Töffarinn.

 

Um síðustu helgi voru Raftarnir með vel heppnaða bifhjólasýningu í Borgarnesi.

Sonur minn, sem er í Röftunum, gekk á sínum tíma í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og þar lærði hann að prjóna.

.

raftar 

.

Sjáiði hvað hann er flottur !  Smile    Algjör töffari.

Töffaragenin hefur hann í beinan kvenlegg frá móður sinni.

.

Anna_hjól

.

Þessi mynd er tekin fyrir rúmlega korteri úr öld.  Þarna situr mömmutöffarinn á Suzuki 50 hjólinu sínu.   

Mömmutöffarinn gleymir því aldrei þegar hún var að hjóla um götur Akranesbæjar í hálku og lenti á rauðu ljósi.  Þegar stigið var ofurvarlega á bremsurnar rann afturhjólið í fallegum boga upp að hlið framhjólsins og mömmutöffarinn fór hægt en virðulega á hliðina, hvar hún skautaði á hliðinni - með reisn - yfir rauð ljós og út á mið gatnamót.

.

Djöfull var það töff !  Happy 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hahaha ....maður verður nú að dást að þeim þráðbeinu genum sem hér er lýst

Stóðstu svo bara ekki virðulega upp eins og þetta hefði nákvæmlega átt að vera svona hliðarskrið ?

Ragnheiður , 18.5.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það held ég nú.  Og bílarnir sem biðu á grænu ljósi flautuðu af hrifningu. 

Anna Einarsdóttir, 18.5.2010 kl. 14:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahh sannkölluð hefðartöffari

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2010 kl. 14:59

4 identicon

hehehe - frábært !!

Hrabba (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 09:05

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sé þig í anda hahahhaaaaaa

Ég átti NSU 50.  Var að vinna upp í Ráuðhólum svo það var fínt að eiga gott farartæki.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.5.2010 kl. 20:09

6 identicon

Svona man ég eftir þér á Vegamótum :).  Fékk m.a.s. einu sinni að sitja aftan á hjá þér smá rúnt og er það í eina skiptið sem ég hef sest á mótorhjól!

Bestu kveðjur til þín.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband