Maurar.

Díííí...... ég sit úti í sólinni og er að lesa Vikuna í mesta sakleysi og kemst þá að því að ég er ömurlegri en MAUR. Crying

Í Vikunni stendur:

Ef þú gerir strik með krít við hliðina á maur, fer hann ekki yfir það

(ég fer oft yfir strikið og það þykir ekki gott)

Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni og dregið 30 falda þyngd sína

(kræst..... ég er aumingi)

Maurar falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.

(svakalega eru þeir flinkir)

Nú ætla ég að hella einn maur fullan og kríta svo allan hringinn utan um hann.  Sjáum hvað hann gerir þá. Wink

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

HAHA! Þegar maurar verða drukknir?? Ætli það sé mjög algengt, eða ætli sá sem gerði rannsóknina hafi virkilega blandað einn tvöfaldan og beðið eftir að maurinn yrði drukkinn? Minnir mig á vísindamanninn sem komst að því að könguló, sem búið er að slíta allar lappirnar af, missti heyrnina við það. Hún labbaði nebblega ekki þegar henni var sagt að labba.

Hugarfluga, 4.5.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha.... það bendir óumdeilanlega til að hún hafi misst heyrnina.

Anna Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe er helgi í ykkur stelpur.  Vertu góð við maurana Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: bara Maja...

HAHAHA! ...

bara Maja..., 4.5.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott að þú ert komin í eitthvað áhugamál sem toppar pólitíkina.

Þú bara setur gangstéttarhellu á stofuborðið og krítar hring, finnur maur og ert þá alltaf með skilningsríkan félaga á staðnum.

Gætir jafnvel fengið hann til að gerast félagi í samfylkingunni, miklir möguleikar þarna Anna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hann er nú ekki svo skilningsríkur þessi maur....... blindfullur.

Anna Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 20:38

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 hikk

Anna Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:28

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

geta lyft 50 faldri þyngd sinni.... vá

Ætli þeir geti drukkið mikið?  Hafi mikið þol, eða algjörir hænuhausar....

Örvar Þór Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 23:47

9 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Skál, hikk, rop,  og  helv.... kemst ekki heim fullt af krítarstrikum út um allt og ég bara...... lost....................

Arnfinnur Bragason, 5.5.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband