningum sé mokað í björgunaraðgerðir fyrir ónýtt fjármálakerfi. Vestanhafs túlka menn t.d. stöðuna hér þannig að nú séu skattgreiðendur að rísa upp á afturlappirnar gegn auðvaldinu. Gott mál!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2010 kl. 12:53

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mín skoðun er jafnframt sú að ríkisstjórnin hefur verið að gera sitt allra besta fyrir land og þjóð og fylgt þeirri sannfæringu (sem lengst af hefur verið mín sannfæring líka) að skaðinn sé minnstur með þeirri leið sem þeir hafa farið.  Ég styð ríkisstjórnina því ég tel að hún innihaldi heiðarlegasta fólkið á Alþingi.

Enginn okkar veit hvar þetta mál allt endar.

En okkur er rétt og skylt að endurmeta það, dag frá degi.

Ég vildi óska að þeir sem bera ábyrgð á þessu Icesave máli verði látnir axla þá ábyrgð, bæði bankamenn og þau stjórnvöld sem sýndu af sér það ábyrgðarleysi að einkavæða bankana til örfárra fégráðugra einstaklinga.

Við Íslendingar eigum skilið heiðarlegt, réttlátt samfélag.  Þeir sem aðhyllast þá skoðun að nokkrir "stórkallar" eigi að eiga alla peningana og allar auðlindirnar, þeir mega bara flytja til Tortola. 

Anna Einarsdóttir, 7.1.2010 kl. 13:01

7 identicon

Flott að þora að viðurkenna að þú hafðir rangt fyrir þér. ég hélt líka að ríkistjórnin væri að reyna til að byrja með en það flogið út í veður og vind og eftir þeirra viðbrögð við ákalli þjóðarinnar þá missti ég allt álit á þessu fólki, svo heldur ólína bjáni áfram að þverskallast ásamt fleirum þrátt fyrir að vera kominn út í horn.

Nei nú á Joly og Sigmundur Davíð að fara að semja, þeim er hægt að treysta fyrir því að ná góðum samningi:)

Óskar (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:36

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sammála þér með Evu Joly en að Sigmundur Davíð semji fyrir okkur.. NEI TAKK.

Anna Einarsdóttir, 7.1.2010 kl. 13:51

9 identicon

Ég er ekki frammari en ég get þó hrósað þeim sem vel hafa staðið sig, og það má Sigmundur eiga að hann á stórann þátt í að hafa stoppað þetta mál sem esb liðarnir ætluðu að keyra í gegn og hann má eiga það það hefur ennþá allt staðið sem hefur sagt um þetta mál og þó sérlega virðist allt ætla að rætast með viðbrögðinn þegar Jóhann og stein. voru með hræðsluáróður í þessu máli að þau myndu snúast okkur í hag.

Óskar (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 14:01

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi, ekki tala um manninn á þessari bloggsíðu.  Hafi hann gert eitthvað rétt, tel ég það vera einskæra heppni hjá honum.   Þar sem ég reyni að tala ekki illa um fólk almennt, get ég helst ekki tjáð mig um kauða í fleiri orðum.

Anna Einarsdóttir, 7.1.2010 kl. 14:26

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Samt er eitt skrýtið Anna:

Allir útrásardólgarnir með tölu eru á sömu skoðun og a.m.k. helmingur stjórnarsamstarfsins - að við eigum að fara í ESB - að krónan sé ónýt - að við eigum að skrifa STRAX undir Icesave o.s. frv. 

Semsagt - Tortóladólgarnir, eða bankaræningjarnir sem settu okkur á hausinn, eru meira eða minna allir sammála Samfylkingunni um að besta ráðið sé að afsala fullveldi íslenzku þjóðarinnar til Brussel - og þar með gefa Bretum og Hollendingum hluta af því valdi sem við höfum haft frá árinu 1944 !!  Og hvernig skyldur nú á því standa ?   Getur það verið að þessir menn voru sannanlega stærstu styrktaraðilar Samfylkingarinnar ??

Svari nú hver fyrir sig !!

Sigurður Sigurðsson, 7.1.2010 kl. 15:26

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvergi hef ég séð hvað útrásarvíkingunum finnst um ESB eða yfirleitt neitt annað í þeim dúr.  Ég held þeir hugsi bara um að græða og græða og græða og sé nokk sama um allt nema sjálfa sig.

Krónan ER ónýt.  Það vita allir sem eru með erlend lán.

Að öðru leyti er athugasemd þín lúmskt trikk til að gera Sjálfstæðisflokkinn óábyrgan fyrir misgjörðum sínum.

Og þú ættir að læra eitt af mér...... það er í lagi að skipta um skoðun.  Þú ættir að ígrunda hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi atkvæði þitt skilið í framtíðinni. 

Annars er ég orðin hundleið á pólitík.  Það væri óskandi að Íslendingar tækju höndum saman til að uppræta spillinguna sem viðgengist hefur allt of lengi.  Að við fetuðum í fótspor forfeðra okkar þar sem handsal jafngilti samningi, þar sem orð stóðu.  Heiðarleiki heitir það.

Anna Einarsdóttir, 7.1.2010 kl. 15:42

13 Smámynd: Sigurður Yngvi Sveinsson

Anna, það er ekki að undra þótt þú hafir haldið að forsetinn væri að klúðra.  Fyrstu klukkustundirnar og dagana eftir ákvörðunina, misstu fjölmiðlar stjórn á sér !  Þetta var svartur dagur í sögu íslenskra fjölmiðla !  Ekkert nema dómsdagsspár, hræðsluáróður og endalausar neikvæðar fréttir.  Jafnvel þótt útlendingar væru að verja og kynna okkar málstað, þá kusu fjölmiðlar að greina ekki frá því.  Jafnvel Rúv, útvarp/sjónvarp allra landsmanna, stóð sig hörmulega.  Er eðlilegt að fjölmiðlafólk upp til hópa séu að útvarpa persónulegum skoðunum sínum, úthúða forseta og reyna að gera undirskriftasöfnunina tortryggilega ?  Ég er ekki flokksbundinn, ég stend ekki með flokkum og er enginn sérstakur aðdáandi forseta, en hann er þó að reyna að berjast fyrir málstað okkar erlendis og það er meira en hægt er að segja um okkar ósýnilega forsætisráðherra.  Ég stend með þjóðinni, með þér og mér.  Við þurfum að brjótast undan þessari fjórflokkahugsun.  Fyrr verður ekkert nýtt Ísland.  Spillingin er enn til staðar, t.d. er verið að leggja drög að því að skipa Jón Sigurðsson sem formann stjórnar Íslandsbanka, allt undir verndarvæng Samfylkingarinnar.  Þú mannst kannski að Jón var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins þegar allt hrundi.  Vonandi sjáum við nýtt og betra Ísland rísa úr rústunum að lokum.  Og við sjáum nú þegar að það er fullt af málsmetandi fólki erlendis sem hefur fullan skilning á okkar aðstæðum og vill að tekið sé á þessu máli með öðrum og betri hætti en gert hefur verið hingað til.

Sigurður Yngvi Sveinsson, 7.1.2010 kl. 16:29

14 Smámynd: Ragnheiður

ma ma ma ma ma maður áttar sig nú ekki á þessu fjölmiðlafári alltaf hreint !!

Sem betur fer hefur fólk leyfi til að skipta um skoðanir. Ég gat ómögulega ákveðið mig en hallaðist heldur í þá áttina frekar en hina. Þarf ekki að éta neinn hatt frekar en ég vil, þeir eru samt áreiðanlega góðir með sultu sko !

Ragnheiður , 7.1.2010 kl. 20:04

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Áttu ekki bara lítinn hatt? Það var algjörlega kominn tími á að útlendingar heyrðu okkar hlið á málinu! Þeim hefur aldrei verið sögð hún - nú ruku allir upp til handa og fóta að skýra sjónarmið Íslendinga. Össur alveg best buddy með fjármálaráðherra bretlands og allt.....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2010 kl. 22:14

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ekki nokkur leið að borða hatt.  Át Baunasúpu í staðinn.   

Anna Einarsdóttir, 7.1.2010 kl. 23:20

17 Smámynd: Gulli litli

Thad eru margir sem hafa ordid ad borda hattana sína....Jagger sagdist ætla éta hattinn sinn ef hann væri enn í rokkinu fertugur.........svo fimmtugur....og svo sextugur......svo sjøtugur.....ég veit ekki til thess ad hann hafi smakkad svo lítid sem lambhúshettu.....Baunasúpa er fín!!!

Gulli litli, 8.1.2010 kl. 12:26

18 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Eva Joly & Ólafur Ragnar eru að tala & verja okkar málstað, í raun eru þau að reyna að slá SKJALDBORG um sjónarmið íslensku þjóðarinnar, en þau skötuhjú Jóhanna & SteinFREÐUR tala ítrekað mál UK & Hollands...lol...!  Meira að segja neytar Samspillingin að hlusta á sinn fyrrum formann...lol..!  Það er í raun ekki hægt að koma vitinu fyrir þau - þau eru í mínum huga í "RuslFlokki..!" og ef þau væru að vinna hjá Ölgerðinni þá væri fyrir löngu búið að reka þau fyrir að valda ekki starfi sínu!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 12:40

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér líkar illa að fólk sé uppnefnt á þessari síðu.  Ef þú veist ekki, Jakob, hvað fjármálaráðherra Íslands heitir, þá skaltu sleppa því að tjá þig.

Steingrímur J. Sigfússon heitir maðurinn og ég get með stolti sagt að ég kaus hann.     Heiðarlegur og harðduglegur maður, hann Steingrímur.

Anna Einarsdóttir, 8.1.2010 kl. 13:05

20 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góð færsla hjá þér Anna en þú þarft engan hatta að éta og ekki baunasúpu heldur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.1.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband