Kaup kaups.

***************************************************************** 

Á árunum áður stundaði ég um tíma hestakaup af miklum móð.  Það kom auðvitað ekki til af góðu.  Í eigu minni var ein bykkja sem ég vildi ekki eiga svo ég skipti við hvern sem áhuga hafði og fékk í staðinn oftast aðra bykkju, ennþá verri.  Í viðleitni minni til að eignast gæðing, var einskis látið ófreistað.  Ég var til að mynda stödd á landsmótinu á Melgerðismelum fyrir hálfum öðrum áratug Crying og þegar kvöldvakan var búin, tölti ég upp á hól og sigtaði út væntanlegt fórnarlamb.  Valið var frekar auðvelt;  maður með hatt með fjöður út í loftið. Tounge  Ég stökk á kauða og sönglaði "heeeestakaup" ?  Hann horfði á mig lengi - og sagði mér síðar að hann hefði verið að íhuga hvort ég væri klikkuð eða ekki - og síðan handsalaði hann brosandi kaupin. Grin  Þá gátum við sest saman á hólinn, ég og maðurinn með hattinn með fjöðrina í hattinum, og útlistað hvernig hest hitt hefði rétt í þessu verið að græða.  Síðan enduðu herlegheitin á hestakaupadansi - en það var fyrirbæri sem kall fann upp á staðnum og ég tel að sé ekki tíðkaður almennt á Íslandi.  Nú bar svo við um þessar mundir að ég fékk ekki bykkju, og hann reyndar ekki heldur.  Ég fékk ótamda meri sem síðar varð tamin ágætis meri. 

Ég og þessi maður með hattinn með fjöðrina, höfum síðan þetta gerðist átt mikil og merk viðskipti.  Af honum hef ég keypt folald sem drapst í skurði - eftir að ég eignaðist það.  Ég tamdi fyrir hann einn vitleysing, hestinn Víglund.  Líkir sækja líkan heim og okkur Víglundi samdi bara vel.   Wink   Við vitleysingarnir smölum Kolbeinsdal á hverju ári fyrir Laufskálarétt en ég hef lífstíðarafnot af honum Víglundi mínum í þeirri smölun.  Nú síðast en ekki síst,  lét ég hann fá móðursystur mína uppí gistingu í hitteðfyrra.  Hef heyrt að sumir láti hænur sem skiptimynt í hestakaupum en ég er nú dannaðri en svo.    Í fyrra hafði ég gott samningsforskot á manninn með hattinn með fjöðrina út í loftið, vegna móðursystur minnar sem ég færði honum árið áður.

Núna á ég mertryppi í Skagafirðinum sem heitir Hrafnhildur, í höfuðið á móðursystur minni. Grin

Í gær uppgötvaði ég alveg nýja íþrótt;  buxnakaup !  Við fórum í Reykjavíkina, dætur mínar og ég.  Það fór svo að eldri dóttir mín keypti sér gallabuxur og það gerði ég líka.  Þegar heim var komið, mátaði hún buxurnar mínar og fannst þær ferlega góðar.  Bauð hún mér þá buxnakaup á staðnum;  hún myndi eiga mínar nýju gallabuxur en ég fengi í staðinn buxurnar sem ég stal úr skápnum hennar um daginn.  "Ónó dóttir góð..... þær eru gamlar en samþykkt ef ég fæ líka þessar" sagði ég og benti á gallabuxurnar sem ég stóð í og voru einmitt í hennar eigu.  "Díll"  sagði hún og brosti breitt.  Klukkutíma seinna tilkynnti hún mér glottandi að það væri stærðarinnar gat í klofinu á öðrum buxunum sem hún var nýbúin að láta mig fá.  

Hún er móðurbetrungur stelpan. Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Þú segir afskaplega vel frá, kjella mín. Hef hvorki átt hross né dóttur til að bítta á buxum við, en gat vel sett mig í þessi spor. Smjúts for túdei.

Hugarfluga, 22.4.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Notalegt að fá hunangssætan koss á sunnudagsmorgni.

 smjúts smjúts smjúts smjúts smjúts.

Anna Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband