Draumur og veruleiki.

Það eru tvö mál á dagskrá í dag.

Í fyrsta lagi:  Mig dreymdi í nótt að ég var stödd í USA og hitti þar fyrir tilviljun heilan hóp af Staðsveitungum -sem nýlega voru þar á ferð í alvörunni - þótt ég hafi ekki hitt þau fyrr en núna - eftir að þau eru komin heim. Sideways  Ég varð voða glöð og sagði "Nei góðan daginn" Smile  Ekki einn einasti svaraði kveðju minni.  Fararstjórinn, útlendingur muldraði þó kveðju.  Ekki veit ég hvort þessi draumur táknar eitthvað merkilegt, nema kannski að ég sé sérlega leiðinleg, en kalla eftir ráðningum.  En mér finnst að þeir Staðsveitungar sem hugsanlega kynnu að lesa þetta, megi sjá sóma sinn í því að biðja mig opinberlega afsökunar á dónaskapnum.

Í annan stað:  Það fór auðvitað svo að stelpan gerði sér glaðan dag í Reykjavíkurhreppi, fyrst hún á annað borð var komin á staðinn.  Kíkti á Grand hotel - aþþí maður er svo grand áðí.  Nú vill svo óheppilega til að uppáhalds-skemmtistaða-drykkurinn minn, fyrir utan einn ískaldan, heitir Fullnæging.  Þetta er snafs gerður úr Bailys og Mintulíkjör,, obboslega gott.  Þegar ég kom á barinn og ætlaði að fá mér einn slíkan vildi nú ekki betur til en svo að maðurinn sem afgreiddi mig talaði ensku.  Alltaf lendi ég í einhverju svona.  Ég hikaði og vissi ekki alveg hvað til bragðs skyldi taka en lét svo vaða.......  "can i have an orgaism, please" ?  *þögn*  Ég roðna dálítið. Blush Annaðhvort skildi maðurinn mig ekki eða vildi ekki skilja mig.  Ég þori ekki að endurtaka pöntunina en gefst ekki svo auðveldlega upp.  Lét hann því sækja Bailysflöskuna og mintulíkjörinn og snafsglas.  Svo blandaði ég bara sjálf.  Hvað mynduð þið kalla þann drykk ?  Grin  Hmmmmmm.... ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér datt í hug af því þessi síða er opin almenningi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfs...  eitthvað ! ha ha

Hrabba (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bridge í kvöld.

Anna Einarsdóttir, 16.4.2007 kl. 15:05

3 identicon

Anna mín, þú ert Miklhreppingur, ástæðulaust að vera eitthvað að heilsa þeim.....

Gillí (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband