12.6.2007 | 07:41
Sláttur er hafinn í Borgarfirði.
Þar til fyrir nokkrum árum notaði ég sjálfvirkar garðsláttuvélar, samtengdar skítadreifurum, afar hentug tæki sem bera vinnuheitið hross. Í garðinn minn fóru þessar græjur reglulega og inntu af hendi (væri kannski réttara að segja inntu af hófum) garðvinnuna.
Síðan flyt ég og eignast garð sem er svo stór, að virðulegir lögbýliseigendur líta mig öfundaraugum. Ekki má í þennan garð sleppa hrossum sökum nálægðar við nágranna. Því fór ég á stúfana og festi kaup á garðsláttuvél..... eða svo hélt ég þar til sonur minn upplýsti mig um annað. Eftir miklar hláturrokur hans og bendingar á nýja tækið, lét hann í té þá skoðun sína að þetta væri ekki meira en sýnishorn. Leikfangasláttuvél ! Svona Bubbi byggir útgáfa.
Í gær tók ég upp "dótið" mitt og hóf slátt. Fór semsagt að leika mér. Sprettan góð og það verður að viðurkennast, með semingi, að leikfangasláttuvélin réði heldur illa við blettinn. Hún drap á sér nokkuð oft og neitaði ítrekað að fara í gang aftur. Þá greip ég til gamals húsráðs og hristi hana duglega til, sneri henni í hálfhring og gaf henni drag. Man að heima var sjónvarpið alltaf lamið í gamla daga. Þetta virkaði vel og blettinn sló ég.
Hann fékk nýtískulega klippingu í þetta skiptið..... pönk.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Tók enginn eftir fyrirsögninni:
SLÁTTUR HAFINN Í BORGARFIRÐI !
Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá hljóp ég inn þegar ég var búin að slá og þvoði mér í framan og tannburstaði mig, tilbúin fyrir pressuna sem situr fyrir þessari frétt á hverju ári. Ég var örugglega fyrst ! Þeir eru ekki enn komnir. Ekki einu sinni einn papparass. Ég er þolinmóð.
Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 15:55
Ha, ha....
Góður kjúklingur hjá þér í færslunni á undan. Var einmitt rétt í þessu að reyna að sannfæra Huga Hrafn son minn um að borða kjúkling. Hann borðar fisk en ekkert kjöt = myndi auðvelda MÉR lífið ef hann útvíkkaði mataræðið og tæki með fugla. En ég held ekki að myndin þín hjálpi mér í þessu stríði!
Ég læri að lifa með þessu. Hann er jú bara 18 ára og á eftir að vaxa uppúr þessu. Að vísu 193 cm. svo hann vex kannski ekki uppúr einu eða neinu meira?
Ásgeir Rúnar Helgason, 12.6.2007 kl. 19:15
1,93 ! Það er nóg Ásgeir. Gefðu honum bara lítið að borða næsta árið.
Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:59
Já er sláttur hafinn í Borgarfirði?????
Arnfinnur Bragason, 12.6.2007 kl. 21:07
Ekki bara hafinn Arnfinnur, fyrri slætti er lokið.
Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 21:15
...og göngur og réttir á næsta leit?
Arnfinnur Bragason, 12.6.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.