Skrýtinn samningur.

 

Alltaf á milli jóla og nýárs förum við hópur úr Borgarfirði, til Blönduóss að spila bridge.  Mjög skemmtilegt mót þá, þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi og keppnisskapið dempað.   Fyrir þá sem ekki vita, eru allir með makker í bridge..... félaga sem þú lærir á og þarft að láta þér lynda við... ekki ósvipað og í hjónabandi.   Síðan færðu spil og átt með sögnum að lýsa spilunum þínum eins og best þú getur fyrir makker þínum og þið í sameiningu að finna rétta sögn.  

Í fyrra voru, meðal annarra, tveir briddsarar sem aldrei höfðu spilað saman áður.  Annar þeirra fékk ótrúleg spil á hendi...... 7 lauf og 6 spaða og ekkert annað.  Þessi spil voru það góð að bæði var hægt að taka alla slagina með lauf sem tromp, sem og spaða.

Þeir félagar hefja nú sagnir en eitthvað vantaði uppá samskiptamátann því þeir enduðu í 2 hjörtum Pinch í stað slemmusagnar í laufi eða spaða.

Í rútunni á heimleiðinni var mikið hlegið að þessari fáránlegustu sögn ever og til varð þessi vísa:

 

SPAÐAR SEX OG LAUFIN SJÖ

SÁ HANN FRAMTÍÐ BJARTA

EN SIGGI MELDAR....SKRAMBINN, DJÖ ! Crying

ÁTTA SLAGI Í HJARTA. LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er ótrúlegt.  Hvernig gengu sagnir eiginlega?   Varla hefur þessi með spaðann og laufið sagt 2 hjörtu þannig að hann hlýtur að hafa passað tvö hjörtu hjá makker!!!!!!!!!!

Þorsteinn Sverrisson, 6.6.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég man ekki lengur hvernig sagnir gengu Þorsteinn.  Held ég hafi varla heyrt það fyrir hlátri. 

Anna Einarsdóttir, 6.6.2007 kl. 19:00

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það neyðarlegasta sem ég hef lent í var á Hvolsvelli fyrir margt löngu þegar ég var í menntaskóla. Við vorum að spila þar í sveitakeppni og þeir sem voru með okkur í sveit unnu sex grönd með tvo ása úti - og sá sem átti út var með þá báða á hendi.  Hann hélt að hann gæti fengið fleiri með því að geyma þá!!!! En þetta toppar það.

Þorsteinn Sverrisson, 6.6.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta ætti að kenna honum að vera ekki gráðugur.   Ég hef einu sinni unnið 6 NT með tvo ása úti en þá voru þeir á sitthvorri hendinni.  Spilar þú eitthvað ?  Og þá life eða á netinu ?

Anna Einarsdóttir, 6.6.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú, það var hann sem spilaði spilið. Mig minnir að þeir hafi eitthvað talað um biðsagnir.... þ.e. að svörtuspilahendin hafi meldað 2 hjörtu sem einhverja biðsögn. Og hinn sagði pass. Ég gleymdi að segja að þeir fóru 2 niður.

Anna Einarsdóttir, 6.6.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Spilarðu á netinu Anna? Ég fer stundum á BBO og heiti þar GThG, væri gaman að taka slag

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2007 kl. 00:09

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í fyrrasumar, í rigningunni, spilaði ég stundum á BridgeBase.  Á nikk þar.  Og já Gunnar, væri gaman að rústa þesu liði.   (smá spaug)

Anna Einarsdóttir, 7.6.2007 kl. 07:41

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

þesu ?     Er baugfingur vinstri handar á mér slappur í dag ? 

Anna Einarsdóttir, 7.6.2007 kl. 07:43

9 identicon

Úff ... ég kann ekki bridge ... væri til í póker samt

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:34

10 identicon

Minnir að makkerinn hans Sigga hafi opnað á 2 tiglum sem er veikur sexlitur í hálit. Siggi segir 2 hjörtu sem eru pössuð. Siggi hélt að það væri biðsögn en er í raun krafa um pass, já eða 2 spaða ef opnarinn átti sexlit í spaða.

Þetta var alger snilld

Makkerinn (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:30

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Makkerinn mættur.   Velkominn !

Já, líklega var þetta akkúrat svona.  Einstaklega skemmtilega klaufalegt.

Anna Einarsdóttir, 13.6.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband