Viðskiptahættir fortíðarinnar.

Ég var ekki nema krakkaskítur þegar fór að bera á óvenjulega mikilli sjálfsbjargarviðleitni hjá mér.  Oft átti ég leið í verslun eina sem staðsett var steinsnar frá mínu æskuheimili.  Þar gat ég staðið og horft á sælgætishillurnar og látið mig dreyma.  Í einni slíkri ferð, þegar ég var 7-8 ára gömul, spurði ég afgreiðslumanninn hvað eitt girnilegt nammistykki kostaði.  Hann svaraði "skít á priki" og glotti til mín.  Hugur minn fór á flug, ég skondraðist út, fann mér kindasparð og setti það ofan á prik og hélt svo inn í verslunina aftur.  Ég ætla að fá eitt svona sagði ég og brosti Grin og lagði herlegheitin ofan á afgreiðsluborðið.  Þá sagði afgreiðslumaðurinn setningu sem líður mér aldrei úr minni:

Þetta er ekki skítur á priki, þetta er kúkur á spýtu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Hahahah....var þetta Sæmundur fróði?

Gíslína Erlendsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Hugarfluga

Póteitó / pótató ... *hnuss*  .... hehehe

Hugarfluga, 6.5.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Gillí.....þetta var Sæmundur

Anna Einarsdóttir, 6.5.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

hann hefði samt átt að taka kúkinn á spýtunni góðan og gildan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Góð saga þetta um skítinn!! Ég man nú eiginlega ekkert eftir þessu, en trúi því alveg.  Ég var stundum fljótur að hugsa á þessum árum. T.d. man ég eftir því að Bjarni Þór var einhvern tíma í bol sem ég hafði ekki séð áður. Á honum stóð GTO. Ég vatt mér að Bjarna og spurði: "Hvað þýðir þetta GTO? Gamli Tusku Ofvitinn,  eða hvað?" Þetta þótti þeim sem hjá stóðu meinfyndið.

Sæmundur Bjarnason, 8.5.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Sæmundur ! 

Þetta blogg kemur manni endalaust á óvart - ánægjulega. 

Anna Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband