Kæruleysistaflan.

 

Þar sem minn maður er tölvulaus á spítala, get ég alveg bloggað um vitleysuna sem valt upp úr honum í dag.  Tounge

Forsaga málsins er sú að verið var að fjarlægja gallana úr honum og kom þá í ljós að þeir reyndust óvenjulega stórir.  Gallarnir höfðu safnast saman í eins konar steina.

Áður en aðgerðin hófst, urðu hjúkrunarkonunni á þau mistök að gefa honum kæruleysistöflu.

Það hefði hún ekki átt að gera.  Pouty

Taflan var ekki fyrr farin að virka en minn maður fór að tala um starfsfólk spítalans.

"Það eru allt eintómir vitleysingar sem vinna hérna"  sagði hann drafandi röddu.

"Þau fara fram til að sækja sultu en koma svo til baka með lýsi.  Fimm lítra dunk" !  Shocking

.

5-gallon-stacking.203173742_std

.

Minn maður var í hörku vímu.

Hann sagði ýmislegt sem ég vil ekki setja á blað af ótta við að skemma mannorð hans.

En það er ekki að furða þótt maðurinn hafi bullað ef rétt reynist sem hann sagði:

"Hjúkrunarkonan ætlaði að gefa mér þrjár Paratabs og eina kæruleysistöflu...... en hún gaf mér þrjár kæruleysistöflur og eina Paratabs". 

Og svo brosti hann eins og engill.  Grin

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaahhahah..... bróðir minn segir að hann hafi aldrei skemmt sér jafnvel og daginn sem hann fylgdi mér í aðgerð og beið á meðan kæruleysistaflan var að virka.

Ég hef ekki hugmynd um hvað hann er að tala.........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.4.2010 kl. 22:45

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta var bara skemmtilegt.   

Minn man heldur ekki neitt.  Þar sem hann var í stuði,  bað ég hann að segja mér brandara.  Hann hélt það nú og sagði.....

"þegar við vorum í Brighton og fórum niður í lyftunni, manstu, og á einhvern pizzastað....... (svo kom þögn)...... það var alveg ógeðslega fyndið en ég man samt ekki hvernig brandarinn endaði".

Þvílík viska. 

Anna Einarsdóttir, 7.4.2010 kl. 22:58

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Æ, gerðu það, kysst´n frá mér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.4.2010 kl. 23:39

4 identicon

Hehehe fyndið !!  - Bataknús á hann !

Hrabba (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 08:27

5 Smámynd: Ragnheiður

Hvað er að kalli ?

Fólk getur bullað ótrúlega í lyfjarússi, það er bara fyndið að hlusta..haha

Ragnheiður , 8.4.2010 kl. 10:30

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það komu fram leyndir gallar í gallinu á honum.  Grjót !

Anna Einarsdóttir, 8.4.2010 kl. 12:59

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Færðu þá afslátt af honum? .... eða endurgreitt?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2010 kl. 22:00

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég veit það ekki.  Þarf að tala við umboðið.

Anna Einarsdóttir, 8.4.2010 kl. 22:43

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann verður allavega gallalaus þegar hann kemur til baka.  Ég er ekki frá því að ég gæti notað svona aðgerð líka.

Þegar ég var 4ra ára fékk ég svona kæruleysissprautu og hélt skemmtidagskrá á sjúkrastofunni áður en mér var trillað syngjandi í aðgerð.  Gamla fólkið fékk víst alltsaman kviðslit úr hlátri. Sennilega toppurinn á sjóbissnessferlinum mínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband