Hollt fyrir sálina.

Ég hef lært... að besta kennslustofa í heimi er við fótskör eldra fólks.
Ég hef lært... að þegar þú ert ástfanginn, þá sést það.
Ég hef lært... að ef einhver segir við mig: „þú hefur bjargað deginum“, þá bjargar það mínum degi.
Ég hef lært... að barn sem sofnar í faðmi þér er en friðsælasta tilfinning í heimi.
Ég hef lært... að það að vera réttsýnn er mikilvægara en að hafa rétt fyrir sér.
Ég hef lært... að þú skalt aldrei segja nei takk við gjöf frá barni.
Ég hef lært... að ég get alltaf beðið fyrir þeim sem ég hef ekki mátt til að aðstoða á annan hátt.
Ég hef lært... að það er alveg sama hversu alvarlegt líf þitt er, allir þurfa að eiga vin sem þeir geta hagað sér asnalega með.  (ójá!!!)
Ég hef lært... að stundum er hönd til að halda í og hjarta sem skilur allt sem maður þarf. Ég hef lært... að stuttur göngutúr með föður mínum í sveitinni á sumarkveldi þegar ég var barn gerði kraftaverk fyrir mig þegar ég var fullorðinn.
Ég hef lært... að lífið er eins og klósettpappír, þeim mun nær sem dregur að endanum, þeim mun hraðar fer lífið.
Ég hef lært... að við eigum að vera glöð að Guð gaf okkur ekki allt sem við báðum um.
Ég hef lært... að peningar kaupa ekki tíguleika.
Ég hef lært... að það eru þessir litlu daglegu hlutir sem gera lífið sérstakt.
Ég hef lært... að undir hörðum skráp hvers og eins er manneskja sem þráir að vera metin að verðleikum og elskuð.
Ég hef lært... að Guð gerði ekki allt á einum degi. Hvað fær mig til að halda að ég geti það?
Ég hef lært... að það að horfa framhjá staðreyndum, breytir þeim ekki.
Ég hef lært... að þegar þú ætlar að jafna um við einhvern, ertu aðeins að leyfa honum að halda áfram særa þig.
Ég hef lært... að ást, ekki tími, læknar öll sár.
Ég hef lært... að auðveldasta leiðin fyrir mig til að vaxa sem persóna er að umlykja mig með fólki sem er gáfaðra en ég.
Ég hef lært... að allir sem þú hittir verðskulda að vera heilsað með brosi.
Ég hef lært... að ekkert er ljúfara en að sofa hjá barni þínu og finna andardrátt þess við kinnina.
Ég hef lært... að enginn er fullkominn, fyrr en þú verður ástfanginn af honum/henni.
Ég hef lært... að lífið er hart, en ég er harðari.
Ég hef lært... að tækifæri glatast aldrei, einhver mun grípa þau sem þú misstir af.
Ég hef lært... að þegar þú uppskerð biturð, mun hamingjan banka annars staðar.
Ég hef lært... að ég óska þess að ég hefði sagt pabba mínum að ég elskaði hann, áður en hann dó.
Ég hef lært... að maður á að hafa orð sín bæði mjúk og kær því á morgun gæti maður þurft að eta þau ofaní sig.
Ég hef lært... að bros er ódýrasta leiðin til að bæta útlit sitt. 
Ég læri seinna... að þegar nýfætt barnabarn heldur um fingur þinn, þá ert þú fastur á þeim öngli fyrir lífstíð.
Ég hef lært... að allir vilja lifa á toppi fjallsins, en öll hamingja og velferð skapast á meðan þú ert að klífa það.
Ég hef lært... að það er best að gefa góð ráð við aðeins tvær kringumstæður, þegar þeirra er óskað og þegar aðstæður eru lífshættulegar.
Ég hef lært... að ég get ekki valið hvernig mér líður, en ég get valið hvað ég geri í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ég hef lært að ég hef ekki þolinmæði í að lesa svona langan texta og er áreiðanlega með einhverskonar athyglisbrest 

Hugarfluga, 11.4.2007 kl. 20:35

2 identicon

ÉG hef lært að ég hef öðlast þá þolinmæði og þann  þroska sem þarf til að lesa, skilja og samþykkja allt sem þarna stendur og eflaust svo margt, margt fleira.

Gillí (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hei Dúa..... skrýtin tilviljun !  Ég á alveg eins.  

Anna Einarsdóttir, 11.4.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 343176

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband