3.5.2007 | 17:13
Endurreisn velferðar.
Endurreisn velferðarríkisins.Á tólf ára stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa myndast alvarlegir brestir í íslenska velferðarkerfinu og ójöfnuður hefur farið jafnt og þétt vaxandi. Ísland er eina landið innan OECD, þar sem skattakerfið hefur þau áhrif að auka á ójöfnuð í tekjuskiptingunni. Meginástæðurnar eru tvær: Skattfrelsismörk hafa ekki fylgt launaþróun, með þeim afleiðingum að skattbyrði lág- og miðlungstekjuhópa hefur þyngst, en lést að sama skapi hjá þeim tekjuhæstu. Hin ástæðan er sú, að þrátt fyrir góðærið hafa stjórnarflokkarnir vanrækt að endurskoða samspil almannatrygginga, lífeyrisgreiðslna og skattakerfis. Afleiðingarnar eru þær að ríkissjóður tekur til baka, í formi skerðinga og skatta, bróðurpartinn af þeim greiðslum, sem eiga að standa undir afkomuöryggi þeirra, sem verst eru settir meðal aldraðra og öryrkja. Ríkissjóður er í reynd stærsti lífeyrisþeginn. Kerfið er farið að refsa þeim, sem það á að þjóna. Það letur bæði til sparnaðar og vinnu. Þetta kallar á heildarendurskoðun á grundvallarþáttum velferðarþjónustunnar. Þeim sem bera ábyrgð á þessum vanrækslusyndum í góðærinu er ekki treystandi til að vinna það verk.
Gjör rétt þol ei órétt.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú heldur fólk að ég sé orðin ógurlega mælsk.
Ég hef stofnað útibú og þessi grein hér fyrir ofan er Jóns Baldvins.
Ótrúlega snjall maður, Jón Baldvin.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæl Anna. Góð grein. Ég er sammála því að skattleysismörkin ættu að fylgja verðlagsþróun. Það er reyndar nýlega búið að hækka þau verulega og binda í lög að þau fylgi verðlagi. Það er líka rétt hjá þér að það þarf að skoða þetta samspil almannatrygginga og skatta. Ég var einmitt að blogga um skatta nýlega. http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/197788/
Ég er ekki sammála þér um að ójafnar tekjur séu endilega neikvæðar. Ég vildi frekar vera fátækur maður með 100.000 kr í tekjur í landi þar sem meðaltekjur eru 400.000 kr (400% launamunur) en fátækur maður með 50.000 kr í landi þar sem meðaltekjur eru 100.000 kr. (launmunur 100%). Enda sýnir flóttamannastraumurinn til Bandaríkjanna þetta, fólk leggur mikið á sig til að komast þangað þó svo að launamunur sé þar hvað mestur í heiminum.
Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 20:26
Ahhhhh Loksins er lífsmark í athugasemdadálkinum mínum. Ég var um það bil að fara að úthúða fólki útum allan bæ,, baaaara til að fá viðbrögð.
Þorsteinn: Þú vildir samt ekkert vera fátækur maður, er það ? Er nokkur ástæða til að skilja suma þjóðfélagshópa eftir í góðærinu ? Nú er ég að tala um aldrað fólk og sjúkt t.d. Getum við ekki bara komið okkur saman um 15% skatt á línuna í stað 37% á launþega og 10% á fjármagnseigendur ? Hmmmm. Mikið hefði ég verið kát ef Baugsmálinu hefði verið sleppt og peningarnir sem í það fóru, (í ekki neitt) verið nýttir í þágu fólks sem þarfnast hjálpar. Og Baugsmálið er bara eitt af mörgum dæmum um ólýsanlegt bruðl. Ég kíkti aðeins áðan á síðuna þína og setti smá spurningamerki við uppsetninguna - þ.e. það er ekki hækkun prósentu sem skiptir öllu máli, heldur hækkun skattgreiðslna í krónutölum og á hverja hún deilist..... finnst mér. Takk samt mikið vel fyrir að kommenta
Dúa: Suss.... ég kann að skrifa fullt af skammstöfunum. AEG, MSN, RÚV, EFTA, JÓN, ESB, ADSL.......... get haldið áfram í allt kvöld.
Anna Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:05
Jú Anna sem betur fer er ég hvorki fátækur né ríkur, nema í hjartanu Við finnum aldrei fullkomið réttlæti og það er alltaf eitthvað sem okkur kemur til með að þykja ranglátt. Við verðum bara að sætta okkur við að heimurinn er þannig. Og það er rétt hjá þér að manni finnst sumstaðar verið að bruðla að óþörfu. Ef við kæmum okkur saman um 15% skatt á alla væru samt einhverjir sem þættu þeir vera ranglæti beittir. Og getur verið að aldraðir og sjúkir hafi verið skildir eftir í góðærinu þegar framlög til velferðarmála hafa verið aukin um tæp 40% sl. fjögur ár? Hefðu einhverjir aðrir stjórnmálaflokkar geta aukið þau meira?
Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 22:23
Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 22:32
Já Þorsteinn, ég fullyrði að aldraðir og sjúkir hafa verið skildir eftir. Sé það á mýmörgum dæmum sem ég þekki - og er viss um að þú kannast við það líka. Varðandi það að framlög til velferðarmála hafi verið aukin um tæp 40% á fjórum árum (þarf auðvitað að skoðast í samhengi við verðbólgu og fjölda þeirra sem þurfa á þjónustu að halda á hverjum tíma) þá er nú rétt að benda á að framlög til Utanríkisráðuneytisins hafa aukist um 82% á sama tíma. Í hvað fór sá peningur ? Mér detta í hug flottari sendiráð. Auðvitað get ég ekki staðhæft að núverandi ríkisstjórn hafi ekki gert neitt gott....... en í grundvallaratriðum um stefnu og stjórnun og valdbeitingu er ég afar ósammála þeim. Finnst t.d. bæði skattheimtan óréttlát í þeirri mynd sem hún er nú auk þess sem forgangsröðun útgjalda er að mínu mati með eindæmum furðuleg. Nei Þorsteinn, Það er engum hollt að sitja of lengi við völd. Með vinsemd
Anna Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.