Í dag lærði ég að.......

th_colorfulworld[1]

 

Lífið er eins og lítið blóm

litfagurt ferðalag

raulaðu lag með þýðum róm

og njóttu lífsins í dag.

 

 

Valdapot og veraldleg gæði 

hamingju tæplega skapa

vertu því vinur í ró og næði

og veistu, þú munt ekki tapa

 

 

Gæska þín er gullin og fróm

en gæt að því sérhvern dag

að elska hvern mann, hvert lítið blóm

og hástöfum syngja lag.

 

goldlake

 

Takk Gillí.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það gerðist kraftaverk hér á síðunni áðan... ég var að lesa eitthvað ljótt... um hunda... þegar allt í einu varð sprengin og hundurinn hvarf og í staðinn birtist þetta gullfallega lóð og mynd... ætli ég sé dáinn, er þetta himnaríki

Brattur, 14.6.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei nei Brattur minn......... þú ert lifandi og lífið er svona fallegt bara.

Anna Einarsdóttir, 14.6.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Þakka mér...skil ekki. Fallegt ljóð, vantar höfundinn....gruna þig.

Gíslína Erlendsdóttir, 14.6.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gillí mín.......... ég samdi þetta en þú sáðir hugsununum.

Anna Einarsdóttir, 14.6.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Edda Björk Ármannsdóttir

hmmmm... Kannski var bara ljótleikinn svona mikill að hann umhverfðist í andhverfu sína. Eða kannski eyðast bara fróðleiksmolarnir mínir Og kannski er bara sæti strákurinn sem ég er skotin í meira skotinn í einhverri annarri. Kannski . Mér finnst stundum að lífið væri auðveldara væri ég hundur og þyrfti bara pæla í þefskyni mínu. Bið að heilsa hundinum og kettinum (hvað svo sem þeir eru að gera)

Edda Björk Ármannsdóttir, 15.6.2007 kl. 00:00

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Ekkert að þakka Anna mín. Ég er alveg að verða að engli held ég, orðin voðalega góð og meyr og þolinmóð og skilingsrík og umburðarlynd.  Svona getur maður þroskast hratt á stuttum tíma.

Gíslína Erlendsdóttir, 15.6.2007 kl. 09:11

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar dóttir mín fermdist, tók bróðir minn mynd af mér þegar ég gekk til altaris.  Þar stend ég á milli tveggja presta og aðeins ein persóna er með geislabaug á myndinni.... nefnilega ég.     Það var ljós á veggnum í bakgrunninum sem olli því að ég fékk geislabaug.   Tja, nema það sé ættgengt að vera engill.

Anna Einarsdóttir, 15.6.2007 kl. 09:27

8 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Það er kannski ekki skrýtið að þú hafir skáldagen þar sem langaafabróðir þinn var Þorsteinn Erlingsson það þjóðfræga skáld.

Gíslína Erlendsdóttir, 15.6.2007 kl. 11:03

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir ljóð og auðvitað athugasemdirnar Anna mín.  Náðist áran þín ekki bara á mynd??

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 11:15

10 Smámynd: Hugarfluga

Samdirðu þetta ljóð all by yer lonsome? En fallegt!! Takk 'skan!

Hugarfluga, 15.6.2007 kl. 22:44

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta rann bara út um fingurna og upp á skjáinn á örfáum mínútum og ég réð ekki neitt við neitt.

Er enda ekki besta ljóð í heimi.  Bara næstbest.   Nei nei nei,, spaug og djók. 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband