Æjæjæ.

Umræðuefni dagsins er EKKI Ásta Möller því ég velti mér ekki upp úr óförum annarra.  Ætla meira að segja að taka upp hanskann fyrir hana og segja að ÞAÐ ER KVENLEGT AÐ GERA MISTÖK..... þótt þetta hafi nú líklega verið með því allra kvenlegasta sem ég hef séð.  Tounge

En hún er altså ekki umræðuefnið mitt.  

Umræðuefnið er sannsöguleg frásögn af óförum hestamanns. Wink  Þannig var að nokkrir kallar fóru saman í reiðtúr og höfðu pela með í för.  Þetta var fyrir mörgum árum.  Þegar þeir týndust svo heim um nóttina, voru þeir í afar mismunandi ástandi.  Það væri ekki fært í stílinn þótt ég leyfði mér að segja að einhverjir voru á skallanum.  Einn af þeim sem svo var ástatt um, var með tvo hesta.  Sá þurfti að pissa - eins og gengur - og gekk afsíðis með hestana sína.  Svo þurfti kall auðvitað að halda í litla manninn svo hann krækti taumunum upp sitthvora hendina og notaði svo báðar hendur til að stýra.  Sumir eru óheppnir og það var hann í þetta skiptið.  Eitthvað fældi hestana svo þeir stukku í burtu, kipptu um leið kalli á bakið og þá varð til þessi líka myndarlegi gosbrunnur - þegar kall pissaði beint upp í loft og Grin þið vitið væntanlega að allt sem fer upp kemur niður aftur...................tja nema blaðran hans Palla litla.

Ég kann ekki við að láta mynd fylgja þessari frásögn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Þetta flokkast amk ekki undir kvennleg mistök... já og þú þarf svosum ekki að nota mynd, hugmyndaflugið nægir

Arnfinnur Bragason, 2.5.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Nú er ég ekki að fylgjast með...hvað gerðí Ásta Möller....kjafta frá...plís. 

Gíslína Erlendsdóttir, 2.5.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú getur farið inn á Jóhannes Stefánsson, bloggvin minn og vin og þar er hægt að spila fréttina.  Ekki missa af þessu Gillí.  En ég er samt að reyna að hafa ekki gaman af..... vanda sig vanda sig

Anna Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Vá þetta var vandræðalegt...dísús....hver ætli hafi sett ofan í við hana...ekki Dabbi svo mikið er víst. Þekkir þú Dofra?  Ég þekki hann, frábær strákur, við unnum saman á auglýsingastofunni forðum dag. Nóg ástæða til að kjósa flokkinn að hann er þar á lista.

Gíslína Erlendsdóttir, 2.5.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dofri er vinur minn Gillí ...... ehhhh uhhh bloggvinur sko .  Nei, þekki hann ekki persónulega en líst vel á það sem hann lætur frá sér fara á prenti. 

Anna Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 22:20

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 22:50

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hefurðu heyrt um að vi.gr. eru að meika það?  Segi sonna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 23:19

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jújú Jenný.  Við verðum saman í stjórn

Anna Einarsdóttir, 2.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband