ólögleg parkering.

ég biðst nú bara afsökunar á skriftinni og skorti á stórum stöfum en þetta er skrifað með vinstri hendi eingöngu.  það kemur til vegna þess að sú hægri er í fríi skv. læknisráði.  þegar ég fúavarði 240 metra af þakkanti fyrir nokkrum dögum, komst sinin mín í þvílíkt stuð að hún hoppaði uppúr stæðinu sínu og parkeraði annars staðar.  síðan hefur brakað í hendinni minni eins og í gamalli hlöðu.  það var eiginlega hálfasnalegt að heilsa lækninum í morgun..... íííaaa íííaaa *brak* og hann greindi vandann á ganginum og allir litu upp við hávaðann.  svo kallaði hann á annan lækni og bað þann að heilsa mér og svo næstum því flissuðu þeir yfir marrinu.  ekki halda samt að þetta sé eitthvað hlægilegt því mér er ógurlega illt ef ég svo mikið sem hreyfi litla putta Frown.  en..... mér á víst að batna á svona þremur dögum með inntöku blárra og hvítra taflna.  og ég er þakklát fyrir að vera ekki drottning núna því ég myndi ekki meika allt vinkið og veifið sem fylgir svoleiðis djobbi.       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturu ekki bara fengið hlutverk sem ryðgaði járnkallinn í Galdrakarlinum í Oz? Fínt að nýta ástandið á meðan að það endist!

Þórunn Ella (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

frábær hugmynd.  er hvort eð er byrjuð að ryðga

Anna Einarsdóttir, 10.4.2007 kl. 13:44

3 identicon

Kannski ekki gott að smyrja liði með vinstri...gæti orsakað vinstraliðshlaup....en þú heppin að fá bláar og hvítar, ég fæ bara grænar og gular, alveg viss um að þínar eru betri en mínar.........Vona að sinin finni rétta stæðið sem fyrst enda dýrt að leggja lengi ólöglega.

Gillí (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Hugarfluga

Ég veifa þó ég sé ekki drottning ... bara pðinþeþþa, þess vegna ek ég um á sjálfskiptum bíl. Góðan bata.

Hugarfluga, 10.4.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ok Edda  ...... ætla að skoða þetta vel.  Takkes.

Anna Einarsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 343176

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband