Bloggvinabálkur....

author_icon_10891

Svampur Sveinsson ægilegur

en stundum var hann þægilegur

oft kerlingar frusu

er fengu á sig gusu

mér fannst kauði hlægilegur.

 

 

content_rubylee

Hugarfluga fallegt fljóð

finnst mér vænt um hana

á hún skilið ástarljóð

er prýði meðal svana

 

 

saemi3

Sæmundur er gamall granni

gat hann alveg teflt

segi því með fullum sanni

sá hafi andann eflt.

 

 

P1010058

Gillí frænka er ferlega klár

og fyndin,  ættgengt mun það vera.

Ég vona að hún lifi í 100 ár

því endalaust er hún gott að gera.

 

 

jdpprd

Jenný mín hún bloggar margt

mig setur hún á gat

pistlar fjórir fyrripart

og fimm svo eftir mat

 

 

7427

Af bloggvinum á Heiða hauga

en hefur engan mann.

Gæskan er með glóðarauga

hver gaf henni á´ann ?

 

 

img_0659_208425

Ef ég Eva hitti þig

er geng ég niður veginn

skaltu kjella knúsa mig

og kyssa báðum megin

 

 

gisli_8711

Bratti ég lofa litlu kvæði

því ljóðelskur karlinn er

maðurinn er algjört æði

í uppáhaldi hjá mér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meira!  Þú ert megakrútt Anna mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Hugarfluga

Jeiiiii!!! Það var samið ljóð um fluvuna!!! Takk, Anna mín, mikið ertu sæt!!

Hugarfluga, 21.6.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe takk kerla mín.  Sniðugt að koma með þetta svona eftir á.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ert þú svampur..... dýrið þitt!

Eva Þorsteinsdóttir, 21.6.2007 kl. 15:14

5 Smámynd: Brattur

... allir eru að gera það gott ... og líka ég... allir eru að gera það.... allir eru að gera það... og líka ég

Brattur, 21.6.2007 kl. 19:25

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svampur og dýrið !  Hvað varð um Fríðu ?

Anna Einarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:54

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hún er dásemd margra manna

 

mærin Einarsdóttir Anna.

 

Er hún þessi eina sanna,

 

Óska dís og draumur svanna?

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.6.2007 kl. 17:54

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur ef ég þori

verð ég þér að kenna

að betra er fugl í búri

en milli tveggja kvenna

Þröstur Unnar, 27.6.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband