Fólk hlær miklu meira ef bannað er að hlægja.

 

Þegar ég var krakki, fyrir ekki svo alllöngu, ólst ég upp í sveit.  Mér verður oft hugsað til þess nú þegar dóttir mín sem hefur allt til alls og vini allt um kring, segir reglulega:  "Ég hef ekkert að gera".

Ég hafði nánast alltaf eitthvað að gera þegar ég var krakki.  Nema kannski á Föstudaginn langa en þá var verslunin við hliðina á æskuheimili mínu lokuð og sjónvarpsefnið á þá lund að hver meðalmaður gat hæglega drepist úr leiðindum, Guði til samlætis.

Og hvað gat krakki dundað í sveit, upp úr miðri síðustu öld ?  

Á sumrin var farið í alls konar leiki.  Við spiluðum reglulega fótbolta og það var fátt skemmtilegra en að sóla "gamla" menn.  Borðtennis var líka eitt af mínu uppáhalds..

Á veturna spiluðum við blak einu sinni í viku - krakkar og fullorðnir.  Skákmót voru fastur liður og svo söng ég í kór.  Kórinn söng að vísu bara fyrir jól og páska því eins undarlegt og það nú er, þá var fólk bara ekkert að deyja á þessum árum og því man ég ekki eftir einni einustu jarðarför fyrr en afi dó þegar ég var komin hátt á þrítugsaldurinn.

.

students%20singing%20cartoon%20on%20poems%20page 

.

Mér fannst býsna gaman í kórnum.  Skemmtilegasta atvikið átti sér stað í miðri messu.  Afar stór og pattaraleg maðkafluga sveimaði um kirkjuna og það fór ekki fram hjá kórfélögum því kórinn var staðsettur uppi á svölum eða svokölluðu kirkjulofti.

Í kirkjunni var allmargt fólk.  Flugan gat auðvitað ekki flogið viðstöðulaust alla messuna svo hún hefur tekið ákvörðun um að lenda.  Til þess valdi hún - og mér fannst það vel valið - eina skallann í kirkjunni.  Maðurinn sem átti skallann fékk við þetta einhvern kláða í höfuðið og klóraði sér.  Flugan lyfti sér á meðan en settist niður um leið og hönd mannsins hvarf.   Þannig gekk í langan tíma;  Flugan settist og manninn klæjaði, maður klóraði og fluga flaug á meðan en settist svo aftur - alltaf á sama stað.

Kannski er þetta ekki svo fyndið að lesa..... en að horfa...... maður minn !  LoL

Ég hló svo ofboðslega að tárin láku niður kinnarnar - en maður hlær alltaf miklu meira þar sem alls ekki má hlægja.

Þáttastjórnandinn í myndbandinu hérna átti til dæmis ekki að hlægja:

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe !!!

Hrabba (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 13:19

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha ég kannast við þessa tilfinningu. Það er mjöööög erfitt að halda niðri í sér hlátrinum og syngja í staðinn

Hrönn Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 15:45

3 identicon

 þekki þetta alltof vel hehehehehe.Hef grátið úr hlátri á svo óviðeigandi tímapunkti

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 16:07

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Úff...veit hvað þú ert að tala um..lenti í ótrúlega neyðarlegu atviki þar sem kallinn minn hafði farið í ægilega fínt bubblubað áður en við fórum í jarðarför, svo sótti hann mig í vinnuna og ég of stressuð til að taka eftir neinu athugaverðu...nema hvað...í kirkjunni..innan um alla sorgina...sá ég allt í einu að það glitraði svo skringilæega á hann þar sem sólin skein á skallann á honum inn um gluggann...og við nánari athugun...hann var allur í glimmeri! Hélt ég myndi bilast...og ekki var það betra að systur mínar sáu þetta á sama tíma...frekar neyðarlegt..en tárin flæddu úr augunum á okkur og við hristumst eins og við værum algerlega að bugast úr sorg...sem pðassaði ekki alveg þar sem verið var að jarða eldri manneskju sem ekki var svo nákomin okkur....he he...

Bergljót Hreinsdóttir, 23.2.2010 kl. 21:00

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góð, Bergljót. 

Anna Einarsdóttir, 25.2.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband