30.4.2007 | 14:52
Ör í hjartað.
Mig dreymdi afar undarlegan draum í nótt.
Ég var í öðrum kvenmannslíkama og yngri. Ég var nýbúin að hitta stóru ástina mína. Við kærustuparið vorum saman í húsi og þá kemur kona inn og skýtur okkur bæði í hjartað með örvum. Ég fann sáran sviða. Síðan fannst mér að við hefðum verið mjög heppin og lifðum þetta af en vorum í gíslingu í húsi þessarar illu konu. Mér fannst ég hafa verið þar í langan tíma þegar dyrabjallan hringir. Ég fer til dyra og þar stendur mamma. Hún var í líki fallegrar rauðhærðrar konu, þ.e. ekki sama móðir og ég á í alvörunni. Mamma bjargaði okkur, mér og kærastanum og það voru æsispennandi augnablik þegar við vorum að komast undan. Svo finnst mér líða dálítill tími, ekki mjög langur, en þá fær kærastinn minn hjartaáfall. Ég hélt honum í fanginu og hann sagði "þetta hefur verið yndislegt yndislegt líf með þér".
Þarna gelti hundurinn minn og vakti mig. Hann geltir nánast aldrei á nóttunni en ég var mjög fegin að vakna..... þvílík átök á einni nóttu. púfferípúff.
psssssst. ég réð drauminn sjálf - sjá athugasemd númer 7.
Tek að mér að ráða drauma fyrir aðeins tvöþúsundkall stykkið.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 1.5.2007 kl. 00:45 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Vó, vó bara rómans og thriller á nóttunni. Ég öfunda þig kona. Mig dreymir bara andlega drauma()
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 17:55
Segi það með Jennýju .. maður öfundar þig bara fyrir svona drauma. Mig dreymir hins vegar bara bull og vitleysu og fólk sem breytist í tannbursta og bolta sem talar og svoleiðis bull.
Hugarfluga, 30.4.2007 kl. 19:33
Þetta er rammpólitískur draumur!! Anna þú ert með kærastanum sem er samfylkingin, vonda konan er illa íhaldið sem reynir að eyða ykkur og fang þig í það minnsta, nú svo kemur góða yndislega framsóknarkonan sem í áratugi hefur haldið utan um okkur, mömmuímyndin, og frelsar þig og um leið þá deyr samfylkingarkærastinn og þú gerist framsóknarkona og áttar þig á því góða sem framsóknarflokkurinn hefur innleytt í þjóðfélagið í gegnum árin, Séruð þetta ekki sjálf??
Arnfinnur Bragason, 30.4.2007 kl. 21:25
Þú ert vitlausari en ég Arnfinnur, það áttekkaðverahægt. . Mamman var rauðhærð, mundu það. Svo hún er ekki tákn fyrir Framsókn - heldur Samfylkinguna. Stórpólitískur sigur Samfylkingarinnar.... sátt við þá ráðningu.
En hefði gaman af ef fleiri myndu ráða hann
Anna Einarsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:34
Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 22:45
Að dreyma að skotið sé að þér ör og hún hittir þig, táknar að meðal vina þinna leynist fjandmaður. Fann ekkert um rauðhærðar mömmur, kærasta, hjartaáföll eða vondar konur. Vísa á www.draumur.is Mjög flottur draumur og er áreiðanlega fyrirboði svo þú skalt fá ráðningu á honum hjá alvöru fólki sem fyrst.....ég er svo spennt...svo drífa í því. Kannski ráðningin komi í ljós í kosningunum.
Gíslína Erlendsdóttir, 30.4.2007 kl. 23:14
Ég held reyndar að draumurinn þýði að ég verð ástfangin á næstu helgi af giftum manni og frúin kemur og gefur mér á´ann en þá hlaupum við í burtu en mamma kemst svo að þessu og verður reið, því ég á ekkert að vera að dandalast með giftum manni svo hún eitrar fyrir honum en ég held að það sé hjartaáfall - og hundurinn vissi þetta allan tímann því annars hefði hann ekki gelt. Rökrétt ?
Anna Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:35
Frábær ráðning og fyndin, ég hló mínum morgunhlátri að þessu...góð ráðning ef kallamálin eru efst í hug....það er bara eitt sem passar ekki og það er að ég sé þá mömmu (þína) sem ég þekki ekki fara að eitra fyrir neinum!! Veðja ennþá á kosningarnar.
gillí (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 09:44
Já Gillí. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af mömmu !
Anna Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.