Gengin út.

 

Hestarnir mínir eru langflottustu hestar á Íslandi.  Annar jarpkoníaks skjóttur á lit, stór og myndarlegur en hinn móálóttur litföróttur, faxprúður.  Þeir eru báðir dálítið kenjóttir.  Ekki hrekkjóttir heldur óþekkir.  Ég hef áður deilt því með ykkur þegar þeir fóru í skítakeppni á fóðurganginum.  Laumuðust út í skjóli nætur og rústuðu hesthúsinu bara sisona. 

Hestarnir eiga að vera í haganum núna en það er ekki eins auðvelt og það hljómar - ekki þegar um mína hesta er að ræða.  Annar hefur víst ítrekað komist í kast við lögin undanfarna daga með þjóðvegarápi.  Það var þó búið að hemja hann og undi hann hag sínum ágætlega í haganum í dag.  Hinn slapp undan réttvísinni en hefur sennilega fengið slæma samvisku einhvers staðar á flóttanum því hann var á leið í kirkju þegar til hans spurðist.  Góður maður stoppaði hann af við kirkjusóknina, stakk honum í girðingu og hringdi í mig.  Ég fór eftir vinnu, mýldi klárinn og gekk af stað.  Þurfti að teyma hann tæplega 5 kílómetra.  Svo sleppti ég honum í hagann, skipaði honum að haga sér almennilega og lagði af stað heim á leið.

Ekki hvarflaði að mér annað en að fyrsti bíll myndi stoppa og bjóða mér far, svona sætri stelpu eins og mér. Grin  Fyrst þurfti ég að vísu að koma mér niður á þjóðveg, drjúgan spöl.  Það hafðist og svo kom bíll.....og fór framhjá.  Og annar..... sem ekki stoppaði. Errm  HALLÓ !  Hvað varð um ungmennafélagsandann ?  Ég gekk ALLA leiðina til baka.  Er þá búin að ganga 9-10 kílómetra í dag.... í hestaskóm á malbiki.   Súpervúman. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... það er gott að Anna komst til manna... Wish I could fly but I can´t even swim... það hefði nú verið hægt að henda þér upp í skottið á hestaskónum, það hebbði ég nú haldið...

Brattur, 31.5.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvurslags dónaskapur að stoppa ekki!

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Ertu brjáluð...það eru allir hættir að stoppa, þú gætir verið útúrdóbuð morðgella...eins og í Ameríku....það held ég nú.  Ísland í dag.

Gíslína Erlendsdóttir, 1.6.2007 kl. 09:28

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Útúrdópuð morðgella !   *fliss*  Ég hljóma spennandi

Anna Einarsdóttir, 1.6.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband