Dömpa honum eða ekki ?

Hæ stelpur.

Ég var ekki búin að segja ykkur að ég á kærasta.   Hann hefur ýmsa kosti en hann hefur líka dáldið slæma galla og ég veit satt að segja ekki hvort ég á að henda honum út núna eða bara vera með honum áfram ?   Gasp  

Við héldum matarboð um daginn, skötuhjúin, og þar var sko ekkert til sparað, ótrúlega flott.  Fjölskyldan hans kom öll og vinir hans með konurnar sínar,  - og þið hefðuð átt að sjá átfittið á okkur stelpunum. 

(HEI !  Engin mynd af stelpu í ótrúlega flottum kjól í tilfinningatáknunum,  GetLost  drusluvefur)   

Við vorum búin að auglýsa veisluna vel, grand áðí, ég og kærastinn, því hann á jú sand af seðlum.  Wizard     Rosalega leit þetta allt vel út.  Þegar fólkið er að setjast við veisluborðið,  hringir bjallan.  Og .... fyrir utan stóðu amma of afi !   Þessu höfðum við satt að segja ekki gert ráð fyrir - en við auglýstum jú "allir velkomnir".  Ég kyssti þau bæði og knúsaði og ætlaði að vísa þeim inn - þegar kærastinn minn kemur og segir að það sé ekki til nægur matur fyrir þau líka........ ómægod....... þetta var svo neyðarlegt.  Blush   Hann sagði að þau gætu bara komið seinna.  Þau gengu niðurlút í burtu.  Hvernig gat hann verið svona harðbrjósta !   Kærastinn lofar bót og betrun en ég veit ekki hvort ég á að trúa honum.   

Á ég að vera með honum áfram eða ekki ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er dömp! En ég skil ekki hvernig þú gast látið hann komast upp með þetta? Hefðir átt að henda honum út og bjóða ömmu og afa inn.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Hugarfluga

Ertu ekki áreiðanlega að grínast, Anna? 

Hugarfluga, 5.5.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha, thihihihi   þarna náði ég ykkur sem aldrei nennið að lesa pólitíska pistla.   Ég á engan kærasta.  Kærastinn í sögunni táknar ríkisstjórnina..... sem þrátt fyrir góðæristíma og veisluhöld setur gamla fólkið á biðlista.  Mér finnst þetta lélegt.

DÖMPUM RÍKISSTJÓRNINNI. 

Anna Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 14:59

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

ég var ad kaupa thetta.......hehe amk um stund

Örvar Þór Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 19:59

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ætlaði að trúa þessu og benda þér á að halda þig við hann örlítið lengur, hann á jú sand af seðlum og þú með þinn sannfæringamátt hefðir örugglega getað sniðið af honum einhverja vankanta..... en þar sem þú varst að tala um ríkisstjórnina nú þá segi ég bara það sama tékkaðu á því hvort ekki megi laga hana eitthvað til t.d. með að sníða af henni sjallana

Arnfinnur Bragason, 5.5.2007 kl. 20:52

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það er kominn einhver Ellýjarbragur á alla bloggara. Ég gef Dúu fullt hús fyrir góð ráð, sama í hvaða skilningi og þér annað (mjög örlát á hús í dag) fyrir að Ellýjartvista pólitískan áróður. Good thinking!

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 05:39

7 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Anna, ég minni þig á grillið í Borgarnesi kl 14.

Eggert Hjelm Herbertsson, 6.5.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband